Meint fjársvik tæpir tveir milljarðar króna Björn Þorfinnsson skrifar 27. september 2019 07:15 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi United Silicon. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Meint fjársvik Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, nema um 1,8 milljarði króna samkvæmt þremur stefnum. Í nýrri stefnu þrotabús Sameinaðs silíkons hf. er Magnús sagður hafa svikið rúmlega 1,2 milljarð króna út úr fyrirtækinu. Það er til viðbótar tveimur fyrri stefnum á hendur Magnúsi þar sem hann er sakaður um að hafa svikið 600 milljónir króna. Í heildina eru meint fjársvik Magnúsar því um 1,8 milljarður króna. Geir Gestsson, lögmaður þrotabúsins, sagði ekki liggja fyrir hvort þrotabúið myndi höfða fleiri dómsmál á hendur Magnúsi. Þá eru hin meintu fjársvik Magnúsar enn í rannsókn hjá héraðssaksóknara. Nýjasta stefnan á hendur Magnúsi snýr að málefnum fyrirtækisins Stakksbrautar 9 sem Sameinað silíkon hf. yfirtók frá og með 1. september 2014. Tveimur vikum eftir yfirtökuna lét Magnús fyrirtækið borga reikning frá hollensku fyrirtæki, Silicon Mineral Ventures, upp á um 77 milljónir króna. Í stefnunni er reikningurinn sagður falsaður og að peningarnir hafi farið í uppgreiðslu á láni félags í eigu Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi hf., við Silicon Mineral Ventures. Þá er Magnús sakaður um að hafa látið Stakksbraut 9 greiða rúmlega einn milljarð króna inn á reikning hollenska fyrirtækisins Pyromet Engineering. Alls var um 26 greiðslur að ræða á tæplega tveggja ára tímabili, frá 23. október 2013 til 27. ágúst 2015. Hollenska fyrirtækið var stofnað skömmu fyrir fyrstu millifærsluna og slitið skömmu eftir þá seinustu. Skráður eigandi fyrirtækisins og stjórnarmaður var Joseph Dignam en í stefnunni kemur fram að hann er fyrrum sambýlismaður móður Magnúsar. Joseph þessi var einnig stjórnarmaður og skráður prókúruhafi Stakksbrautar 9. Tveimur vikum eftir að Dignam tók við stjórnunarstöðunni, í byrjun október 2013, framseldi hann völd sín í Stakksbraut 9 til Magnúsar. Í skýrslutöku yfir Magnús hélt hann því fram að Pyromet Engineering hefði verið verktakafyrirtæki, sem veitti sérfræðiþjónustu, meðal annars við hönnun á kísilmálmverksmiðjunni. Fram kemur að Magnús hafi þó hvorki getað bent á neina afurð af samstarfinu né útskýrt nákvæmlega í hverju meint vinna félagsins fólst fyrir Stakksbraut 9. Hann gat ekki heldur útskýrt hverjir starfsmenn félagsins væru eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutöku yfir áðurnefndum Joseph Dignam kom hann af fjöllum um tilvist félagsins. Í stefnunni kemur enn fremur fram að engin bókhaldsgögn fyrir Stakksbraut 9 finnist og er því haldið fram að Magnús hafi látið farga þeim. Þá kemur fram að Magnús fari huldu höfði til þess að forðast kröfuhafa sína. Hann fer þó fjarri því huldu höfði á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir myndir af ferðalögum sínum og kærustu sinnar, meðal annars til Íslands. Þá stundar Magnús umfangsmikla útleigu á einbýlishúsi í Kópavogi sem er í hans eigu. Hann hefur þó ekki sótt um leyfi fyrir starfseminni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Meint fjársvik Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, nema um 1,8 milljarði króna samkvæmt þremur stefnum. Í nýrri stefnu þrotabús Sameinaðs silíkons hf. er Magnús sagður hafa svikið rúmlega 1,2 milljarð króna út úr fyrirtækinu. Það er til viðbótar tveimur fyrri stefnum á hendur Magnúsi þar sem hann er sakaður um að hafa svikið 600 milljónir króna. Í heildina eru meint fjársvik Magnúsar því um 1,8 milljarður króna. Geir Gestsson, lögmaður þrotabúsins, sagði ekki liggja fyrir hvort þrotabúið myndi höfða fleiri dómsmál á hendur Magnúsi. Þá eru hin meintu fjársvik Magnúsar enn í rannsókn hjá héraðssaksóknara. Nýjasta stefnan á hendur Magnúsi snýr að málefnum fyrirtækisins Stakksbrautar 9 sem Sameinað silíkon hf. yfirtók frá og með 1. september 2014. Tveimur vikum eftir yfirtökuna lét Magnús fyrirtækið borga reikning frá hollensku fyrirtæki, Silicon Mineral Ventures, upp á um 77 milljónir króna. Í stefnunni er reikningurinn sagður falsaður og að peningarnir hafi farið í uppgreiðslu á láni félags í eigu Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi hf., við Silicon Mineral Ventures. Þá er Magnús sakaður um að hafa látið Stakksbraut 9 greiða rúmlega einn milljarð króna inn á reikning hollenska fyrirtækisins Pyromet Engineering. Alls var um 26 greiðslur að ræða á tæplega tveggja ára tímabili, frá 23. október 2013 til 27. ágúst 2015. Hollenska fyrirtækið var stofnað skömmu fyrir fyrstu millifærsluna og slitið skömmu eftir þá seinustu. Skráður eigandi fyrirtækisins og stjórnarmaður var Joseph Dignam en í stefnunni kemur fram að hann er fyrrum sambýlismaður móður Magnúsar. Joseph þessi var einnig stjórnarmaður og skráður prókúruhafi Stakksbrautar 9. Tveimur vikum eftir að Dignam tók við stjórnunarstöðunni, í byrjun október 2013, framseldi hann völd sín í Stakksbraut 9 til Magnúsar. Í skýrslutöku yfir Magnús hélt hann því fram að Pyromet Engineering hefði verið verktakafyrirtæki, sem veitti sérfræðiþjónustu, meðal annars við hönnun á kísilmálmverksmiðjunni. Fram kemur að Magnús hafi þó hvorki getað bent á neina afurð af samstarfinu né útskýrt nákvæmlega í hverju meint vinna félagsins fólst fyrir Stakksbraut 9. Hann gat ekki heldur útskýrt hverjir starfsmenn félagsins væru eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutöku yfir áðurnefndum Joseph Dignam kom hann af fjöllum um tilvist félagsins. Í stefnunni kemur enn fremur fram að engin bókhaldsgögn fyrir Stakksbraut 9 finnist og er því haldið fram að Magnús hafi látið farga þeim. Þá kemur fram að Magnús fari huldu höfði til þess að forðast kröfuhafa sína. Hann fer þó fjarri því huldu höfði á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir myndir af ferðalögum sínum og kærustu sinnar, meðal annars til Íslands. Þá stundar Magnús umfangsmikla útleigu á einbýlishúsi í Kópavogi sem er í hans eigu. Hann hefur þó ekki sótt um leyfi fyrir starfseminni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira