Roma greindi frá þessu á Twitter í gær. Félagið birti skilaboðin sem stuðningsmaðurinn sendi Jesus og birti upplýsingar um Instagram-síðu hans. Þá hefur Roma tilkynnt atvikið til lögreglu.
The owner of the below Instagram account sent Juan Jesus disgusting racist abuse via direct message today
We have reported the account to the Italian police
We have reported the account to Instagram
The person responsible will be banned from #ASRoma games for life#NoToRacismpic.twitter.com/qP3SZT0pJY
— AS Roma English (@ASRomaEN) September 26, 2019
Viðbrögð Roma við kynþáttaníðinu mæltust vel fyrir. Ítölsk félög og ítalska knattspyrnusambandið hafa verið sökuð um að taka ekki nógu hart á rasisma.
Í byrjun mánaðarins beittu stuðningsmenn Cagliari Romelu Lukaku, framherja Inter, kynþáttaníði. Cagliari var þó ekki refsað fyrir rasismann. Í síðustu viku var svo álitsgjafi hjá ítalskri sjónvarpsstöð látinn taka pokann sinn fyrir rasísk ummæli um Lukaku.
Jesus hefur verið hjá Roma síðan 2016. Hann lék áður með Inter.