iPhone sem féll úr flugvél yfir Skaftárdal fannst í ágætu ástandi ári síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 15:01 Haukur við flugvél sína TF ULF. Myndin var einmitt tekin með iPhone 6S símanum nokkrum dögum áður en hann glataðist í fyrra. Haukur Snorrason Haukur Snorrason flugmaður var á flugi í vél sinni TF ULF yfir Skaftárdal í ágúst í fyrra þegar hann missti síma sinn út úr flugvélinni. Í gær hringdi svo síminn sem hann keypti í stað þess sem glataðist. Göngufólk hafði fundið símann og það sem meira er - hann virðist í fínu ástandi. Haukur segist í samtali við Vísi hafa verið á flugi yfir Skaftárdalnum til að virða fyrir sér hlaupið sem orðið hafði í Skaftá. „Ég var búinn að vera að taka nokkur vídeó út um lítinn gluggann á vélinni, var að gera þetta í fyrsta skipti,“ segir Haukur sem rekur fyrirtækið Icelandic Photo tours. „Svo fer ég í beygju, færist nær loftstraumnum og hann fýkur úr höndinni minni um leið,“ segir Haukur um aðdraganda þess að síminn glataðist í fyrra. Haukur var að taka myndband þegar hann missti tak á símanum. Síminn hélt áfram að taka upp myndbandið í háloftunum og eftir að hann féll til jarðar eins og sjá má að neðan.Klippa: iPhone 6S fellur úr flugvélLeit skilaði engu Hann var þó ekki tilbúinn að gefa upp alla von enda kom á daginn að síminn hringdi hvar sem hann var niðurkominn. „Svo það hlaut að vera í lagi með hann.“ Haukur er kunnugur staðháttum og hringdi í fólk á svæðinu sem gerði leit að símanum, án árangurs. „Ég gleymdi þessu svo bara og keypti mér annan síma.“ Leið svo ár.Ekki daglegt brauð Haukur segir að Íslendingar hafi verið á svæðinu um miðjan september en réttardagur var einmitt 14. september. Þá fari fólk í göngu á þetta svæði og gangi hreinlega fram á símann. Þau skellu honum í hleðslu og við blasti: „Haukur's iphone“. Fólkið minntist þá þess þegar Haukur hafði ári fyrr lýst eftir síma sínum. Þeim hafði ekki dottið í hug að síminn væri hans heldur reiknuðu þau með að einhver hlyti nýlega að hafa misst símann í mosann. Haukur þakkar mosanum annars vegar fyrir gott ástand símans nú ári síðar, eftir allan snjóinn og rigninguna sem hefur dunið á símanum. „Svo er hann með ljótri plasthlíf, það er hliðin sem snýr upp.“ Haukur getur farið á netið, sent tölvupósta, tekið myndir en enn sem komið er heyrist ekki í honum þegar hann hringir í fólk. Þó næst samband og ekki útilokað að hægt sé að leysa það vandamál. Hann hlær að þessu öllu saman. „Það er ekki oft sem maður missir símann út úr flugvél og finnur hann aftur,“ segir Haukur og skellir upp úr. Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Haukur Snorrason flugmaður var á flugi í vél sinni TF ULF yfir Skaftárdal í ágúst í fyrra þegar hann missti síma sinn út úr flugvélinni. Í gær hringdi svo síminn sem hann keypti í stað þess sem glataðist. Göngufólk hafði fundið símann og það sem meira er - hann virðist í fínu ástandi. Haukur segist í samtali við Vísi hafa verið á flugi yfir Skaftárdalnum til að virða fyrir sér hlaupið sem orðið hafði í Skaftá. „Ég var búinn að vera að taka nokkur vídeó út um lítinn gluggann á vélinni, var að gera þetta í fyrsta skipti,“ segir Haukur sem rekur fyrirtækið Icelandic Photo tours. „Svo fer ég í beygju, færist nær loftstraumnum og hann fýkur úr höndinni minni um leið,“ segir Haukur um aðdraganda þess að síminn glataðist í fyrra. Haukur var að taka myndband þegar hann missti tak á símanum. Síminn hélt áfram að taka upp myndbandið í háloftunum og eftir að hann féll til jarðar eins og sjá má að neðan.Klippa: iPhone 6S fellur úr flugvélLeit skilaði engu Hann var þó ekki tilbúinn að gefa upp alla von enda kom á daginn að síminn hringdi hvar sem hann var niðurkominn. „Svo það hlaut að vera í lagi með hann.“ Haukur er kunnugur staðháttum og hringdi í fólk á svæðinu sem gerði leit að símanum, án árangurs. „Ég gleymdi þessu svo bara og keypti mér annan síma.“ Leið svo ár.Ekki daglegt brauð Haukur segir að Íslendingar hafi verið á svæðinu um miðjan september en réttardagur var einmitt 14. september. Þá fari fólk í göngu á þetta svæði og gangi hreinlega fram á símann. Þau skellu honum í hleðslu og við blasti: „Haukur's iphone“. Fólkið minntist þá þess þegar Haukur hafði ári fyrr lýst eftir síma sínum. Þeim hafði ekki dottið í hug að síminn væri hans heldur reiknuðu þau með að einhver hlyti nýlega að hafa misst símann í mosann. Haukur þakkar mosanum annars vegar fyrir gott ástand símans nú ári síðar, eftir allan snjóinn og rigninguna sem hefur dunið á símanum. „Svo er hann með ljótri plasthlíf, það er hliðin sem snýr upp.“ Haukur getur farið á netið, sent tölvupósta, tekið myndir en enn sem komið er heyrist ekki í honum þegar hann hringir í fólk. Þó næst samband og ekki útilokað að hægt sé að leysa það vandamál. Hann hlær að þessu öllu saman. „Það er ekki oft sem maður missir símann út úr flugvél og finnur hann aftur,“ segir Haukur og skellir upp úr.
Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira