Opinn dagur í Skaftholti: Lífræn ræktun er framtíðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2019 12:15 Skaftholt er þremur kílómetrum frá Árnesi á leiðinni í Þjórsárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Opinn dagur verður þar í dag frá klukkan 14:00 til 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum á bænum Skaftholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar verður opið hús í dag þar sem starfsemin verður kynnt. Í Skaftholti er líka framleiddir ostar, smjör og jógúrt úr mjólk kúnna á bænum. Skaftholt verður með opinn dag eftir hádegi í dag, 21. september frá 14:00 til 17:00 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og kynnast starfseminni. Á bænum er þjónusta fyrir fatlaða þar sem átta búa í vernduðu umhverfi. Allir hafa vinnu og nóg fyrir stafni allt árið um kring. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður staðarins. „Það sem snertir vinnuna er mest í tengslum við garðyrkju og landbúnað, auk þess erum við með vinnustofur samanber smíðastofuna Drumbinn“, segir Gunnþór Guðfinnsson, sem sér um garðyrkjuna á staðnum. Drumbinn verður opinn í dag þar sem afrakstur vinnu sumarsins verður til sýnis. Þá verður hægt að gera góð kaup á lífrænt ræktuðu grænmeti. „Við ræktum allt mögulegt, það er úrval af þessu helsta grænmeti, sem ræktað er á landinu. En fyrst og síðast ræktum við fyrir heimilið en það sem við erum aflögufær með hverju sinni bjóðum við öðrum að njóta líka og kaupa. Í ár erum við með eitthvað aflögu af rófum, rauðrófum, grænkáli, blaðlauk, steinselju og smá sellerí svo eitthvað sé nefnt“, segir Gunnþór. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður í Skaftholti og stýrir lírænu ræktuninni á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum Skaftholts. „Lífrænt ræktun er framtíðin eins og við horfum á það. Það er í rauninni sú leið, sem við teljum vera færust fyrir jörðina til að bera fæðuframboðið af þeim gæðum sem við viljum meina að þurfi. Við erum þannig að rækta jarðveginn fremur en plönturnar og leggjum okkur fram um að næra jarðveginn og lífríkið í jarðveginum og eftir því sem það tekst betur og betur vaxa plönturnar betur“, bætir Gunnþór við. Í Skaftholti eru líka 18 mjólkurkýr en mjólkin frá þeim er notuð til að búa til osta, skyr og jógúrt. En hvar er Skaftholt fyrir þá sem vita ekki hvar staðurinn er og vilja koma á opna daginn í dag? „Skaftholt er í Skeiða og Gnúpverjahreppi og er um þrjá kílómetra ofan við Árnes ef fólk kannast við það á leiðinni í Þjórsárdal“, segir Gunnþór um leið og hann bíður alla áhugasama velkoma á opna daginn í dag. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum á bænum Skaftholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar verður opið hús í dag þar sem starfsemin verður kynnt. Í Skaftholti er líka framleiddir ostar, smjör og jógúrt úr mjólk kúnna á bænum. Skaftholt verður með opinn dag eftir hádegi í dag, 21. september frá 14:00 til 17:00 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og kynnast starfseminni. Á bænum er þjónusta fyrir fatlaða þar sem átta búa í vernduðu umhverfi. Allir hafa vinnu og nóg fyrir stafni allt árið um kring. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður staðarins. „Það sem snertir vinnuna er mest í tengslum við garðyrkju og landbúnað, auk þess erum við með vinnustofur samanber smíðastofuna Drumbinn“, segir Gunnþór Guðfinnsson, sem sér um garðyrkjuna á staðnum. Drumbinn verður opinn í dag þar sem afrakstur vinnu sumarsins verður til sýnis. Þá verður hægt að gera góð kaup á lífrænt ræktuðu grænmeti. „Við ræktum allt mögulegt, það er úrval af þessu helsta grænmeti, sem ræktað er á landinu. En fyrst og síðast ræktum við fyrir heimilið en það sem við erum aflögufær með hverju sinni bjóðum við öðrum að njóta líka og kaupa. Í ár erum við með eitthvað aflögu af rófum, rauðrófum, grænkáli, blaðlauk, steinselju og smá sellerí svo eitthvað sé nefnt“, segir Gunnþór. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður í Skaftholti og stýrir lírænu ræktuninni á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum Skaftholts. „Lífrænt ræktun er framtíðin eins og við horfum á það. Það er í rauninni sú leið, sem við teljum vera færust fyrir jörðina til að bera fæðuframboðið af þeim gæðum sem við viljum meina að þurfi. Við erum þannig að rækta jarðveginn fremur en plönturnar og leggjum okkur fram um að næra jarðveginn og lífríkið í jarðveginum og eftir því sem það tekst betur og betur vaxa plönturnar betur“, bætir Gunnþór við. Í Skaftholti eru líka 18 mjólkurkýr en mjólkin frá þeim er notuð til að búa til osta, skyr og jógúrt. En hvar er Skaftholt fyrir þá sem vita ekki hvar staðurinn er og vilja koma á opna daginn í dag? „Skaftholt er í Skeiða og Gnúpverjahreppi og er um þrjá kílómetra ofan við Árnes ef fólk kannast við það á leiðinni í Þjórsárdal“, segir Gunnþór um leið og hann bíður alla áhugasama velkoma á opna daginn í dag.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda