Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 11:19 Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. AP/John Raoux Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. Umræddur öryggisvörður starfaði í skóla í Orlando, á vegum lögreglunnar, og voru börnin tvö, strákur og stúlka, ákærð fyrir minniháttar líkamsárásir. Ríkissaksóknari Orlando hefur þó fellt ákærurnar niður og segir að aldrei hafi staðið til að framfylgja þeim. Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. Öryggisvörðurinn heitir Dennis Turner en lögreglan hefur ekki viljað bera kennsl á börnin en kona sem segist vera amma stúlkunnar tjáði sig við héraðsmiðilinn WKMG. Hún sagði barnabarn sitt hafa verið handjárnað, sett aftur í lögreglubíl og til hafi staðið að færa hana í varðhald.Meralyn Kirkland segist hafa átt erfitt með að átta sig á símtalinu sem hún fékk á fimmtudaginn. Henni hafi verið tilkynnt að Kaia, barnabarn hennar, hafi sparkað í starfsmann skólans og hún hafi verið handtekin. Þar að auki hafi staðið til að ákæra hana.Samkvæmt Washington Post gripu saksóknarar þó inn í áður en börnin voru færð í varðhald.Um 45 prósent skóla á vegum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa öryggisverði sem þessa. Á ensku kallast þeir „school resource officers“. Þeim er ætlað að vernda nemendur gegn skotárásum og öðrum ógnum. Gagnrýnendur segja þá þó oft gera lögreglumál úr hegðunarvandamálum sem kennarar og aðrir skólastarfsmenn hafi iðulega brugðist við. Þá eru þeir sakaðir um að koma verr fram við nemendur sem tilheyra minnihlutahópum. Turner hafði ekki fengið leyfi til að handtaka börnin, eins og reglur lögreglunnar segja til um varðandi handtökur barna undir tólf ára aldri. Ekki liggur fyrir af hverju hann handtók drenginn. Samkvæmt Washington Post hafði Turnar starfað sem lögregluþjónn í 23 ár og settist hann í helgan stein árið 2018. Hann mun hafa verið handtekinn og ákærður fyrir að misþyrma sjö ára syni sínum árið 1998 og var hann ávíttur árið 2016 fyrir að beita óhóflegu valdi með rafbyssu árið 2016. Orlando Rolón, lögreglustjóri Orlando, gaf út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann baðst afsökunar á handtökum barnanna. Hann sagðist hafa tekið skref til að koma í veg fyrir sambærileg atvik í framtíðinni.Statement from OPD Chief Orlando Rolón. pic.twitter.com/qd7msBx0Fw — Orlando Police (@OrlandoPolice) September 23, 2019 Bandaríkin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. Umræddur öryggisvörður starfaði í skóla í Orlando, á vegum lögreglunnar, og voru börnin tvö, strákur og stúlka, ákærð fyrir minniháttar líkamsárásir. Ríkissaksóknari Orlando hefur þó fellt ákærurnar niður og segir að aldrei hafi staðið til að framfylgja þeim. Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. Öryggisvörðurinn heitir Dennis Turner en lögreglan hefur ekki viljað bera kennsl á börnin en kona sem segist vera amma stúlkunnar tjáði sig við héraðsmiðilinn WKMG. Hún sagði barnabarn sitt hafa verið handjárnað, sett aftur í lögreglubíl og til hafi staðið að færa hana í varðhald.Meralyn Kirkland segist hafa átt erfitt með að átta sig á símtalinu sem hún fékk á fimmtudaginn. Henni hafi verið tilkynnt að Kaia, barnabarn hennar, hafi sparkað í starfsmann skólans og hún hafi verið handtekin. Þar að auki hafi staðið til að ákæra hana.Samkvæmt Washington Post gripu saksóknarar þó inn í áður en börnin voru færð í varðhald.Um 45 prósent skóla á vegum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa öryggisverði sem þessa. Á ensku kallast þeir „school resource officers“. Þeim er ætlað að vernda nemendur gegn skotárásum og öðrum ógnum. Gagnrýnendur segja þá þó oft gera lögreglumál úr hegðunarvandamálum sem kennarar og aðrir skólastarfsmenn hafi iðulega brugðist við. Þá eru þeir sakaðir um að koma verr fram við nemendur sem tilheyra minnihlutahópum. Turner hafði ekki fengið leyfi til að handtaka börnin, eins og reglur lögreglunnar segja til um varðandi handtökur barna undir tólf ára aldri. Ekki liggur fyrir af hverju hann handtók drenginn. Samkvæmt Washington Post hafði Turnar starfað sem lögregluþjónn í 23 ár og settist hann í helgan stein árið 2018. Hann mun hafa verið handtekinn og ákærður fyrir að misþyrma sjö ára syni sínum árið 1998 og var hann ávíttur árið 2016 fyrir að beita óhóflegu valdi með rafbyssu árið 2016. Orlando Rolón, lögreglustjóri Orlando, gaf út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann baðst afsökunar á handtökum barnanna. Hann sagðist hafa tekið skref til að koma í veg fyrir sambærileg atvik í framtíðinni.Statement from OPD Chief Orlando Rolón. pic.twitter.com/qd7msBx0Fw — Orlando Police (@OrlandoPolice) September 23, 2019
Bandaríkin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna