Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2019 09:00 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. Þingmaðurinn segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi gleymt málunum og ekki sýnt þeim áhuga. Katrín sagði frá því á Alþingi í gær að í dag hyggist hún leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp um heimild til greiðslu skaðabóta. Það frumvarp komi svo til kasta þingsins. Sagði Katrín að það hefði alltaf legið fyrir að málið myndi koma inn í þingsal, meðal annars vegna þess að afkomendur þeirra sem sýknaðir voru en eru látnir eiga ekki sama lögvarða rétt til bóta og aðrir aðilar málsins. Þá var hart sótt að Katrínu á þingi vegna greinargerðar ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar en í ljós kom að forsætisráðherra hafði ekki lesið greinargerðina. Í viðtali við RÚV í gærkvöldi viðurkenndi hún að það hefðu verið mistök.Líst illa á þá hugmynd að Alþingi fari að samþykkja fjárhæð bóta Helga Vala setur spurningamerki við þá aðferðafræði að málið komi til kasta Alþingis nú. „Eina sem manni sýnist vera um að ræða er að hún er að leggja fram frumvarp sem inniheldur þá einhverja fjárhæð bóta. Hún þarf ekki að sækja heimild til Alþingis til þess að greiða út bætur. Sú heimild er til staðar þannig að hún hlýtur þá að vera að reyna að fá Alþingi til þess að samþykkja fjárhæðina. Ég verð að segja að mér líst mjög illa á þá hugmynd,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Þá veltir hún því fyrir sér hvort forsætisáðherra ætlist nú til þess að þingmenn fari að keppa um það á þingi og í ræðustól hver býður hæstu eða lægstu bótafjárhæðina. „Ég skil ekki alveg hvert þetta er að fara. En við auðvitað höfum ekkert séð og ég var aðeins að spyrja stjórnarliða í gær og það hafði bara enginn heyrt um þetta. Það vissi enginn hvað þetta var. Svo talaði ég líka við kollega í lögmannastéttinni og þar var fólk líka hálfundrandi. Þannig að þetta er einhver nýsköpun,“ segir Helga Vala. Hún bendir jafnframt á að það sé heimild í lögum til greiðslu bóta og ef forsætisráðherra er að leita eftir fjárheimild þá að afgreið slíkt inni í fjárlögum.En telurðu að forsætisráðherra og ríkisstjórnin séu einfaldlega komin í bullandi vandræði með þetta mál? „Já, hún er það. Það virðist vera sem hún hafi bara gleymt þessu máli og ekki sýnt því áhuga, til dæmis með því að kíkja ekki á greinargerð ríkislögmanns. Þetta er bara þess háttar mál að maður þarf að vera vakandi fyrir því og það má ekki fara að klúðra þessu á lokametrunum. Mér finnst hún ekki hafa staðið sig nógu vel í þessu og ekki sinnt þessu nógu vel. Hún hefur hvorki sinnt því nógu vel að það sé sátt um sáttanefndina né sinnt því að fylgja þessu eftir.“ Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. Þingmaðurinn segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi gleymt málunum og ekki sýnt þeim áhuga. Katrín sagði frá því á Alþingi í gær að í dag hyggist hún leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp um heimild til greiðslu skaðabóta. Það frumvarp komi svo til kasta þingsins. Sagði Katrín að það hefði alltaf legið fyrir að málið myndi koma inn í þingsal, meðal annars vegna þess að afkomendur þeirra sem sýknaðir voru en eru látnir eiga ekki sama lögvarða rétt til bóta og aðrir aðilar málsins. Þá var hart sótt að Katrínu á þingi vegna greinargerðar ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar en í ljós kom að forsætisráðherra hafði ekki lesið greinargerðina. Í viðtali við RÚV í gærkvöldi viðurkenndi hún að það hefðu verið mistök.Líst illa á þá hugmynd að Alþingi fari að samþykkja fjárhæð bóta Helga Vala setur spurningamerki við þá aðferðafræði að málið komi til kasta Alþingis nú. „Eina sem manni sýnist vera um að ræða er að hún er að leggja fram frumvarp sem inniheldur þá einhverja fjárhæð bóta. Hún þarf ekki að sækja heimild til Alþingis til þess að greiða út bætur. Sú heimild er til staðar þannig að hún hlýtur þá að vera að reyna að fá Alþingi til þess að samþykkja fjárhæðina. Ég verð að segja að mér líst mjög illa á þá hugmynd,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Þá veltir hún því fyrir sér hvort forsætisáðherra ætlist nú til þess að þingmenn fari að keppa um það á þingi og í ræðustól hver býður hæstu eða lægstu bótafjárhæðina. „Ég skil ekki alveg hvert þetta er að fara. En við auðvitað höfum ekkert séð og ég var aðeins að spyrja stjórnarliða í gær og það hafði bara enginn heyrt um þetta. Það vissi enginn hvað þetta var. Svo talaði ég líka við kollega í lögmannastéttinni og þar var fólk líka hálfundrandi. Þannig að þetta er einhver nýsköpun,“ segir Helga Vala. Hún bendir jafnframt á að það sé heimild í lögum til greiðslu bóta og ef forsætisráðherra er að leita eftir fjárheimild þá að afgreið slíkt inni í fjárlögum.En telurðu að forsætisráðherra og ríkisstjórnin séu einfaldlega komin í bullandi vandræði með þetta mál? „Já, hún er það. Það virðist vera sem hún hafi bara gleymt þessu máli og ekki sýnt því áhuga, til dæmis með því að kíkja ekki á greinargerð ríkislögmanns. Þetta er bara þess háttar mál að maður þarf að vera vakandi fyrir því og það má ekki fara að klúðra þessu á lokametrunum. Mér finnst hún ekki hafa staðið sig nógu vel í þessu og ekki sinnt þessu nógu vel. Hún hefur hvorki sinnt því nógu vel að það sé sátt um sáttanefndina né sinnt því að fylgja þessu eftir.“
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39