Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2019 16:00 Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Egill Lögmaður Atla Rafns Sigurðarsonar leikara sakaði Kristínu Eysteinsdóttur borgarleikhússtjóra um að hafa tekið ákvörðun um að fylgja engum gildandi reglum þegar honum var sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni og ofbeldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Verjandi Kristínar og Leikfélags Reykjavíkur, taldi á móti fráleitt að telja að Atli Rafn hafi fengið vernd fyrir uppsögn við það að vera sakaður um áreitni. Deilt var um hvort leikhússtjórinn og Leikfélag Reykjavíkur hefði farið að reglum þegar mál Atla Rafns gegn þeim vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Atli Rafn krefst þrettán milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna uppsagnarinnar en hann fullyrðir að hann hafi orðið fyrir margvíslegu tjóni vegna uppsagnarinnar og ásakananna. Atli Rafn var rekinn í desember árið 2017, tveimur vikum fyrir stóra frumsýningu þar sem hann átti að fara með hlutverk, eftir að Kristínu leikhússtjóra bárust sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis af hálfu Atla Rafns. Eitt þeirra atvika á að hafa gerst í Borgarleikhúsinu eftir að hann kom þangað á ársláni frá Þjóðleikhúsinu við upphaf leikársins 2017 til 2018. Síðan þá hefur Atli Rafn mótmælt því harðlega að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hver setti ásakanirnar fram, hve margar þær voru eða nánari lýsingu á atvikunum. Atli Rafn hafnar því að hafa brotið á nokkrum og að meðferð leikhússins á málinu hafi gert honum ókleift að svara fyrir ásakanirnar. Kristín hefur borið við trúnaði við þá einstaklinga sem tilkynntu atvikin. Ákvörðun hafi verið tekin um að segja Atla Rafni upp í ljósi fjölda ásakananna, eðlis þeirra og alvarleika.Mannorði Atla Rafns „kálað“ Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, fullyrti að reglum hefði ekki verið fylgt þegar hann var rekinn. Hann hafi verið skilinn eftir í þoku þar sem hann sé enn. Atli Rafn sér stórlega laskaður maður eftir það sem Einar Þór kallaði „aðför“ að honum. Alþjóð hafi verið látin vita af því að Atli Rafn væri „kynferðisbrotamaður eða eitthvað í líkingu við það“ án rannsóknar eða farið hafi verið að reglum. „Það er búið að kála mannorði stefnanda,“ sagði lögmaðurinn. Atli Rafn hafi verið sviptur grundvallarréttindum. Hann hafi ekki fengið að vita neitt um ásakanirnar til að hann gæti komið að sínum sjónarmiðum.Atli Rafn neitaði því í morgun að hafa brotið á nokkurri manneskju. Hann sagðist ekki geta svarað því hvort upplifun hans af atvikum væri önnur en þeirra sem kvörtuðu þar sem hann vissi ekki hver þau væru.Vísir/EgillSakaði hann Kristínu og leikfélagið um að hafa byggt á sjónarmiðum um að réttur þess sem kvartar sé 100% en þess sem er kvartað undan sé 0%. Setti lögmaðurinn uppsögnina í samhengi við að maður væri sviptur ærunni vegna sagna sem sagðar væru í leyni og sveipaðar leyndarhjúpi. Vegið væri að honum úr launsátri og líf hans og hans nánustu eyðilagt í skjóli nafnleyndar. Vísaði Einar Þór til þess að Kristín hefði áður en mál Atla Rafns kom upp lýst stuðningi við konur sem greindu frá sögum um áreitni eða ofbeldi þegar Metoo-byltingin svonefnda hóf innreið sína á Íslandi haustið 2017. Þannig hefði Kristín verið búin að ákveða fyrir fram að hún ætlaði að standa með öðrum aðilanum í slíkum málum og að henni væri „skítsama“ um hinn. Hún hefði ákveðið fyrir fram að fylgja engum gildandi reglum. Atli Rafn telji að hefði Kristín farið eftir þeim reglum sem þeir telja hafa gilt um slík mál hefði komið í ljós að ásakanirnar væru rangar og að hann hefði ekki brotið gegn neinum. Fullyrti lögmaðurinn að Atli Rafn hefði þjást að kvíðaröskun og áfallastreitu eftir uppsögnina, meðal annars vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málið.Bar ekki skylda til að halda að sér höndum Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður leikhússtjóra og Leikfélags Reykjavíkur, vísaði því á bug að þegar ásakanir komu fram gegn Atla Rafni hafi hann öðlast einhvers konar vernd gegn uppsögn sem hann hafi að öðru leyti ekki notið sem starfsmaður á almennum vinnumarkaði. Ekki hafi verið brotið á réttindum Atla Rafns með neinum hætti þegar honum var sagt upp. Stígandi hafi verið í ásökunum á hendur Atla Rafni í desember 2017. Í fyrstu hafi Kristín hugað að starfsmannasamtali frekar en uppsögn en fleiri tilkynningar hafi haldið áfram að berast, fimm kvartanir um fjögur ólík tilvik um áreitni og óviðeigandi kynferðislega hegðun hafi borist á tveggja vikna tímabili. Ásakanirnar hafi ekki verið nafnlausar eins og Atli Rafn hafi haldið fram á tímabili. Einstaklingarnar sem kvörtuðu undan honum hafi rætt beint við Kristínu og trúnaðarmenn jafnvel þó að Atla Rafni hafi ekki verið kunnugt um nöfn þeirra. Ekkert hafi verið óeðlilegt við að leikhúsið héldi trúnaði við þá sem kvörtuðu undan Atla Rafni. Þeim sem kvörtuðu beri engin skylda til að mæta meintum geranda og vinnuveitendum sé ekki bannað að bregðast við aðstæðum ef meintir brotaþolar eru ekki tilbúnir að opinbera sig. Eðlilegt sé að yfirmenn með mannaforráða á vinnumarkaði taki mið af tilkynningum starfsmanna um vanlíðan á vinnustað.Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.Vísir/EgillSökuðu Atla Rafn aldrei um neitt saknæmt Hélt Sigurður Örn því ennfremur fram að í uppsögninni hafi ekki falist nein afstaða leikhússins til réttmæti ásakanna enda væri það ekki leikhússins að rannsaka sakamál. Atla Rafni hafi verið greint frá því þegar á fyrsta fundinum þar sem honum var tilkynnt um uppsögnina. Borgarleikhúsið hafi heldur aldrei sakað Atla Rafn um nokkuð saknæmt eða vegið að persónu hans eða æru. Það hafi ekkert tjáð sig um málið fyrir utan að leiðrétta fullyrðingar hans um að ásakanirnar væru nafnlausar. Spurði lögmaðurinn hvort að Borgarleikhúsinu hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanirnar komu fram. „Hvað í ósköpunum átti leikhúsið að gera við þessar ásakanir?“ spurði Sigurður Örn sem útilokaði að það hefði getað sleppt því að aðhafast eða gripið til annarra úrræða eins og að senda Atla Rafn eða ásakendur hans í leyfi á meðan málið væri rannsakað. Varðandi fjölmiðlaumfjöllun sem eigi að hafa valdið Atla Rafni miska benti Sigurður Örn á að hann hefði sjálfur viðhaldið umræðu um málið. Eftir að honum var fyrst tilkynnt um ásakanirnar á hendur honum hafi hann látið fjölda fólks vita af þeim. Skömmu áður en meðferð þessa máls hófst hafi fréttir birst upp úr stefnu hans á hendur Kristínu og leikhúsinu. „Leikhúsið ber ekki ábyrgð á fréttaflutningi,“ sagði Sigurður Örn. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algeru myrkri um ásakanir Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson sagði að honum hefði verið haldið í algeru myrkri um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 26. september 2019 11:15 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Lögmaður Atla Rafns Sigurðarsonar leikara sakaði Kristínu Eysteinsdóttur borgarleikhússtjóra um að hafa tekið ákvörðun um að fylgja engum gildandi reglum þegar honum var sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni og ofbeldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Verjandi Kristínar og Leikfélags Reykjavíkur, taldi á móti fráleitt að telja að Atli Rafn hafi fengið vernd fyrir uppsögn við það að vera sakaður um áreitni. Deilt var um hvort leikhússtjórinn og Leikfélag Reykjavíkur hefði farið að reglum þegar mál Atla Rafns gegn þeim vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Atli Rafn krefst þrettán milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna uppsagnarinnar en hann fullyrðir að hann hafi orðið fyrir margvíslegu tjóni vegna uppsagnarinnar og ásakananna. Atli Rafn var rekinn í desember árið 2017, tveimur vikum fyrir stóra frumsýningu þar sem hann átti að fara með hlutverk, eftir að Kristínu leikhússtjóra bárust sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis af hálfu Atla Rafns. Eitt þeirra atvika á að hafa gerst í Borgarleikhúsinu eftir að hann kom þangað á ársláni frá Þjóðleikhúsinu við upphaf leikársins 2017 til 2018. Síðan þá hefur Atli Rafn mótmælt því harðlega að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hver setti ásakanirnar fram, hve margar þær voru eða nánari lýsingu á atvikunum. Atli Rafn hafnar því að hafa brotið á nokkrum og að meðferð leikhússins á málinu hafi gert honum ókleift að svara fyrir ásakanirnar. Kristín hefur borið við trúnaði við þá einstaklinga sem tilkynntu atvikin. Ákvörðun hafi verið tekin um að segja Atla Rafni upp í ljósi fjölda ásakananna, eðlis þeirra og alvarleika.Mannorði Atla Rafns „kálað“ Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, fullyrti að reglum hefði ekki verið fylgt þegar hann var rekinn. Hann hafi verið skilinn eftir í þoku þar sem hann sé enn. Atli Rafn sér stórlega laskaður maður eftir það sem Einar Þór kallaði „aðför“ að honum. Alþjóð hafi verið látin vita af því að Atli Rafn væri „kynferðisbrotamaður eða eitthvað í líkingu við það“ án rannsóknar eða farið hafi verið að reglum. „Það er búið að kála mannorði stefnanda,“ sagði lögmaðurinn. Atli Rafn hafi verið sviptur grundvallarréttindum. Hann hafi ekki fengið að vita neitt um ásakanirnar til að hann gæti komið að sínum sjónarmiðum.Atli Rafn neitaði því í morgun að hafa brotið á nokkurri manneskju. Hann sagðist ekki geta svarað því hvort upplifun hans af atvikum væri önnur en þeirra sem kvörtuðu þar sem hann vissi ekki hver þau væru.Vísir/EgillSakaði hann Kristínu og leikfélagið um að hafa byggt á sjónarmiðum um að réttur þess sem kvartar sé 100% en þess sem er kvartað undan sé 0%. Setti lögmaðurinn uppsögnina í samhengi við að maður væri sviptur ærunni vegna sagna sem sagðar væru í leyni og sveipaðar leyndarhjúpi. Vegið væri að honum úr launsátri og líf hans og hans nánustu eyðilagt í skjóli nafnleyndar. Vísaði Einar Þór til þess að Kristín hefði áður en mál Atla Rafns kom upp lýst stuðningi við konur sem greindu frá sögum um áreitni eða ofbeldi þegar Metoo-byltingin svonefnda hóf innreið sína á Íslandi haustið 2017. Þannig hefði Kristín verið búin að ákveða fyrir fram að hún ætlaði að standa með öðrum aðilanum í slíkum málum og að henni væri „skítsama“ um hinn. Hún hefði ákveðið fyrir fram að fylgja engum gildandi reglum. Atli Rafn telji að hefði Kristín farið eftir þeim reglum sem þeir telja hafa gilt um slík mál hefði komið í ljós að ásakanirnar væru rangar og að hann hefði ekki brotið gegn neinum. Fullyrti lögmaðurinn að Atli Rafn hefði þjást að kvíðaröskun og áfallastreitu eftir uppsögnina, meðal annars vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málið.Bar ekki skylda til að halda að sér höndum Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður leikhússtjóra og Leikfélags Reykjavíkur, vísaði því á bug að þegar ásakanir komu fram gegn Atla Rafni hafi hann öðlast einhvers konar vernd gegn uppsögn sem hann hafi að öðru leyti ekki notið sem starfsmaður á almennum vinnumarkaði. Ekki hafi verið brotið á réttindum Atla Rafns með neinum hætti þegar honum var sagt upp. Stígandi hafi verið í ásökunum á hendur Atla Rafni í desember 2017. Í fyrstu hafi Kristín hugað að starfsmannasamtali frekar en uppsögn en fleiri tilkynningar hafi haldið áfram að berast, fimm kvartanir um fjögur ólík tilvik um áreitni og óviðeigandi kynferðislega hegðun hafi borist á tveggja vikna tímabili. Ásakanirnar hafi ekki verið nafnlausar eins og Atli Rafn hafi haldið fram á tímabili. Einstaklingarnar sem kvörtuðu undan honum hafi rætt beint við Kristínu og trúnaðarmenn jafnvel þó að Atla Rafni hafi ekki verið kunnugt um nöfn þeirra. Ekkert hafi verið óeðlilegt við að leikhúsið héldi trúnaði við þá sem kvörtuðu undan Atla Rafni. Þeim sem kvörtuðu beri engin skylda til að mæta meintum geranda og vinnuveitendum sé ekki bannað að bregðast við aðstæðum ef meintir brotaþolar eru ekki tilbúnir að opinbera sig. Eðlilegt sé að yfirmenn með mannaforráða á vinnumarkaði taki mið af tilkynningum starfsmanna um vanlíðan á vinnustað.Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.Vísir/EgillSökuðu Atla Rafn aldrei um neitt saknæmt Hélt Sigurður Örn því ennfremur fram að í uppsögninni hafi ekki falist nein afstaða leikhússins til réttmæti ásakanna enda væri það ekki leikhússins að rannsaka sakamál. Atla Rafni hafi verið greint frá því þegar á fyrsta fundinum þar sem honum var tilkynnt um uppsögnina. Borgarleikhúsið hafi heldur aldrei sakað Atla Rafn um nokkuð saknæmt eða vegið að persónu hans eða æru. Það hafi ekkert tjáð sig um málið fyrir utan að leiðrétta fullyrðingar hans um að ásakanirnar væru nafnlausar. Spurði lögmaðurinn hvort að Borgarleikhúsinu hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanirnar komu fram. „Hvað í ósköpunum átti leikhúsið að gera við þessar ásakanir?“ spurði Sigurður Örn sem útilokaði að það hefði getað sleppt því að aðhafast eða gripið til annarra úrræða eins og að senda Atla Rafn eða ásakendur hans í leyfi á meðan málið væri rannsakað. Varðandi fjölmiðlaumfjöllun sem eigi að hafa valdið Atla Rafni miska benti Sigurður Örn á að hann hefði sjálfur viðhaldið umræðu um málið. Eftir að honum var fyrst tilkynnt um ásakanirnar á hendur honum hafi hann látið fjölda fólks vita af þeim. Skömmu áður en meðferð þessa máls hófst hafi fréttir birst upp úr stefnu hans á hendur Kristínu og leikhúsinu. „Leikhúsið ber ekki ábyrgð á fréttaflutningi,“ sagði Sigurður Örn.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algeru myrkri um ásakanir Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson sagði að honum hefði verið haldið í algeru myrkri um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 26. september 2019 11:15 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algeru myrkri um ásakanir Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson sagði að honum hefði verið haldið í algeru myrkri um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 26. september 2019 11:15
Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54