Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2019 09:00 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. Þingmaðurinn segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi gleymt málunum og ekki sýnt þeim áhuga. Katrín sagði frá því á Alþingi í gær að í dag hyggist hún leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp um heimild til greiðslu skaðabóta. Það frumvarp komi svo til kasta þingsins. Sagði Katrín að það hefði alltaf legið fyrir að málið myndi koma inn í þingsal, meðal annars vegna þess að afkomendur þeirra sem sýknaðir voru en eru látnir eiga ekki sama lögvarða rétt til bóta og aðrir aðilar málsins. Þá var hart sótt að Katrínu á þingi vegna greinargerðar ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar en í ljós kom að forsætisráðherra hafði ekki lesið greinargerðina. Í viðtali við RÚV í gærkvöldi viðurkenndi hún að það hefðu verið mistök.Líst illa á þá hugmynd að Alþingi fari að samþykkja fjárhæð bóta Helga Vala setur spurningamerki við þá aðferðafræði að málið komi til kasta Alþingis nú. „Eina sem manni sýnist vera um að ræða er að hún er að leggja fram frumvarp sem inniheldur þá einhverja fjárhæð bóta. Hún þarf ekki að sækja heimild til Alþingis til þess að greiða út bætur. Sú heimild er til staðar þannig að hún hlýtur þá að vera að reyna að fá Alþingi til þess að samþykkja fjárhæðina. Ég verð að segja að mér líst mjög illa á þá hugmynd,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Þá veltir hún því fyrir sér hvort forsætisáðherra ætlist nú til þess að þingmenn fari að keppa um það á þingi og í ræðustól hver býður hæstu eða lægstu bótafjárhæðina. „Ég skil ekki alveg hvert þetta er að fara. En við auðvitað höfum ekkert séð og ég var aðeins að spyrja stjórnarliða í gær og það hafði bara enginn heyrt um þetta. Það vissi enginn hvað þetta var. Svo talaði ég líka við kollega í lögmannastéttinni og þar var fólk líka hálfundrandi. Þannig að þetta er einhver nýsköpun,“ segir Helga Vala. Hún bendir jafnframt á að það sé heimild í lögum til greiðslu bóta og ef forsætisráðherra er að leita eftir fjárheimild þá að afgreið slíkt inni í fjárlögum.En telurðu að forsætisráðherra og ríkisstjórnin séu einfaldlega komin í bullandi vandræði með þetta mál? „Já, hún er það. Það virðist vera sem hún hafi bara gleymt þessu máli og ekki sýnt því áhuga, til dæmis með því að kíkja ekki á greinargerð ríkislögmanns. Þetta er bara þess háttar mál að maður þarf að vera vakandi fyrir því og það má ekki fara að klúðra þessu á lokametrunum. Mér finnst hún ekki hafa staðið sig nógu vel í þessu og ekki sinnt þessu nógu vel. Hún hefur hvorki sinnt því nógu vel að það sé sátt um sáttanefndina né sinnt því að fylgja þessu eftir.“ Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. Þingmaðurinn segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi gleymt málunum og ekki sýnt þeim áhuga. Katrín sagði frá því á Alþingi í gær að í dag hyggist hún leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp um heimild til greiðslu skaðabóta. Það frumvarp komi svo til kasta þingsins. Sagði Katrín að það hefði alltaf legið fyrir að málið myndi koma inn í þingsal, meðal annars vegna þess að afkomendur þeirra sem sýknaðir voru en eru látnir eiga ekki sama lögvarða rétt til bóta og aðrir aðilar málsins. Þá var hart sótt að Katrínu á þingi vegna greinargerðar ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar en í ljós kom að forsætisráðherra hafði ekki lesið greinargerðina. Í viðtali við RÚV í gærkvöldi viðurkenndi hún að það hefðu verið mistök.Líst illa á þá hugmynd að Alþingi fari að samþykkja fjárhæð bóta Helga Vala setur spurningamerki við þá aðferðafræði að málið komi til kasta Alþingis nú. „Eina sem manni sýnist vera um að ræða er að hún er að leggja fram frumvarp sem inniheldur þá einhverja fjárhæð bóta. Hún þarf ekki að sækja heimild til Alþingis til þess að greiða út bætur. Sú heimild er til staðar þannig að hún hlýtur þá að vera að reyna að fá Alþingi til þess að samþykkja fjárhæðina. Ég verð að segja að mér líst mjög illa á þá hugmynd,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Þá veltir hún því fyrir sér hvort forsætisáðherra ætlist nú til þess að þingmenn fari að keppa um það á þingi og í ræðustól hver býður hæstu eða lægstu bótafjárhæðina. „Ég skil ekki alveg hvert þetta er að fara. En við auðvitað höfum ekkert séð og ég var aðeins að spyrja stjórnarliða í gær og það hafði bara enginn heyrt um þetta. Það vissi enginn hvað þetta var. Svo talaði ég líka við kollega í lögmannastéttinni og þar var fólk líka hálfundrandi. Þannig að þetta er einhver nýsköpun,“ segir Helga Vala. Hún bendir jafnframt á að það sé heimild í lögum til greiðslu bóta og ef forsætisráðherra er að leita eftir fjárheimild þá að afgreið slíkt inni í fjárlögum.En telurðu að forsætisráðherra og ríkisstjórnin séu einfaldlega komin í bullandi vandræði með þetta mál? „Já, hún er það. Það virðist vera sem hún hafi bara gleymt þessu máli og ekki sýnt því áhuga, til dæmis með því að kíkja ekki á greinargerð ríkislögmanns. Þetta er bara þess háttar mál að maður þarf að vera vakandi fyrir því og það má ekki fara að klúðra þessu á lokametrunum. Mér finnst hún ekki hafa staðið sig nógu vel í þessu og ekki sinnt þessu nógu vel. Hún hefur hvorki sinnt því nógu vel að það sé sátt um sáttanefndina né sinnt því að fylgja þessu eftir.“
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39