Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. september 2019 11:37 Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja Vísir/GVA „Þetta er langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan árið 2008,“ segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, í samtali við fréttastofu. „Fæstar uppsagnir hingað til hafa fallið undir það sem við teljum að hefði átt að falla undir lög um hópuppsagnir. Sem segir að ef 30 starfsmönnum eða fleiri, í fyrirtæki sem er með 300 manns eða fleiri, er sagt upp fer í gang ákveðið ferli varðandi upplýsingagjöf til starfsmanna.“ Friðbert segir að það ferli hafi bara alls ekkert farið í gang að þessu sinni hjá Arion banka. „Þeir bera því við að þeir hafi ekki getað uppfyllt þau lög af því að lög um fyrirtæki á markaði, eða skráðum fyrirtækjum í Kauphöll, þeim sé þá ekki mögulegt að upplýsa einn aðila umfram annan. Samkvæmt lögum um skráningu í Kauphöll þá ber að upplýsa alla á sama tíma. Þarna er fyrir okkur bara algjörlega nýr veruleiki.“ Að hans mati þarf að skoða þessi mál vel. Það sé ekki í lagi að tilkynnt sé um svo stóra uppsögn áður en búið er að ræða við starfsfólk fyrirtækisins. „Ekki bara við heldur stéttarfélög almennt á almennum vinnumarkaði og löggjafinn þarf náttúrulega að skoða þetta ef að lögin um fyrirtæki í Kauphöllinni koma í veg fyrir samvinnu við starfsmenn sína þegar svona ósköp ganga yfir. Ef að þau hamla því eða banna þá þarf að skoða það mjög vel og við munum að sjálfsögðu fara í það.“Um hundrað manns missa vinnuna hjá Arion banka í dag vegna skipulagsbreytinga.fréttablaðið/ernirBjóst ekki við þessum ósköpum Tilkynnt var um skipulagsbreytingarnar snemma í morgun áður en rætt hafði verið við þá starfsmenn sem missa vinnuna. Samtölin eru nú í gangi og er starfsfólk kallað inn eitt í einu. „Þetta er náttúrulega aðalega bara skelfilegur dagur fyrir þá sem eru að lenda í þessu. Þarna er fólk að missa lífsviðurværi sitt og margir búnir að starfa mjög lengi. Það þarf náttúrulega að ræða við hvern og einn og starfmennirnir hafa allir með sér trúnaðarmann stéttarfélagsins. Þetta tekur tíma og þessu verður ekki lokið fyrr en einhvern tímann eftir hádegi.“ Enginn af þeim starfsmönnum sem hefur nú þegar verið sagt upp í morgun hefur haft samband við SSF en Friðbert gerir ráð fyrir að það gerist fljótlega. „Fólk fær sjokk við svona fréttir, þó að það hafi legið yfir einhverjar fréttir þá fær hver og einn sjokk. Síðan hafa þau samband í framhaldinu.“ SSF fékk ekki að vita um uppsagnirnar með fyrirvara eins og áður hefur verið gert. „Ég átti ekki von á því þegar þessar fréttir fóru að leka út, einhver hlýtur að hafa lekið úr Arion banka til Mannlífs fyrir helgi, því að talan sem Mannlíf er með er ansi nálægt því sem er raunin. Þetta er búið að liggja eins og mara yfir öllum starfsmönnum bankans en bankinn sjálfur bar þetta til baka um helgina í samtölum við fjölmiðla þannig að sjálfsögðu bjóst ég ekki við þessum ósköpum.“Um 80 prósent þeirra sem sagt var upp í dag störfuðu í höfuðstöðvum bankans.FBL/STEFÁNStéttarfélagið mun aðstoða starfsmennina með næstu skref og fara yfir hvernig staðið var að hverri uppsögn. „Í samvinnu við okkur hjá stéttarfélaginu þá er farið vel yfir þær uppsagnir sem fólkið fær, eða starfslokasamninga og hvernig er staðið að málum og að allt sé rétt gert. Það er eiginlega það eina sem er, því að allir þeir sem fá uppsagnarbréf eða skrifa undir starfslok munu hætta samstundis. Það er allavega staðfestingin sem ég fæ og það er vaninn í fjármálafyrirtækjum almennt. Ef að fólk lendir í þessum ósköpum þá er það yfirleitt þannig að það þarf að yfirgefa vinnustaðinn strax.“Nauðsynlegt að endurskoða löggjöf Eins og kom fram á Vísi í morgun verður að minnsta kosti einum mánuði bætt við lögbundinn uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna hjá Arion banka í dag. „Það er meðal annars gert vegna þess að lögin um hópuppsagnir kveða á um upplýsingagjöf með 30 daga fyrirvara. Þeir telja sig að með því að bæta því við, þessum eina mánuði, þá séu þeir að uppfylla lögin. Það eru ýmsar leiðir til að fara fram hjá ákvæðum laga ef menn vilja fara þá leið.“ Friðbert segir að þetta er eitthvað sem stéttarfélagið muni skoða í samvinnu við sína lögmenn. „Lögin um hópuppsagnir byggja á Evrópusambandssamþykkt og hafa ekki verið almennilega verið uppfærð í nokkur ár hér á Íslandi. Nú er kominn alveg nýr veruleiki varðandi fyrirtæki sem eru skráð á markaði og eins og ég sagði áðan, mega ekki upplýsa nema að upplýsa alla á sama tíma. Þetta er eitthvað sem vinnumarkaðurinn í heild sinni þarf að skoða, þá er ég að tala um stéttarfélögin. Það þarf náttúrulega að breyta þessu ef að einhver önnur lög yfirtaka þessi lög, þá eru þessi lög tilgangslaus, lögin um hópuppsagnir. “ Samkvæmt heimildum Vísis eru margir starfsmenn í sárum og hugga hvort annað. „Ég hef heyrt að það sé skelfilegt ástand og það er búið að vera þannig síðustu daga. Miðað við fréttirnar síðan fyrir helgi sem að þeir hafa ekki viljað staðfesta þá er ástandið bara skelfilegt. Það segir sig sjálft að vinnuandi og annað er í molum því þetta hefur ofboðsleg áhrif, líka á þá sem eftir sitja. Þó að þeir haldi starfinu þá eru þeir að missa vini og samstarfsfélaga til fjölda ára,“ segir Friðbert. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
„Þetta er langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan árið 2008,“ segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, í samtali við fréttastofu. „Fæstar uppsagnir hingað til hafa fallið undir það sem við teljum að hefði átt að falla undir lög um hópuppsagnir. Sem segir að ef 30 starfsmönnum eða fleiri, í fyrirtæki sem er með 300 manns eða fleiri, er sagt upp fer í gang ákveðið ferli varðandi upplýsingagjöf til starfsmanna.“ Friðbert segir að það ferli hafi bara alls ekkert farið í gang að þessu sinni hjá Arion banka. „Þeir bera því við að þeir hafi ekki getað uppfyllt þau lög af því að lög um fyrirtæki á markaði, eða skráðum fyrirtækjum í Kauphöll, þeim sé þá ekki mögulegt að upplýsa einn aðila umfram annan. Samkvæmt lögum um skráningu í Kauphöll þá ber að upplýsa alla á sama tíma. Þarna er fyrir okkur bara algjörlega nýr veruleiki.“ Að hans mati þarf að skoða þessi mál vel. Það sé ekki í lagi að tilkynnt sé um svo stóra uppsögn áður en búið er að ræða við starfsfólk fyrirtækisins. „Ekki bara við heldur stéttarfélög almennt á almennum vinnumarkaði og löggjafinn þarf náttúrulega að skoða þetta ef að lögin um fyrirtæki í Kauphöllinni koma í veg fyrir samvinnu við starfsmenn sína þegar svona ósköp ganga yfir. Ef að þau hamla því eða banna þá þarf að skoða það mjög vel og við munum að sjálfsögðu fara í það.“Um hundrað manns missa vinnuna hjá Arion banka í dag vegna skipulagsbreytinga.fréttablaðið/ernirBjóst ekki við þessum ósköpum Tilkynnt var um skipulagsbreytingarnar snemma í morgun áður en rætt hafði verið við þá starfsmenn sem missa vinnuna. Samtölin eru nú í gangi og er starfsfólk kallað inn eitt í einu. „Þetta er náttúrulega aðalega bara skelfilegur dagur fyrir þá sem eru að lenda í þessu. Þarna er fólk að missa lífsviðurværi sitt og margir búnir að starfa mjög lengi. Það þarf náttúrulega að ræða við hvern og einn og starfmennirnir hafa allir með sér trúnaðarmann stéttarfélagsins. Þetta tekur tíma og þessu verður ekki lokið fyrr en einhvern tímann eftir hádegi.“ Enginn af þeim starfsmönnum sem hefur nú þegar verið sagt upp í morgun hefur haft samband við SSF en Friðbert gerir ráð fyrir að það gerist fljótlega. „Fólk fær sjokk við svona fréttir, þó að það hafi legið yfir einhverjar fréttir þá fær hver og einn sjokk. Síðan hafa þau samband í framhaldinu.“ SSF fékk ekki að vita um uppsagnirnar með fyrirvara eins og áður hefur verið gert. „Ég átti ekki von á því þegar þessar fréttir fóru að leka út, einhver hlýtur að hafa lekið úr Arion banka til Mannlífs fyrir helgi, því að talan sem Mannlíf er með er ansi nálægt því sem er raunin. Þetta er búið að liggja eins og mara yfir öllum starfsmönnum bankans en bankinn sjálfur bar þetta til baka um helgina í samtölum við fjölmiðla þannig að sjálfsögðu bjóst ég ekki við þessum ósköpum.“Um 80 prósent þeirra sem sagt var upp í dag störfuðu í höfuðstöðvum bankans.FBL/STEFÁNStéttarfélagið mun aðstoða starfsmennina með næstu skref og fara yfir hvernig staðið var að hverri uppsögn. „Í samvinnu við okkur hjá stéttarfélaginu þá er farið vel yfir þær uppsagnir sem fólkið fær, eða starfslokasamninga og hvernig er staðið að málum og að allt sé rétt gert. Það er eiginlega það eina sem er, því að allir þeir sem fá uppsagnarbréf eða skrifa undir starfslok munu hætta samstundis. Það er allavega staðfestingin sem ég fæ og það er vaninn í fjármálafyrirtækjum almennt. Ef að fólk lendir í þessum ósköpum þá er það yfirleitt þannig að það þarf að yfirgefa vinnustaðinn strax.“Nauðsynlegt að endurskoða löggjöf Eins og kom fram á Vísi í morgun verður að minnsta kosti einum mánuði bætt við lögbundinn uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna hjá Arion banka í dag. „Það er meðal annars gert vegna þess að lögin um hópuppsagnir kveða á um upplýsingagjöf með 30 daga fyrirvara. Þeir telja sig að með því að bæta því við, þessum eina mánuði, þá séu þeir að uppfylla lögin. Það eru ýmsar leiðir til að fara fram hjá ákvæðum laga ef menn vilja fara þá leið.“ Friðbert segir að þetta er eitthvað sem stéttarfélagið muni skoða í samvinnu við sína lögmenn. „Lögin um hópuppsagnir byggja á Evrópusambandssamþykkt og hafa ekki verið almennilega verið uppfærð í nokkur ár hér á Íslandi. Nú er kominn alveg nýr veruleiki varðandi fyrirtæki sem eru skráð á markaði og eins og ég sagði áðan, mega ekki upplýsa nema að upplýsa alla á sama tíma. Þetta er eitthvað sem vinnumarkaðurinn í heild sinni þarf að skoða, þá er ég að tala um stéttarfélögin. Það þarf náttúrulega að breyta þessu ef að einhver önnur lög yfirtaka þessi lög, þá eru þessi lög tilgangslaus, lögin um hópuppsagnir. “ Samkvæmt heimildum Vísis eru margir starfsmenn í sárum og hugga hvort annað. „Ég hef heyrt að það sé skelfilegt ástand og það er búið að vera þannig síðustu daga. Miðað við fréttirnar síðan fyrir helgi sem að þeir hafa ekki viljað staðfesta þá er ástandið bara skelfilegt. Það segir sig sjálft að vinnuandi og annað er í molum því þetta hefur ofboðsleg áhrif, líka á þá sem eftir sitja. Þó að þeir haldi starfinu þá eru þeir að missa vini og samstarfsfélaga til fjölda ára,“ segir Friðbert.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07