Smábátasjómenn saka Fiskistofu um lögbrot Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. september 2019 13:02 Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Fréttablaðið/Hörður Stjórn Landsambands smábátaeigenda óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra, að upplýst verði um ástæður þess að krókaaflamarksbátum var gert heimilt að tilheyra flokki uppsjávarskipa í aflaheimildum með makríl. Við það sköpuðust forsendur til flutnings á veiðiheimildum úr krókaaflamarki yfir í aflamark með óheftum flutningi á makríl til og frá viðkomandi. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að magnið sem flutt hafi verið nemi þúsundum tonna af þorski, ýsu og ufsa og mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á framboð og verð á leigumarkaði með krókaaflamark. Stjórnin krefst þess að sjávarútvegsráðherra gefi Fiskistofu nú þegar fyrirmæli um að ógilda allar tilfærslur úr krókaaflamarki yfir í aflamark þar sem makríll sé notaður sem skiptimynd.Sakar Fiskistofu um lögbrot Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann spurður að því hvort hann telji Fiskistofu vera að brjóta lög. „Þeir túlka þetta örugglega þannig að þetta sé löglegt. En þetta var stöðvað í ákveðinn dagafjölda um daginn og þá áttum við von á því að ráðherrann myndi grípa inn í og beinlínis gefa leiðbeiningar eða fyrirskipun um það að þetta væri algerlega óheimilt. En á síðasta degi í millifærslu á síðasta fiskveiðiári þá byrjaði þetta alveg stjórnlaust og þetta hefur haldið áfram stjórnlaust á nýju fiskveiðiári líka,“ segir Örn.Þannig að þið eruð að segja að Fiskistofa er að brjóta lög.„Já við segjum það í raun og veru að þetta hafi verið óheimilt að gera þetta með þessum hætti,“ segir Örn.Tuttugu milljónir sem skapast Örn tók dæmi máli sínu til stuðnings. „Til dæmis á bát sem hefur verið fært af 300 tonn af þorski, og það er nú komið á togara. Og verðgildi þessa kvóta á leigumarkaði breytist úr 60 milljónir í 80 milljónir. Þarna eru 20 milljónir sem myndast við þennan gjörning,“ sagði Örn Pálsson hjá Landsambandi Smábátaeigenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni að neðan. Bítið Sjávarútvegur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Stjórn Landsambands smábátaeigenda óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra, að upplýst verði um ástæður þess að krókaaflamarksbátum var gert heimilt að tilheyra flokki uppsjávarskipa í aflaheimildum með makríl. Við það sköpuðust forsendur til flutnings á veiðiheimildum úr krókaaflamarki yfir í aflamark með óheftum flutningi á makríl til og frá viðkomandi. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að magnið sem flutt hafi verið nemi þúsundum tonna af þorski, ýsu og ufsa og mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á framboð og verð á leigumarkaði með krókaaflamark. Stjórnin krefst þess að sjávarútvegsráðherra gefi Fiskistofu nú þegar fyrirmæli um að ógilda allar tilfærslur úr krókaaflamarki yfir í aflamark þar sem makríll sé notaður sem skiptimynd.Sakar Fiskistofu um lögbrot Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann spurður að því hvort hann telji Fiskistofu vera að brjóta lög. „Þeir túlka þetta örugglega þannig að þetta sé löglegt. En þetta var stöðvað í ákveðinn dagafjölda um daginn og þá áttum við von á því að ráðherrann myndi grípa inn í og beinlínis gefa leiðbeiningar eða fyrirskipun um það að þetta væri algerlega óheimilt. En á síðasta degi í millifærslu á síðasta fiskveiðiári þá byrjaði þetta alveg stjórnlaust og þetta hefur haldið áfram stjórnlaust á nýju fiskveiðiári líka,“ segir Örn.Þannig að þið eruð að segja að Fiskistofa er að brjóta lög.„Já við segjum það í raun og veru að þetta hafi verið óheimilt að gera þetta með þessum hætti,“ segir Örn.Tuttugu milljónir sem skapast Örn tók dæmi máli sínu til stuðnings. „Til dæmis á bát sem hefur verið fært af 300 tonn af þorski, og það er nú komið á togara. Og verðgildi þessa kvóta á leigumarkaði breytist úr 60 milljónir í 80 milljónir. Þarna eru 20 milljónir sem myndast við þennan gjörning,“ sagði Örn Pálsson hjá Landsambandi Smábátaeigenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni að neðan.
Bítið Sjávarútvegur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira