Fleiri nemar flytji inn í íbúðir fyrir aldraða Björn Þorfinnsson skrifar 26. september 2019 06:00 Andrea Ósk var ánægð með þátttöku sína í verkefninu. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurborg ráðgerir að halda áfram með tilraunaverkefni sem snerist um búsetu háskólanema í þjónustuíbúðum aldraðra. Tveir nemar fengu slíkar íbúðir úthlutaðar á síðasta ári og í nýrri skýrslu um verkefnið kemur fram að reynslan af verkefninu hafi verið góð. Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborg í ágústlok var samþykkt tillaga um að háskólanemar myndu leigja þjónustuíbúð í fimm þjónustukjörnum fyrir aldraða og starfa við félagslega umönnun og virkni á staðnum. Frá og með haustinu 2019 muni einn nemi dvelja á hverjum stað en síðan verði bætt við tveimur á ári næstu tvö ár. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, nemi í tómstundafræði, var annar þeirra nemenda sem tóku þátt í verkefninu. Hún segir að upplifun hennar af því hafi verið jákvæð þó að vissulega hafi áskoranirnar verið margar. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Verkefnið reyndi stundum á en er þó eitthvað sem ég sé alls ekki eftir að hafa prófað,“ segir Andrea. Verkefni Andreu var að skipuleggja margs konar viðburði á þjónustuheimilinu og veita íbúum félagslegan stuðning. „Ég fór í göngutúra með sumum íbúum en spjallaði síðan við aðra um daginn og veginn. Þá reyndi ég að örva félagslífið á staðnum með því að skipuleggja meðal annars bingó, ljóðakvöld og bjórsmökkun. Það skapaðist mikil stemning þar,“ segir Andrea kímin. Að hennar mati hafi verkefnið sannarlega brúað bil milli kynslóða. Augu hennar hafi opnast fyrir alls konar áskorunum eldri borgara og að sama skapi hafi hún eflaust opnað einhver augu og aukið víðsýni íbúa. „Ég eignaðist kærustu á þessu tímabili og hún gisti stundum hjá mér og öfugt. Það héldu margir íbúar að þetta væri systir mín og heyrði maður stundum að það væri pískrað á göngunum. En ég var bara opin með þetta og þá var þetta ekkert mál,“ segir Andrea. Eins og í öllum nýsköpunarverkefnum hafi þó ýmislegt mátt bæta og það verði eflaust gert í næstu skrefum. „Það reyndi á að vera bara ein að reyna að fá hugmyndir að viðburðum og skipuleggja þá. Það hefði verið gott að hafa félagsskap og stuðning annars nema. Þá var ég ekki í neinu sambandi við hinn þátttakandann en það hefði eflaust hjálpað okkur báðum,“ segir Andrea. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Sjá meira
Reykjavíkurborg ráðgerir að halda áfram með tilraunaverkefni sem snerist um búsetu háskólanema í þjónustuíbúðum aldraðra. Tveir nemar fengu slíkar íbúðir úthlutaðar á síðasta ári og í nýrri skýrslu um verkefnið kemur fram að reynslan af verkefninu hafi verið góð. Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborg í ágústlok var samþykkt tillaga um að háskólanemar myndu leigja þjónustuíbúð í fimm þjónustukjörnum fyrir aldraða og starfa við félagslega umönnun og virkni á staðnum. Frá og með haustinu 2019 muni einn nemi dvelja á hverjum stað en síðan verði bætt við tveimur á ári næstu tvö ár. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, nemi í tómstundafræði, var annar þeirra nemenda sem tóku þátt í verkefninu. Hún segir að upplifun hennar af því hafi verið jákvæð þó að vissulega hafi áskoranirnar verið margar. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Verkefnið reyndi stundum á en er þó eitthvað sem ég sé alls ekki eftir að hafa prófað,“ segir Andrea. Verkefni Andreu var að skipuleggja margs konar viðburði á þjónustuheimilinu og veita íbúum félagslegan stuðning. „Ég fór í göngutúra með sumum íbúum en spjallaði síðan við aðra um daginn og veginn. Þá reyndi ég að örva félagslífið á staðnum með því að skipuleggja meðal annars bingó, ljóðakvöld og bjórsmökkun. Það skapaðist mikil stemning þar,“ segir Andrea kímin. Að hennar mati hafi verkefnið sannarlega brúað bil milli kynslóða. Augu hennar hafi opnast fyrir alls konar áskorunum eldri borgara og að sama skapi hafi hún eflaust opnað einhver augu og aukið víðsýni íbúa. „Ég eignaðist kærustu á þessu tímabili og hún gisti stundum hjá mér og öfugt. Það héldu margir íbúar að þetta væri systir mín og heyrði maður stundum að það væri pískrað á göngunum. En ég var bara opin með þetta og þá var þetta ekkert mál,“ segir Andrea. Eins og í öllum nýsköpunarverkefnum hafi þó ýmislegt mátt bæta og það verði eflaust gert í næstu skrefum. „Það reyndi á að vera bara ein að reyna að fá hugmyndir að viðburðum og skipuleggja þá. Það hefði verið gott að hafa félagsskap og stuðning annars nema. Þá var ég ekki í neinu sambandi við hinn þátttakandann en það hefði eflaust hjálpað okkur báðum,“ segir Andrea.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Sjá meira
Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30