Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. september 2019 21:00 Fjármálaráðherra vill að þeir sem noti samgöngumannvirkin borgi fyrir notkun þeirra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. Í gær undirrituðu ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Fjármálaráðherra hefur sagt að ekki verði farið í svo metnaðarfullar framkvæmdir nema að veruleg breyting verði gerð á gjaldtöku vegna ökutækja.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraVísir/VilhelmBreytingar í samgöngum kallar á nýja hugsun „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að hækka skatta við erum fyrst og fremst að tala um breytingar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að nefnd sé að hefja störf sem á að endurskoða gjöld vegna eldsneytis og ökutækja. Breytingar hafi þó átt sér stað þegar ríkið gaf eftir þrjá milljarða í virðisaukaskattskerfinu vegna vistvænna ökutækja sem erum um 3500 talsins. Bjarni segir að í dag greiði eigendur rafbíla ekki aðflutningsgjöld, afsláttur er af virðisaukaskatti og eldsneytisgjöld eru engin. Þar af leiðandi er engin þátttaka í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Þetta kallar á algjörlega nýja hugsun og hluti þeirrar hugsunar, þeirrar hugmyndafræði sem við erum að boða er að við förum í gjöld sem miða við notkun á vegakerfinu,“ Útfærslan liggi þó ekki fyrir og að einhver ár geti jafnvel orðið þar til hún liggi ljós. Geta gjöld þá, þá eldri gjöld komið til með að lækka í þessu ljósi? „Já, ég sé fyrir mér að við gerum mikla breytingu á kerfunum yfir tíma samhliða þeim tæknibreytingum sem eru að verða. Að við hættum að tolla svona ríkulega bíla við innflutning til landsins og treystum meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjunum,“ segir Bjarni. Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 „Útfærslan skiptir öllu máli“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. 27. september 2019 13:03 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira
Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. Í gær undirrituðu ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Fjármálaráðherra hefur sagt að ekki verði farið í svo metnaðarfullar framkvæmdir nema að veruleg breyting verði gerð á gjaldtöku vegna ökutækja.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraVísir/VilhelmBreytingar í samgöngum kallar á nýja hugsun „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að hækka skatta við erum fyrst og fremst að tala um breytingar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að nefnd sé að hefja störf sem á að endurskoða gjöld vegna eldsneytis og ökutækja. Breytingar hafi þó átt sér stað þegar ríkið gaf eftir þrjá milljarða í virðisaukaskattskerfinu vegna vistvænna ökutækja sem erum um 3500 talsins. Bjarni segir að í dag greiði eigendur rafbíla ekki aðflutningsgjöld, afsláttur er af virðisaukaskatti og eldsneytisgjöld eru engin. Þar af leiðandi er engin þátttaka í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Þetta kallar á algjörlega nýja hugsun og hluti þeirrar hugsunar, þeirrar hugmyndafræði sem við erum að boða er að við förum í gjöld sem miða við notkun á vegakerfinu,“ Útfærslan liggi þó ekki fyrir og að einhver ár geti jafnvel orðið þar til hún liggi ljós. Geta gjöld þá, þá eldri gjöld komið til með að lækka í þessu ljósi? „Já, ég sé fyrir mér að við gerum mikla breytingu á kerfunum yfir tíma samhliða þeim tæknibreytingum sem eru að verða. Að við hættum að tolla svona ríkulega bíla við innflutning til landsins og treystum meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjunum,“ segir Bjarni.
Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 „Útfærslan skiptir öllu máli“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. 27. september 2019 13:03 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
„Útfærslan skiptir öllu máli“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. 27. september 2019 13:03
Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05