Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 21:00 Björn Jón Bragason, annar blaðamaðurinn sem kvartaði undan framgöngu ríkislögreglustjóra. Vísir Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þetta kom fram í máli blaðamannsins, Björns Jóns Bragasonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga ríkislögreglustjóra hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Sigurði Kolbeinssyni og áðurnefndum Birni Jóni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni. Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru blaðamennirnir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hefði ekki verið áminntur á grundvelli meðalhófsreglu.Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson voru ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra í dag.Birni Jóni segist fyrirmunað að skilja hvað ráðherra eigi nákvæmlega við. „[…] og í ljósi bréfsins sjálfs, þar sem kemur nákvæmlega fram að ráðuneytið telji hegðun Haraldar í þessu máli ámælisverða, þá skil ég ekki – það er raunverulega stílbrot á bréfinu að hann skyldi ekki hafa verið áminntur af því að bréfið er það harðort og öll framganga hans í þessu máli var með hreinum ólíkindum og aldrei neinn grundvöllur fyrir einu né neinu. Hann hafði sakað mig um ólögmæta meingerð sem aldrei gat nein verið.“Hvernig sjáið þið næstu skref?„Ég veit ekki hvað gerist næst. Ráðuneytið þarf að svara þessu bréfi og það þarf að hafa sinn gang.“ Í dag var svo greint frá því að Hreinn Loftsson, lögmaður Björns Jóns í málinu, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Kemur það til með að flækja málið frekar?„Ég veit það ekki,“ segir Björn Jón. „Hann er náttúrulega ekki lögmaður minn lengur frá og með þessum degi.“Viðtalið við Björn Jón hefst á mínútu 3:13 í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29 Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þetta kom fram í máli blaðamannsins, Björns Jóns Bragasonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga ríkislögreglustjóra hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Sigurði Kolbeinssyni og áðurnefndum Birni Jóni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni. Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru blaðamennirnir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hefði ekki verið áminntur á grundvelli meðalhófsreglu.Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson voru ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra í dag.Birni Jóni segist fyrirmunað að skilja hvað ráðherra eigi nákvæmlega við. „[…] og í ljósi bréfsins sjálfs, þar sem kemur nákvæmlega fram að ráðuneytið telji hegðun Haraldar í þessu máli ámælisverða, þá skil ég ekki – það er raunverulega stílbrot á bréfinu að hann skyldi ekki hafa verið áminntur af því að bréfið er það harðort og öll framganga hans í þessu máli var með hreinum ólíkindum og aldrei neinn grundvöllur fyrir einu né neinu. Hann hafði sakað mig um ólögmæta meingerð sem aldrei gat nein verið.“Hvernig sjáið þið næstu skref?„Ég veit ekki hvað gerist næst. Ráðuneytið þarf að svara þessu bréfi og það þarf að hafa sinn gang.“ Í dag var svo greint frá því að Hreinn Loftsson, lögmaður Björns Jóns í málinu, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Kemur það til með að flækja málið frekar?„Ég veit það ekki,“ segir Björn Jón. „Hann er náttúrulega ekki lögmaður minn lengur frá og með þessum degi.“Viðtalið við Björn Jón hefst á mínútu 3:13 í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29 Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29
Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00
Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00