Fleiri minkar og refir í borginni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. september 2019 06:00 Refir í náttúrunni. VÍSIR/VILHELM Óvenjumikið hefur verið um mink og ref á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri Meindýravarna Reykjavíkur, segir að 140 minkar hafi veiðst á þessu ári en vanalega séu þeir um 80. Þeir haldi sig mestmegnis við sjóinn og ár. „Refurinn er sífellt að venjast fólki og umferð og er rólegri,“ segir Guðmundur . „Hann sést töluvert í efri byggðum, Grafarholti, Úlfarsfelli og hefur sést við Korputorg. Það er óhjákvæmilegt að þetta komi upp þegar við færum okkur nær þeirra umhverfi.“ Bendir hann á að erlendis sjáist refir í stórborgum. Guðmundur segir minkinn drepa allt sem hann ráði við, fugla og fiska, en haldi sig frá fólki. Hafa sumir verið hræddir um að minkurinn klifri upp í barnavagna en Guðmundur segir engin dæmi um þannig slys. „Minkurinn fer ekki ofan í vagna til að veiða fólk. En ég skil vel að fólk vilji ekki hafa svona dýr nálægt sér,“ segir hann. Fátítt er að minkar fari inn í híbýli manna en það kemur þó fyrir. „Minkurinn hefur hefur hins vegar sótt í ruslakompur við hús sem standa nálægt sjónum.“ Guðmundur segir lítið hægt að gera til að verjast þessum dýrum. Minkinn sé þó hægt að veiða með löglegum gildrum og refurinn sé skotinn. „Við ráðleggjum fólki að hringja í meindýravarnir og tilkynna,“ segir hann og bendir á að þessi dýr geta bitið sé þeim ógnað. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Óvenjumikið hefur verið um mink og ref á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri Meindýravarna Reykjavíkur, segir að 140 minkar hafi veiðst á þessu ári en vanalega séu þeir um 80. Þeir haldi sig mestmegnis við sjóinn og ár. „Refurinn er sífellt að venjast fólki og umferð og er rólegri,“ segir Guðmundur . „Hann sést töluvert í efri byggðum, Grafarholti, Úlfarsfelli og hefur sést við Korputorg. Það er óhjákvæmilegt að þetta komi upp þegar við færum okkur nær þeirra umhverfi.“ Bendir hann á að erlendis sjáist refir í stórborgum. Guðmundur segir minkinn drepa allt sem hann ráði við, fugla og fiska, en haldi sig frá fólki. Hafa sumir verið hræddir um að minkurinn klifri upp í barnavagna en Guðmundur segir engin dæmi um þannig slys. „Minkurinn fer ekki ofan í vagna til að veiða fólk. En ég skil vel að fólk vilji ekki hafa svona dýr nálægt sér,“ segir hann. Fátítt er að minkar fari inn í híbýli manna en það kemur þó fyrir. „Minkurinn hefur hefur hins vegar sótt í ruslakompur við hús sem standa nálægt sjónum.“ Guðmundur segir lítið hægt að gera til að verjast þessum dýrum. Minkinn sé þó hægt að veiða með löglegum gildrum og refurinn sé skotinn. „Við ráðleggjum fólki að hringja í meindýravarnir og tilkynna,“ segir hann og bendir á að þessi dýr geta bitið sé þeim ógnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira