Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 21:00 Björn Jón Bragason, annar blaðamaðurinn sem kvartaði undan framgöngu ríkislögreglustjóra. Vísir Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þetta kom fram í máli blaðamannsins, Björns Jóns Bragasonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga ríkislögreglustjóra hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Sigurði Kolbeinssyni og áðurnefndum Birni Jóni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni. Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru blaðamennirnir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hefði ekki verið áminntur á grundvelli meðalhófsreglu.Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson voru ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra í dag.Birni Jóni segist fyrirmunað að skilja hvað ráðherra eigi nákvæmlega við. „[…] og í ljósi bréfsins sjálfs, þar sem kemur nákvæmlega fram að ráðuneytið telji hegðun Haraldar í þessu máli ámælisverða, þá skil ég ekki – það er raunverulega stílbrot á bréfinu að hann skyldi ekki hafa verið áminntur af því að bréfið er það harðort og öll framganga hans í þessu máli var með hreinum ólíkindum og aldrei neinn grundvöllur fyrir einu né neinu. Hann hafði sakað mig um ólögmæta meingerð sem aldrei gat nein verið.“Hvernig sjáið þið næstu skref?„Ég veit ekki hvað gerist næst. Ráðuneytið þarf að svara þessu bréfi og það þarf að hafa sinn gang.“ Í dag var svo greint frá því að Hreinn Loftsson, lögmaður Björns Jóns í málinu, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Kemur það til með að flækja málið frekar?„Ég veit það ekki,“ segir Björn Jón. „Hann er náttúrulega ekki lögmaður minn lengur frá og með þessum degi.“Viðtalið við Björn Jón hefst á mínútu 3:13 í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29 Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þetta kom fram í máli blaðamannsins, Björns Jóns Bragasonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga ríkislögreglustjóra hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Sigurði Kolbeinssyni og áðurnefndum Birni Jóni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni. Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru blaðamennirnir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hefði ekki verið áminntur á grundvelli meðalhófsreglu.Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson voru ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra í dag.Birni Jóni segist fyrirmunað að skilja hvað ráðherra eigi nákvæmlega við. „[…] og í ljósi bréfsins sjálfs, þar sem kemur nákvæmlega fram að ráðuneytið telji hegðun Haraldar í þessu máli ámælisverða, þá skil ég ekki – það er raunverulega stílbrot á bréfinu að hann skyldi ekki hafa verið áminntur af því að bréfið er það harðort og öll framganga hans í þessu máli var með hreinum ólíkindum og aldrei neinn grundvöllur fyrir einu né neinu. Hann hafði sakað mig um ólögmæta meingerð sem aldrei gat nein verið.“Hvernig sjáið þið næstu skref?„Ég veit ekki hvað gerist næst. Ráðuneytið þarf að svara þessu bréfi og það þarf að hafa sinn gang.“ Í dag var svo greint frá því að Hreinn Loftsson, lögmaður Björns Jóns í málinu, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Kemur það til með að flækja málið frekar?„Ég veit það ekki,“ segir Björn Jón. „Hann er náttúrulega ekki lögmaður minn lengur frá og með þessum degi.“Viðtalið við Björn Jón hefst á mínútu 3:13 í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29 Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29
Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00
Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00