„Incel-morðinginn“ í Kanada: Vildi drepa fleiri en sá ekki út um rúðuna Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2019 10:48 Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. Vísir/AP Skömmu eftir að Alek Minassian var handtekinn í Toronto í Kanada, sagði hann lögregluþjóni að hann hefði verið í samskiptum við tvo fjöldamorðingja sem aðhyllast „incel“ hugmyndafræðinni. Minassian játaði að hafa notað sendiferðabíl sem vopn og að hafa myrt tíu manns og sært 16 í apríl í fyrra. Þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar gagnvart morðunum sagðist Minassian vera þeirrar skoðunar að hann hefði „lokið ætlunarverki“ sínu. Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. „Ég veit um nokkra aðra stráka á netinu sem eru samhuga mér,“ sagði Minassian en hann bætti við að hann teldi þá of mikla heigla til að gera árásir. Hann sagði sömuleiðis að hann hefði fyrst „öfgavæst“ eftir maður að nafni Elliot Rodger skaut sex til bana og særði fjórtán í Kaliforníu árið 2014. Rodger skilgreindi sig einnig sem Incel og er álitinn stofnandi hreyfingarinnar, ef svo má kalla, en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér áður en hann var handtekinn. Þetta kemur fram á upptöku af viðtali rannsóknarlögreglumanns við Minassian sem opinberað var í morgun. Réttarhöldin yfir honum munu fara fram í byrjun næsta árs.Gat ekki „fengið á broddinn“ „Incel“ er stytting á „involuntary celibate“ eða sá sem er „þvingaður til skírlífis“ á íslensku. Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Incel hreyfingin - Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldiMinassian sagðist hafa átt í samskiptum við Rodger frá janúar 2014 og til maí, skömmu áður en Roger framdi áðurnefnt fjöldamorð. „Okkur fannst hvor annar áhugaverður,“ sagði Minassian, samkvæmt CBC í Kanada. „Við ræddum gremju okkar gagnvart samfélaginu og það að við gætum ekki fengið á broddinn.“Sjá einnig: Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninnMinassian sagðist einnig hafa átt í samskiptum við Chris Harper-Mercer, sem skaut níu manns til bana og særði átta í október 2015. Staðhæfingar hans um samskipti við Harper-Mercer og Rodger hafa þó ekki verið staðfestar. Minassian sagði lögregluþjóninum á einum tímapunkti að ástæða þess að hann hefði aldrei átt kærustu væri að hann væri „of almennilegur“. Hann sagði frá því að árið 2013 hefði hann verið í hrekkjavökupartí og þar hefðu konur sem hann reyndi að tala við, hlegið að honum. Hann hafði aðeins einu sinni boðið konu á stefnumót en hún hafnaði honum. Það tók verulega á, samkvæmt Minassian. Hann sagðist hafa orðið reiður yfir því að konur veittu stærri hrottum ást þeirra og umhyggju.Drykkur skettist á framrúðuna Minassian ræddi einnig árás sína við lögregluþjóninn og sagðist hafa undirbúið hana í um mánuð. Hann hafi sérstaklega leitað að sendiferðabíl sem væri ekki of stór og ekki of lítill. Hann hafi svo fundið sendiferðabíl sem var af „fullkominni stærði til að nota sem vopn mitt“. Hann ók eftir fjölfarinni götu í Toronto og eins og áður segir dóu tíu og sextán særðust. Eina ástæða þess að Minassian stöðvaði árás sína var að drykkur einhvers sem hann ók yfir hafði skvest á framrúðu sendiferðabílsins. „Ég vildi gera meira,“ sagði Minassian en bætti við að hann hefði ekki séð út um rúðuna og óttaðist að keyra á eitthvað. Kanada Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Skömmu eftir að Alek Minassian var handtekinn í Toronto í Kanada, sagði hann lögregluþjóni að hann hefði verið í samskiptum við tvo fjöldamorðingja sem aðhyllast „incel“ hugmyndafræðinni. Minassian játaði að hafa notað sendiferðabíl sem vopn og að hafa myrt tíu manns og sært 16 í apríl í fyrra. Þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar gagnvart morðunum sagðist Minassian vera þeirrar skoðunar að hann hefði „lokið ætlunarverki“ sínu. Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. „Ég veit um nokkra aðra stráka á netinu sem eru samhuga mér,“ sagði Minassian en hann bætti við að hann teldi þá of mikla heigla til að gera árásir. Hann sagði sömuleiðis að hann hefði fyrst „öfgavæst“ eftir maður að nafni Elliot Rodger skaut sex til bana og særði fjórtán í Kaliforníu árið 2014. Rodger skilgreindi sig einnig sem Incel og er álitinn stofnandi hreyfingarinnar, ef svo má kalla, en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér áður en hann var handtekinn. Þetta kemur fram á upptöku af viðtali rannsóknarlögreglumanns við Minassian sem opinberað var í morgun. Réttarhöldin yfir honum munu fara fram í byrjun næsta árs.Gat ekki „fengið á broddinn“ „Incel“ er stytting á „involuntary celibate“ eða sá sem er „þvingaður til skírlífis“ á íslensku. Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Incel hreyfingin - Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldiMinassian sagðist hafa átt í samskiptum við Rodger frá janúar 2014 og til maí, skömmu áður en Roger framdi áðurnefnt fjöldamorð. „Okkur fannst hvor annar áhugaverður,“ sagði Minassian, samkvæmt CBC í Kanada. „Við ræddum gremju okkar gagnvart samfélaginu og það að við gætum ekki fengið á broddinn.“Sjá einnig: Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninnMinassian sagðist einnig hafa átt í samskiptum við Chris Harper-Mercer, sem skaut níu manns til bana og særði átta í október 2015. Staðhæfingar hans um samskipti við Harper-Mercer og Rodger hafa þó ekki verið staðfestar. Minassian sagði lögregluþjóninum á einum tímapunkti að ástæða þess að hann hefði aldrei átt kærustu væri að hann væri „of almennilegur“. Hann sagði frá því að árið 2013 hefði hann verið í hrekkjavökupartí og þar hefðu konur sem hann reyndi að tala við, hlegið að honum. Hann hafði aðeins einu sinni boðið konu á stefnumót en hún hafnaði honum. Það tók verulega á, samkvæmt Minassian. Hann sagðist hafa orðið reiður yfir því að konur veittu stærri hrottum ást þeirra og umhyggju.Drykkur skettist á framrúðuna Minassian ræddi einnig árás sína við lögregluþjóninn og sagðist hafa undirbúið hana í um mánuð. Hann hafi sérstaklega leitað að sendiferðabíl sem væri ekki of stór og ekki of lítill. Hann hafi svo fundið sendiferðabíl sem var af „fullkominni stærði til að nota sem vopn mitt“. Hann ók eftir fjölfarinni götu í Toronto og eins og áður segir dóu tíu og sextán særðust. Eina ástæða þess að Minassian stöðvaði árás sína var að drykkur einhvers sem hann ók yfir hafði skvest á framrúðu sendiferðabílsins. „Ég vildi gera meira,“ sagði Minassian en bætti við að hann hefði ekki séð út um rúðuna og óttaðist að keyra á eitthvað.
Kanada Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent