„Incel-morðinginn“ í Kanada: Vildi drepa fleiri en sá ekki út um rúðuna Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2019 10:48 Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. Vísir/AP Skömmu eftir að Alek Minassian var handtekinn í Toronto í Kanada, sagði hann lögregluþjóni að hann hefði verið í samskiptum við tvo fjöldamorðingja sem aðhyllast „incel“ hugmyndafræðinni. Minassian játaði að hafa notað sendiferðabíl sem vopn og að hafa myrt tíu manns og sært 16 í apríl í fyrra. Þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar gagnvart morðunum sagðist Minassian vera þeirrar skoðunar að hann hefði „lokið ætlunarverki“ sínu. Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. „Ég veit um nokkra aðra stráka á netinu sem eru samhuga mér,“ sagði Minassian en hann bætti við að hann teldi þá of mikla heigla til að gera árásir. Hann sagði sömuleiðis að hann hefði fyrst „öfgavæst“ eftir maður að nafni Elliot Rodger skaut sex til bana og særði fjórtán í Kaliforníu árið 2014. Rodger skilgreindi sig einnig sem Incel og er álitinn stofnandi hreyfingarinnar, ef svo má kalla, en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér áður en hann var handtekinn. Þetta kemur fram á upptöku af viðtali rannsóknarlögreglumanns við Minassian sem opinberað var í morgun. Réttarhöldin yfir honum munu fara fram í byrjun næsta árs.Gat ekki „fengið á broddinn“ „Incel“ er stytting á „involuntary celibate“ eða sá sem er „þvingaður til skírlífis“ á íslensku. Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Incel hreyfingin - Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldiMinassian sagðist hafa átt í samskiptum við Rodger frá janúar 2014 og til maí, skömmu áður en Roger framdi áðurnefnt fjöldamorð. „Okkur fannst hvor annar áhugaverður,“ sagði Minassian, samkvæmt CBC í Kanada. „Við ræddum gremju okkar gagnvart samfélaginu og það að við gætum ekki fengið á broddinn.“Sjá einnig: Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninnMinassian sagðist einnig hafa átt í samskiptum við Chris Harper-Mercer, sem skaut níu manns til bana og særði átta í október 2015. Staðhæfingar hans um samskipti við Harper-Mercer og Rodger hafa þó ekki verið staðfestar. Minassian sagði lögregluþjóninum á einum tímapunkti að ástæða þess að hann hefði aldrei átt kærustu væri að hann væri „of almennilegur“. Hann sagði frá því að árið 2013 hefði hann verið í hrekkjavökupartí og þar hefðu konur sem hann reyndi að tala við, hlegið að honum. Hann hafði aðeins einu sinni boðið konu á stefnumót en hún hafnaði honum. Það tók verulega á, samkvæmt Minassian. Hann sagðist hafa orðið reiður yfir því að konur veittu stærri hrottum ást þeirra og umhyggju.Drykkur skettist á framrúðuna Minassian ræddi einnig árás sína við lögregluþjóninn og sagðist hafa undirbúið hana í um mánuð. Hann hafi sérstaklega leitað að sendiferðabíl sem væri ekki of stór og ekki of lítill. Hann hafi svo fundið sendiferðabíl sem var af „fullkominni stærði til að nota sem vopn mitt“. Hann ók eftir fjölfarinni götu í Toronto og eins og áður segir dóu tíu og sextán særðust. Eina ástæða þess að Minassian stöðvaði árás sína var að drykkur einhvers sem hann ók yfir hafði skvest á framrúðu sendiferðabílsins. „Ég vildi gera meira,“ sagði Minassian en bætti við að hann hefði ekki séð út um rúðuna og óttaðist að keyra á eitthvað. Kanada Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Skömmu eftir að Alek Minassian var handtekinn í Toronto í Kanada, sagði hann lögregluþjóni að hann hefði verið í samskiptum við tvo fjöldamorðingja sem aðhyllast „incel“ hugmyndafræðinni. Minassian játaði að hafa notað sendiferðabíl sem vopn og að hafa myrt tíu manns og sært 16 í apríl í fyrra. Þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar gagnvart morðunum sagðist Minassian vera þeirrar skoðunar að hann hefði „lokið ætlunarverki“ sínu. Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. „Ég veit um nokkra aðra stráka á netinu sem eru samhuga mér,“ sagði Minassian en hann bætti við að hann teldi þá of mikla heigla til að gera árásir. Hann sagði sömuleiðis að hann hefði fyrst „öfgavæst“ eftir maður að nafni Elliot Rodger skaut sex til bana og særði fjórtán í Kaliforníu árið 2014. Rodger skilgreindi sig einnig sem Incel og er álitinn stofnandi hreyfingarinnar, ef svo má kalla, en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér áður en hann var handtekinn. Þetta kemur fram á upptöku af viðtali rannsóknarlögreglumanns við Minassian sem opinberað var í morgun. Réttarhöldin yfir honum munu fara fram í byrjun næsta árs.Gat ekki „fengið á broddinn“ „Incel“ er stytting á „involuntary celibate“ eða sá sem er „þvingaður til skírlífis“ á íslensku. Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Incel hreyfingin - Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldiMinassian sagðist hafa átt í samskiptum við Rodger frá janúar 2014 og til maí, skömmu áður en Roger framdi áðurnefnt fjöldamorð. „Okkur fannst hvor annar áhugaverður,“ sagði Minassian, samkvæmt CBC í Kanada. „Við ræddum gremju okkar gagnvart samfélaginu og það að við gætum ekki fengið á broddinn.“Sjá einnig: Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninnMinassian sagðist einnig hafa átt í samskiptum við Chris Harper-Mercer, sem skaut níu manns til bana og særði átta í október 2015. Staðhæfingar hans um samskipti við Harper-Mercer og Rodger hafa þó ekki verið staðfestar. Minassian sagði lögregluþjóninum á einum tímapunkti að ástæða þess að hann hefði aldrei átt kærustu væri að hann væri „of almennilegur“. Hann sagði frá því að árið 2013 hefði hann verið í hrekkjavökupartí og þar hefðu konur sem hann reyndi að tala við, hlegið að honum. Hann hafði aðeins einu sinni boðið konu á stefnumót en hún hafnaði honum. Það tók verulega á, samkvæmt Minassian. Hann sagðist hafa orðið reiður yfir því að konur veittu stærri hrottum ást þeirra og umhyggju.Drykkur skettist á framrúðuna Minassian ræddi einnig árás sína við lögregluþjóninn og sagðist hafa undirbúið hana í um mánuð. Hann hafi sérstaklega leitað að sendiferðabíl sem væri ekki of stór og ekki of lítill. Hann hafi svo fundið sendiferðabíl sem var af „fullkominni stærði til að nota sem vopn mitt“. Hann ók eftir fjölfarinni götu í Toronto og eins og áður segir dóu tíu og sextán særðust. Eina ástæða þess að Minassian stöðvaði árás sína var að drykkur einhvers sem hann ók yfir hafði skvest á framrúðu sendiferðabílsins. „Ég vildi gera meira,“ sagði Minassian en bætti við að hann hefði ekki séð út um rúðuna og óttaðist að keyra á eitthvað.
Kanada Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira