Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 20:03 Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra. Vísir/vilhelm Ríkislögmaður bauð afkomendum Sævars Ciesielski um 240 milljónir krónur í bætur í vor fyrir ranga sakfellingu í Geirfinnsmálinu. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. Sakborningarnir fimm, áðurnefndur Sævar auk Kristjáns Viðars Júlíussonar, Tryggva Rúnars Leifssonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, voru sýknaðir í málunum í Hæstarétti í fyrra.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Guðjón hefur einn sakborninganna stefnt ríkinu fyrir ólöglega frelsissviptingu í 1.792 daga og harðræði í löngu gæsluvarðhaldi. Hann krefst bóta upp á 1,3 milljarða króna. Í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að ríkislögmaður hefði boðið afkomendum Sævars um 240 milljónir króna í bætur, eins og áður segir. Þá hafi Kristjáni Viðari verið boðnar um 200 milljónir, afkomendum Tryggva Rúnars um 160 milljónir, Guðjóni 140 milljónir og Alberti 20 milljónir. Þá kemur jafnframt fram í frétt RÚV að tilboð af hálfu ríkisins í málinu hafi öll ýmist verið munnleg eða lögð fram á pappírum sem ekki mátti taka afrit af. Ekki hefur áður verið greint frá því hversu háar bætur hafa verið boðnar sakborningunum fimm og afkomendum þeirra. Þó er ljóst að samkomulag hefur ekki náðst á milli þeirra og sérstakrar sáttanefndar sem skipuð var af forsætisráðherra. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að bilið hefði verið of mikið til að semja. Upphæðirnar sem ríkið bauð hafi ekki verið í samræmi við dómafordæmi og þá fylgi ríkið ekki „reglum hins siðaða samfélags“ í málinu. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Sjá meira
Ríkislögmaður bauð afkomendum Sævars Ciesielski um 240 milljónir krónur í bætur í vor fyrir ranga sakfellingu í Geirfinnsmálinu. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. Sakborningarnir fimm, áðurnefndur Sævar auk Kristjáns Viðars Júlíussonar, Tryggva Rúnars Leifssonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, voru sýknaðir í málunum í Hæstarétti í fyrra.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Guðjón hefur einn sakborninganna stefnt ríkinu fyrir ólöglega frelsissviptingu í 1.792 daga og harðræði í löngu gæsluvarðhaldi. Hann krefst bóta upp á 1,3 milljarða króna. Í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að ríkislögmaður hefði boðið afkomendum Sævars um 240 milljónir króna í bætur, eins og áður segir. Þá hafi Kristjáni Viðari verið boðnar um 200 milljónir, afkomendum Tryggva Rúnars um 160 milljónir, Guðjóni 140 milljónir og Alberti 20 milljónir. Þá kemur jafnframt fram í frétt RÚV að tilboð af hálfu ríkisins í málinu hafi öll ýmist verið munnleg eða lögð fram á pappírum sem ekki mátti taka afrit af. Ekki hefur áður verið greint frá því hversu háar bætur hafa verið boðnar sakborningunum fimm og afkomendum þeirra. Þó er ljóst að samkomulag hefur ekki náðst á milli þeirra og sérstakrar sáttanefndar sem skipuð var af forsætisráðherra. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að bilið hefði verið of mikið til að semja. Upphæðirnar sem ríkið bauð hafi ekki verið í samræmi við dómafordæmi og þá fylgi ríkið ekki „reglum hins siðaða samfélags“ í málinu.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14
Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum