Samkomulagið ekki lent í neinum ógöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 21:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. vísir/Vilhelm Fyrirhugað samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lent í ógöngum á nokkurn hátt segir samgönguráðherra. Engu að síður séu óleysanlegir hnútar í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem hann vilji þó reyna að leysa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, beindu spjótum sínum að samgönguráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna samkomulags sem stendur til að ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirriti á fimmtudaginn um uppbyggingu borgarlínu og fleira er snýr að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Stjórnvöld hafa verið sökuð um skort á samráði vegna málsins en einna helst eru það áform um vegtolla sem skiptar skoðanir eru um. Sigurður Ingi sagði að margt í máli Ingu Sæland hafi verið úr lausu lofti gripið en hún spurði meðal annars um þá „gríðarlegu vegtolla“ sem boðaðir séu á íbúa höfuðborgarsvæðisins. „Það var ýmislegt sem háttvirtur þingmaður fór hér yfir sem er gripið hér úr loftinu,“ sagði Sigurður Ingi en Inga Sæland brást ókvæða við.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Ráðherra lætur í það skína að ég sé bara að grípa eitthvað upp af götunni sem að kemur fram í fjölmiðlum, en ég meina hvað á hæstvirtur ráðherra nákvæmlega við með því? Er ég bara í villu vegar um að hér eigi að fara að leggja á vegskatta? Er ég bara í bullinu?“ spurði Inga. Sigurður Ingi kvaðst ekki vilja taka svo djúpt í árinni og sagðist hlakka til að eiga málefnalega umræðu um málið á þinginu. „Það er stefnt að því að undirrita þetta samkomulag á fimmtudaginn og kynna. Ég hef haft frumkvæði að því núna í tvígang að boða þingmenn til sérstaks samráðs áður en að að því kæmi og hef boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins á miðvikudaginn,“ sagði Sigurður Ingi. Bergþór Ólason sagði málið ekki hafa fengið neina kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. „Það verður auðvitað varla boðað til mikils samráðs um miðjan dag á miðvikudaginn gagnvart samningi sem á að undirrita á fimmtudaginn, sérstaklega þegar menn hafa í huga þær hrakfarir sem að samkomulagið virðist hafa orðið fyrir á undanförnum vikum,“ sagði Bergþór. Því vísaði ráðherra á bug. „Samkomulag þetta hefur ekki lent í neinum ógöngum á nokkurn hátt,“ sagði Sigurður Ingi.Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm Alþingi Samgöngur Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Fyrirhugað samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lent í ógöngum á nokkurn hátt segir samgönguráðherra. Engu að síður séu óleysanlegir hnútar í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem hann vilji þó reyna að leysa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, beindu spjótum sínum að samgönguráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna samkomulags sem stendur til að ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirriti á fimmtudaginn um uppbyggingu borgarlínu og fleira er snýr að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Stjórnvöld hafa verið sökuð um skort á samráði vegna málsins en einna helst eru það áform um vegtolla sem skiptar skoðanir eru um. Sigurður Ingi sagði að margt í máli Ingu Sæland hafi verið úr lausu lofti gripið en hún spurði meðal annars um þá „gríðarlegu vegtolla“ sem boðaðir séu á íbúa höfuðborgarsvæðisins. „Það var ýmislegt sem háttvirtur þingmaður fór hér yfir sem er gripið hér úr loftinu,“ sagði Sigurður Ingi en Inga Sæland brást ókvæða við.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Ráðherra lætur í það skína að ég sé bara að grípa eitthvað upp af götunni sem að kemur fram í fjölmiðlum, en ég meina hvað á hæstvirtur ráðherra nákvæmlega við með því? Er ég bara í villu vegar um að hér eigi að fara að leggja á vegskatta? Er ég bara í bullinu?“ spurði Inga. Sigurður Ingi kvaðst ekki vilja taka svo djúpt í árinni og sagðist hlakka til að eiga málefnalega umræðu um málið á þinginu. „Það er stefnt að því að undirrita þetta samkomulag á fimmtudaginn og kynna. Ég hef haft frumkvæði að því núna í tvígang að boða þingmenn til sérstaks samráðs áður en að að því kæmi og hef boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins á miðvikudaginn,“ sagði Sigurður Ingi. Bergþór Ólason sagði málið ekki hafa fengið neina kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. „Það verður auðvitað varla boðað til mikils samráðs um miðjan dag á miðvikudaginn gagnvart samningi sem á að undirrita á fimmtudaginn, sérstaklega þegar menn hafa í huga þær hrakfarir sem að samkomulagið virðist hafa orðið fyrir á undanförnum vikum,“ sagði Bergþór. Því vísaði ráðherra á bug. „Samkomulag þetta hefur ekki lent í neinum ógöngum á nokkurn hátt,“ sagði Sigurður Ingi.Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samgöngur Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira