Rihanna knúsaði Ágústu Ýr Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 21. september 2019 08:00 Ágústa Ýr á sýningu Rihönnu í New York. NordicPhotos/Getty Íslenska fyrirsætan Ágústa Ýr segir það hafa verið súrrealíska lífsreynslu þegar henni var með litlum sem engum fyrirvara skutlað í fyrirsætuhópinn sem spókaði sig á New York Fashion Week í undirfötum úr fatalínu söngkonunnar Rihönnu. Hápunkturinn á þessu ævintýri öllu saman, kirsuberið á toppnum, eins og hún orðar þar var svo þegar hún fékk knús frá Rihönnu sjálfri sem kom fram á sýningunni. Þá voru einnig mætt til leiks rapparinn 21 Savage, ofurfyrirsæturnar Joan Smalls, Cara Delevingne, Bella og Gigi Hadid. Ágústa Ýr starfar sem leikstjóri, listakona og fyrirsæta í London en flaug til New York með eins dags fyrirvara. Þegar þangað var komið voru hraðinn og spennan slík að hún segir sýninguna sjálfa, sem stóð í um 40 mínútur, hafa liðið eins og fimm mínútur. „Daginn eftir að ég lenti var svo tískusýningin og allir mættir, þvílíkt adrenalín í gangi hjá okkur. Við gerðum svokallaða prufusýningu, svo var farið beint í hár, förðun og svo í fötin. Rétt fyrir sýninguna var verið að taka mynd af mér baksviðs og ég heyri í 21 Savage segja: „Get them angels!“ sem er auðvitað bara mjög fyndið!“ Ágústa Ýr segir sýninguna og andrúmsloftið hafa verið frábært í alla staði og svo „var allt í einu allt búið. Það voru allir svo ánægðir með sýninguna og ég endaði kvöldið með því að fá knús frá Rihönnu sem var algjörlega kirsuberið á toppinn,“ segir Ágústa. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Hollywood Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Íslenska fyrirsætan Ágústa Ýr segir það hafa verið súrrealíska lífsreynslu þegar henni var með litlum sem engum fyrirvara skutlað í fyrirsætuhópinn sem spókaði sig á New York Fashion Week í undirfötum úr fatalínu söngkonunnar Rihönnu. Hápunkturinn á þessu ævintýri öllu saman, kirsuberið á toppnum, eins og hún orðar þar var svo þegar hún fékk knús frá Rihönnu sjálfri sem kom fram á sýningunni. Þá voru einnig mætt til leiks rapparinn 21 Savage, ofurfyrirsæturnar Joan Smalls, Cara Delevingne, Bella og Gigi Hadid. Ágústa Ýr starfar sem leikstjóri, listakona og fyrirsæta í London en flaug til New York með eins dags fyrirvara. Þegar þangað var komið voru hraðinn og spennan slík að hún segir sýninguna sjálfa, sem stóð í um 40 mínútur, hafa liðið eins og fimm mínútur. „Daginn eftir að ég lenti var svo tískusýningin og allir mættir, þvílíkt adrenalín í gangi hjá okkur. Við gerðum svokallaða prufusýningu, svo var farið beint í hár, förðun og svo í fötin. Rétt fyrir sýninguna var verið að taka mynd af mér baksviðs og ég heyri í 21 Savage segja: „Get them angels!“ sem er auðvitað bara mjög fyndið!“ Ágústa Ýr segir sýninguna og andrúmsloftið hafa verið frábært í alla staði og svo „var allt í einu allt búið. Það voru allir svo ánægðir með sýninguna og ég endaði kvöldið með því að fá knús frá Rihönnu sem var algjörlega kirsuberið á toppinn,“ segir Ágústa.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Hollywood Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira