Tveggja ára vinna skilar stórbrotnum laugum Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2019 18:00 Pottarnir fengu nöfnin Hringur og Urð. Mynd/Ozzo Photography Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi farið fækkandi hér á landi virðist ferðaþjónustan í Húsafelli blómstra. Þar hefur verið stöðug aukning ferðamanna undanfarna mánuði og hefur mikil uppbygging átt sér stað þar. Nú er enn að bætast við ferðaþjónustuna með opnun Giljabaða. Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Giljabaða, segir það mikilvægt þeim á Húsafelli að tryggja að fjölbreytt og áhugaverð afþreying sé þar í boði. „Það var kærkomið þegar íshellirinn bættist þarna við og í kjölfarið kom hraunhellirinn Víðgelmir með mjög flotta uppbyggingu og er búin að vera uppbygging við Hraunfossa og við Kraumu við Deildártunguhver,“ segir Unnar í samtali við Vísi. „Það er búin að vera mikil uppbygging í gangi á svæðinu og menn eru hvergi bangnir við að halda áfram.“Boruðu níu holur eftir vatni Fyrr á árinu var lokið við þriðju fallaflsvirkjunina í Húsafelli, sem er sjálfbært varðandi orkuöflun. Með því verkefni var farið fram hjá Hringsgili þar sem í ljós kom að vatn kom úr kletti. Farið var í bora eftir vatninu og þurfti níu holur til að finna það.Mynd/Ozzo PhotographyÚr holunni komu fimm sekúndulítrar af 47 gráðu heitu vatni. Þá datt þeim í hug að fá hleðslumeistarann Unnstein Elíasson til að hlaða fyrsta pottinn en þeir eru í um 200 metra fjarlægð frá borholunum og þegar búið er að leiða vatnið í þá, með niðurgröfnum rörum, er vatnið 40 gráðu heitt. „Við ákváðum að halda í þetta sjálfbærnis-hugtak og nýttum bara steina sem voru úr gilinu sjálfu. Þegar búið var að hlaða fyrsta pottinn, sáum við fram á að það væri nægt vatn til að gera fleiri potta og héldum áfram. Þá fékk Unnsteinn til liðs við sig hann Arnar Bergþórsson, sem er úr fjölskyldunni, og hann hjálpaði honum að gera hina pottana, sem eru gerðir úr stóru grjóti.“ Pottarnir fengu svo nöfnin Hringur og Urð.Mikilvægt að spilla svæðinu sem minnst Þar sem svæðið er út í miðri náttúrunni var talið að þörf væri á einhvers konar skiptiaðstöðu og fékkst undanþága til að byggja slíka aðstöðu, með þeim fyrirvara að framkvæmdin væri afturkræf. Því var byggður kofi sem stendur á símastaurum. Unnar segir markmiðið hafa verið að láta umhverfið líta út fyrir að mannshöndin hafi komið lítið að svæðinu. Það sé eins náttúrulegt og hægt sé.Mynd/Ozzo PhotographyStefnt er á að opna Giljaböð um miðjan nóvember og verður eingöngu farið þangað í leiðsöguferðum og í mesta lagi með tuttugu manns í ferð. Unnar segir tvö ár síðan byrjað var að bora eftir vatninu og það hefur tekið eitt og hálft ár að hlaða pottana. „Það er mikil fjárfesting í áframhaldandi uppbyggingu innviða og afþreyingar á þessu svæði. Sem er mjög spennandi,“ segir Unnar. Samhliða opnun Giljabaða stendur til að opna nýja afþreyingarmiðstöð á Húsafelli. Það verður móttökustaður fyrir alla afþreyingu á svæðinu, böðin, gönguferðir og annað sem sé í boði á svæðinu.Mynd/Ozzo Photography Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi farið fækkandi hér á landi virðist ferðaþjónustan í Húsafelli blómstra. Þar hefur verið stöðug aukning ferðamanna undanfarna mánuði og hefur mikil uppbygging átt sér stað þar. Nú er enn að bætast við ferðaþjónustuna með opnun Giljabaða. Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Giljabaða, segir það mikilvægt þeim á Húsafelli að tryggja að fjölbreytt og áhugaverð afþreying sé þar í boði. „Það var kærkomið þegar íshellirinn bættist þarna við og í kjölfarið kom hraunhellirinn Víðgelmir með mjög flotta uppbyggingu og er búin að vera uppbygging við Hraunfossa og við Kraumu við Deildártunguhver,“ segir Unnar í samtali við Vísi. „Það er búin að vera mikil uppbygging í gangi á svæðinu og menn eru hvergi bangnir við að halda áfram.“Boruðu níu holur eftir vatni Fyrr á árinu var lokið við þriðju fallaflsvirkjunina í Húsafelli, sem er sjálfbært varðandi orkuöflun. Með því verkefni var farið fram hjá Hringsgili þar sem í ljós kom að vatn kom úr kletti. Farið var í bora eftir vatninu og þurfti níu holur til að finna það.Mynd/Ozzo PhotographyÚr holunni komu fimm sekúndulítrar af 47 gráðu heitu vatni. Þá datt þeim í hug að fá hleðslumeistarann Unnstein Elíasson til að hlaða fyrsta pottinn en þeir eru í um 200 metra fjarlægð frá borholunum og þegar búið er að leiða vatnið í þá, með niðurgröfnum rörum, er vatnið 40 gráðu heitt. „Við ákváðum að halda í þetta sjálfbærnis-hugtak og nýttum bara steina sem voru úr gilinu sjálfu. Þegar búið var að hlaða fyrsta pottinn, sáum við fram á að það væri nægt vatn til að gera fleiri potta og héldum áfram. Þá fékk Unnsteinn til liðs við sig hann Arnar Bergþórsson, sem er úr fjölskyldunni, og hann hjálpaði honum að gera hina pottana, sem eru gerðir úr stóru grjóti.“ Pottarnir fengu svo nöfnin Hringur og Urð.Mikilvægt að spilla svæðinu sem minnst Þar sem svæðið er út í miðri náttúrunni var talið að þörf væri á einhvers konar skiptiaðstöðu og fékkst undanþága til að byggja slíka aðstöðu, með þeim fyrirvara að framkvæmdin væri afturkræf. Því var byggður kofi sem stendur á símastaurum. Unnar segir markmiðið hafa verið að láta umhverfið líta út fyrir að mannshöndin hafi komið lítið að svæðinu. Það sé eins náttúrulegt og hægt sé.Mynd/Ozzo PhotographyStefnt er á að opna Giljaböð um miðjan nóvember og verður eingöngu farið þangað í leiðsöguferðum og í mesta lagi með tuttugu manns í ferð. Unnar segir tvö ár síðan byrjað var að bora eftir vatninu og það hefur tekið eitt og hálft ár að hlaða pottana. „Það er mikil fjárfesting í áframhaldandi uppbyggingu innviða og afþreyingar á þessu svæði. Sem er mjög spennandi,“ segir Unnar. Samhliða opnun Giljabaða stendur til að opna nýja afþreyingarmiðstöð á Húsafelli. Það verður móttökustaður fyrir alla afþreyingu á svæðinu, böðin, gönguferðir og annað sem sé í boði á svæðinu.Mynd/Ozzo Photography
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira