Samkomulagið ekki lent í neinum ógöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 21:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. vísir/Vilhelm Fyrirhugað samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lent í ógöngum á nokkurn hátt segir samgönguráðherra. Engu að síður séu óleysanlegir hnútar í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem hann vilji þó reyna að leysa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, beindu spjótum sínum að samgönguráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna samkomulags sem stendur til að ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirriti á fimmtudaginn um uppbyggingu borgarlínu og fleira er snýr að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Stjórnvöld hafa verið sökuð um skort á samráði vegna málsins en einna helst eru það áform um vegtolla sem skiptar skoðanir eru um. Sigurður Ingi sagði að margt í máli Ingu Sæland hafi verið úr lausu lofti gripið en hún spurði meðal annars um þá „gríðarlegu vegtolla“ sem boðaðir séu á íbúa höfuðborgarsvæðisins. „Það var ýmislegt sem háttvirtur þingmaður fór hér yfir sem er gripið hér úr loftinu,“ sagði Sigurður Ingi en Inga Sæland brást ókvæða við.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Ráðherra lætur í það skína að ég sé bara að grípa eitthvað upp af götunni sem að kemur fram í fjölmiðlum, en ég meina hvað á hæstvirtur ráðherra nákvæmlega við með því? Er ég bara í villu vegar um að hér eigi að fara að leggja á vegskatta? Er ég bara í bullinu?“ spurði Inga. Sigurður Ingi kvaðst ekki vilja taka svo djúpt í árinni og sagðist hlakka til að eiga málefnalega umræðu um málið á þinginu. „Það er stefnt að því að undirrita þetta samkomulag á fimmtudaginn og kynna. Ég hef haft frumkvæði að því núna í tvígang að boða þingmenn til sérstaks samráðs áður en að að því kæmi og hef boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins á miðvikudaginn,“ sagði Sigurður Ingi. Bergþór Ólason sagði málið ekki hafa fengið neina kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. „Það verður auðvitað varla boðað til mikils samráðs um miðjan dag á miðvikudaginn gagnvart samningi sem á að undirrita á fimmtudaginn, sérstaklega þegar menn hafa í huga þær hrakfarir sem að samkomulagið virðist hafa orðið fyrir á undanförnum vikum,“ sagði Bergþór. Því vísaði ráðherra á bug. „Samkomulag þetta hefur ekki lent í neinum ógöngum á nokkurn hátt,“ sagði Sigurður Ingi.Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm Alþingi Samgöngur Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fyrirhugað samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lent í ógöngum á nokkurn hátt segir samgönguráðherra. Engu að síður séu óleysanlegir hnútar í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem hann vilji þó reyna að leysa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, beindu spjótum sínum að samgönguráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna samkomulags sem stendur til að ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirriti á fimmtudaginn um uppbyggingu borgarlínu og fleira er snýr að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Stjórnvöld hafa verið sökuð um skort á samráði vegna málsins en einna helst eru það áform um vegtolla sem skiptar skoðanir eru um. Sigurður Ingi sagði að margt í máli Ingu Sæland hafi verið úr lausu lofti gripið en hún spurði meðal annars um þá „gríðarlegu vegtolla“ sem boðaðir séu á íbúa höfuðborgarsvæðisins. „Það var ýmislegt sem háttvirtur þingmaður fór hér yfir sem er gripið hér úr loftinu,“ sagði Sigurður Ingi en Inga Sæland brást ókvæða við.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Ráðherra lætur í það skína að ég sé bara að grípa eitthvað upp af götunni sem að kemur fram í fjölmiðlum, en ég meina hvað á hæstvirtur ráðherra nákvæmlega við með því? Er ég bara í villu vegar um að hér eigi að fara að leggja á vegskatta? Er ég bara í bullinu?“ spurði Inga. Sigurður Ingi kvaðst ekki vilja taka svo djúpt í árinni og sagðist hlakka til að eiga málefnalega umræðu um málið á þinginu. „Það er stefnt að því að undirrita þetta samkomulag á fimmtudaginn og kynna. Ég hef haft frumkvæði að því núna í tvígang að boða þingmenn til sérstaks samráðs áður en að að því kæmi og hef boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins á miðvikudaginn,“ sagði Sigurður Ingi. Bergþór Ólason sagði málið ekki hafa fengið neina kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. „Það verður auðvitað varla boðað til mikils samráðs um miðjan dag á miðvikudaginn gagnvart samningi sem á að undirrita á fimmtudaginn, sérstaklega þegar menn hafa í huga þær hrakfarir sem að samkomulagið virðist hafa orðið fyrir á undanförnum vikum,“ sagði Bergþór. Því vísaði ráðherra á bug. „Samkomulag þetta hefur ekki lent í neinum ógöngum á nokkurn hátt,“ sagði Sigurður Ingi.Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samgöngur Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira