Stefnir í átök borgar og landsbyggðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2019 08:00 Þingmenn landsbyggðarkjördæmanna þriggja munu hafa í nógu að snúast á yfirstandandi þingi miðað við viðfangsefnin. Fréttablaðið/Anton Brink Ráðherrar mæta nú til þingnefnda til að kynna þau mál sem þeir hyggjast leggja fram á næstunni. Af þeim málum sem formenn fastanefnda nefna við Fréttablaðið má búast við að átök um ólíka hagsmuni höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar verði fyrirferðamikil á nýhöfnu haustþingi. Meðal stærstu mála sem koma til þingsins eru samgönguáætlun, auk frumvarpa um veggjöld og einkaframkvæmdir í vegakerfinu, frumvarp um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum auk margra stórra landbúnaðarmála. Formenn fastanefnda nefna þó fleiri mál eins og þjóðarsjóð, lækkun bankaskatts og neyslurými fyrir notendur fíkniefna. Þótt Allsherjar- og menntamálanefnd eigi eftir að fá kynningu frá ráðherrum er óhætt að fullyrða að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði ofarlega á baugi í nefndinni en menntamálaráðherra hefur lagt áherslu á að hið nýja styrkjakerfi komist til framkvæmda nú um áramót. Styrr hefur staðið um málið, ekki síst í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.Atvinnuveganefnd er ein þeirra nefnda sem fæst við stór kjördæmamál. Fréttablaðið/Anton BrinkMismikill málaþungi er í nefndum enda eðli þeirra og hlutverk ólíkt. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er ekki með eins mikið af hefðbundnum þingmálum til meðferðar en fjallar um skýrslur frá bæði Ríkisendurskoðun og Umboðsmanni Alþingis. Nefndin fjallar líka um ýmis mál sem upp kunna að koma til að rækja eftirlitshlutverk þingsins. Ekki er ólíklegt að nefndin muni funda um þau ágreiningsmál sem komin eru upp innan lögreglunnar en Ríkisendurskoðun hefur samþykkt að gera stjórnsýsluendurskoðun á embætti ríkislögreglustjóra. Utanríkismálanefnd hefur einnig nokkra sérstöðu og fjallar gjarnan um alþjóðamál þegar þau koma upp. „Reynslan kennir okkur að ólíklegustu mál geta undið upp á sig og aukaatriði jafnvel orðið að aðalatriðum,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýr formaður utanríkismálanefndar. Nefndin tekur við öllum EES-málum óháð því á hvaða málefnasviði þau eru en Sigríður hyggst setja kraft í endurskoðun á verklagi við innleiðingu þeirra bæði formlega og efnislega í nefndinni og í viðeigandi málefnanefndum. Mikið annríki verður í efnahags- og viðskiptanefnd þetta haustið og á formaður nefndarinnar, Óli Björn Kárason, von á um það bil 50 málum frá ríkisstjórninni, auk þingmannamála. „Nefndarmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af verkefnaskorti í vetur,“ segir Óli Björn. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, býst við miklum skoðanaskiptum um annars vegar samgöngumál og hins vegar um fyrirhugaðan lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi en í atvinnuveganefnd má einkum búast við skiptum skoðunum um landbúnaðarmálin. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn. 19. september 2019 06:15 Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Ríkisstjórnin áformar að sameina og breyta ríkisstofnunum ásamt því að setja á laggirnar nýjan dómstól sem og Þjóðarsjóð. Alls verða til fjórar nýjar ríkisstofnanir. 23. september 2019 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ráðherrar mæta nú til þingnefnda til að kynna þau mál sem þeir hyggjast leggja fram á næstunni. Af þeim málum sem formenn fastanefnda nefna við Fréttablaðið má búast við að átök um ólíka hagsmuni höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar verði fyrirferðamikil á nýhöfnu haustþingi. Meðal stærstu mála sem koma til þingsins eru samgönguáætlun, auk frumvarpa um veggjöld og einkaframkvæmdir í vegakerfinu, frumvarp um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum auk margra stórra landbúnaðarmála. Formenn fastanefnda nefna þó fleiri mál eins og þjóðarsjóð, lækkun bankaskatts og neyslurými fyrir notendur fíkniefna. Þótt Allsherjar- og menntamálanefnd eigi eftir að fá kynningu frá ráðherrum er óhætt að fullyrða að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði ofarlega á baugi í nefndinni en menntamálaráðherra hefur lagt áherslu á að hið nýja styrkjakerfi komist til framkvæmda nú um áramót. Styrr hefur staðið um málið, ekki síst í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.Atvinnuveganefnd er ein þeirra nefnda sem fæst við stór kjördæmamál. Fréttablaðið/Anton BrinkMismikill málaþungi er í nefndum enda eðli þeirra og hlutverk ólíkt. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er ekki með eins mikið af hefðbundnum þingmálum til meðferðar en fjallar um skýrslur frá bæði Ríkisendurskoðun og Umboðsmanni Alþingis. Nefndin fjallar líka um ýmis mál sem upp kunna að koma til að rækja eftirlitshlutverk þingsins. Ekki er ólíklegt að nefndin muni funda um þau ágreiningsmál sem komin eru upp innan lögreglunnar en Ríkisendurskoðun hefur samþykkt að gera stjórnsýsluendurskoðun á embætti ríkislögreglustjóra. Utanríkismálanefnd hefur einnig nokkra sérstöðu og fjallar gjarnan um alþjóðamál þegar þau koma upp. „Reynslan kennir okkur að ólíklegustu mál geta undið upp á sig og aukaatriði jafnvel orðið að aðalatriðum,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýr formaður utanríkismálanefndar. Nefndin tekur við öllum EES-málum óháð því á hvaða málefnasviði þau eru en Sigríður hyggst setja kraft í endurskoðun á verklagi við innleiðingu þeirra bæði formlega og efnislega í nefndinni og í viðeigandi málefnanefndum. Mikið annríki verður í efnahags- og viðskiptanefnd þetta haustið og á formaður nefndarinnar, Óli Björn Kárason, von á um það bil 50 málum frá ríkisstjórninni, auk þingmannamála. „Nefndarmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af verkefnaskorti í vetur,“ segir Óli Björn. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, býst við miklum skoðanaskiptum um annars vegar samgöngumál og hins vegar um fyrirhugaðan lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi en í atvinnuveganefnd má einkum búast við skiptum skoðunum um landbúnaðarmálin.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn. 19. september 2019 06:15 Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Ríkisstjórnin áformar að sameina og breyta ríkisstofnunum ásamt því að setja á laggirnar nýjan dómstól sem og Þjóðarsjóð. Alls verða til fjórar nýjar ríkisstofnanir. 23. september 2019 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15
Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn. 19. september 2019 06:15
Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Ríkisstjórnin áformar að sameina og breyta ríkisstofnunum ásamt því að setja á laggirnar nýjan dómstól sem og Þjóðarsjóð. Alls verða til fjórar nýjar ríkisstofnanir. 23. september 2019 06:00