Annað tap Barcelona sem er einungis með sjö stig eftir fimm leiki Anton Ingi Leifsson skrifar 21. september 2019 21:00 Lionel Messi svekktur í kvöld. vísir/getty Barcelona tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu er liðið beið í lægri hlut gegn Granada á útivelli 2-0. Leikurinn hluti af 5. umferðinni á Spáni. Lionel Messi og Ansu Fati voru báðir geymdir á varamannabekknum til að byrja með á útivelli í dag en það liðu einungis tvær mínútur er Ramon Azeez kom heimamönnum yfir. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik og Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, kallaði á Fati og Messi í hálfleik. Þeir voru báðir mættir inn á er síðari hálfeikur hófst.- FC Barcelona concede multiple goals in 4 consecutive La Liga matches for the first time since April to May 2009 under Pep Guardiola. #GranadaBarça— Gracenote Live (@GracenoteLive) September 21, 2019 Það var þó Granada sem skoraði annað markið en dæmd var vítaspyrna á Arturo Vidal eftir skoðun í VARsjánni á 66. mínutu. Alvaro Vadillo fór á punktinn og skoraði. Barcelona er því með einungis sjö stig af fimmtán mögulegum í Spánarsparki en Granada er komið á toppinn. Þeir eru með tíu stig en Real getur farið á toppinn á morgun með sigri á Sevilla.- Barça remain winless in each of their opening three away matches of a La Liga season for the first time since 1994/95 under Johan Cruijff. #GranadaBarça— Gracenote Live (@GracenoteLive) September 21, 2019 Spænski boltinn
Barcelona tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu er liðið beið í lægri hlut gegn Granada á útivelli 2-0. Leikurinn hluti af 5. umferðinni á Spáni. Lionel Messi og Ansu Fati voru báðir geymdir á varamannabekknum til að byrja með á útivelli í dag en það liðu einungis tvær mínútur er Ramon Azeez kom heimamönnum yfir. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik og Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, kallaði á Fati og Messi í hálfleik. Þeir voru báðir mættir inn á er síðari hálfeikur hófst.- FC Barcelona concede multiple goals in 4 consecutive La Liga matches for the first time since April to May 2009 under Pep Guardiola. #GranadaBarça— Gracenote Live (@GracenoteLive) September 21, 2019 Það var þó Granada sem skoraði annað markið en dæmd var vítaspyrna á Arturo Vidal eftir skoðun í VARsjánni á 66. mínutu. Alvaro Vadillo fór á punktinn og skoraði. Barcelona er því með einungis sjö stig af fimmtán mögulegum í Spánarsparki en Granada er komið á toppinn. Þeir eru með tíu stig en Real getur farið á toppinn á morgun með sigri á Sevilla.- Barça remain winless in each of their opening three away matches of a La Liga season for the first time since 1994/95 under Johan Cruijff. #GranadaBarça— Gracenote Live (@GracenoteLive) September 21, 2019
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti