„Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“ Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 20:18 Hildur segir það afdráttarlausa kröfu þeirra sem taka þátt í mótmælunum að allir grípi til aðgerða til þess að sporna við hamfarahlýnun. Vísir Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir það ekki vera í boði að hundsa áhrif loftslagsbreytinga lengur. Hamfarahlýnun sé nú þegar orðin að veruleika sem sýni sig hvað best í gróðureldum og hitabylgju sumarsins sem var að líða og nú sé einfaldlega tími til þess að grípa til alvöru aðgerða. Hildur var ein þeirra sem talaði á allsherjarverkfallsviðburði sem fram fór á Austurvelli í dag en hún sjálf hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig varða og er til að mynda formaður stjórnar loftslagssjóðs sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á meðal ræðufólks voru einnig Eydís Blöndal, Kári Stefánsson, Sævar Helgi Bragason og Högni Egilsson. Milljónir fólks um allan heim tóku þátt í verkfallinu og þar sem fólk sótti samstöðufundi sem mörkuðu upphaf allsherjarverkfalls sem stendur yfir í komandi viku.Sjá einnig: Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Í ræðu sinni ræddi Hildur um þær kröfur sem væri verið að setja fram með þessari göngu. Það verði að grípa til aðgerða ekki seinna en núna. Aldrei hafi verið jafn mikilvægt að fólk bregðist við og akkúrat núna.Frá Austurvelli í dag.Vísir/Einar„Við höfum örlög allrar plánetunnar og í rauninni alls þess sem lifir á plánetunni í höndum okkar. Það sem við gerum á næstu árum, eða gerum ekki, mun skipta sköpum fyrir framtíð allra. Þetta er í rauninni svolítið ógnvekjandi staða, en spennandi líka því við getum breytt svo miklu,“ segir Hildur. Hún segir það vera afdráttarlausa kröfu allra þátttakenda að ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og allir einstaklingar leggi sitt af mörkum. Nú sé rétti tíminn til þess að bregðast við, umræðan hafi aldrei verið meiri og afleiðingarnar aldrei verið jafn skýrar. „Ég ætla að spyrja hvernig arfleið viljum við skilja eftir okkur? Hvernig ætlum við að svara spurningunni eftir fimmtíu ár: Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“ Loftslagsmál Tengdar fréttir Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir það ekki vera í boði að hundsa áhrif loftslagsbreytinga lengur. Hamfarahlýnun sé nú þegar orðin að veruleika sem sýni sig hvað best í gróðureldum og hitabylgju sumarsins sem var að líða og nú sé einfaldlega tími til þess að grípa til alvöru aðgerða. Hildur var ein þeirra sem talaði á allsherjarverkfallsviðburði sem fram fór á Austurvelli í dag en hún sjálf hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig varða og er til að mynda formaður stjórnar loftslagssjóðs sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á meðal ræðufólks voru einnig Eydís Blöndal, Kári Stefánsson, Sævar Helgi Bragason og Högni Egilsson. Milljónir fólks um allan heim tóku þátt í verkfallinu og þar sem fólk sótti samstöðufundi sem mörkuðu upphaf allsherjarverkfalls sem stendur yfir í komandi viku.Sjá einnig: Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Í ræðu sinni ræddi Hildur um þær kröfur sem væri verið að setja fram með þessari göngu. Það verði að grípa til aðgerða ekki seinna en núna. Aldrei hafi verið jafn mikilvægt að fólk bregðist við og akkúrat núna.Frá Austurvelli í dag.Vísir/Einar„Við höfum örlög allrar plánetunnar og í rauninni alls þess sem lifir á plánetunni í höndum okkar. Það sem við gerum á næstu árum, eða gerum ekki, mun skipta sköpum fyrir framtíð allra. Þetta er í rauninni svolítið ógnvekjandi staða, en spennandi líka því við getum breytt svo miklu,“ segir Hildur. Hún segir það vera afdráttarlausa kröfu allra þátttakenda að ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og allir einstaklingar leggi sitt af mörkum. Nú sé rétti tíminn til þess að bregðast við, umræðan hafi aldrei verið meiri og afleiðingarnar aldrei verið jafn skýrar. „Ég ætla að spyrja hvernig arfleið viljum við skilja eftir okkur? Hvernig ætlum við að svara spurningunni eftir fimmtíu ár: Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“
Loftslagsmál Tengdar fréttir Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42
Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent