Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. september 2019 07:15 Rekstrarhalli spítalans nam um 2,4 milljörðum á fyrrihluta 2019 og 1,4 milljörðum í fyrra. Fréttablaðið/Anton Brink Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. „Skipurit og skipulag spítala þarf alltaf að endurspegla þá þjónustu sem verið er að veita. Þjónustan hefur breyst mikið á síðustu fimm til tíu árum og það er því eðlilegt að breyta skipuritinu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, um nýtt skipurit spítalans sem kynnt var í gær. Skipulagsbreytingarnar munu taka gildi 1. október næstkomandi en þær voru staðfestar af heilbrigðisráðherra síðastliðinn mánudag. Með breytingunum verður starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. Páll segir þessar breytingar vissulega gerðar í skugga en alls ekki vegna rekstrarvanda. Hagræðingaraðgerðir séu á dagskrá og strax muni til dæmis sjást áhrif með því að dregið verði úr launakostnaði yfirstjórnar. „Aðalmálið er samt að með því að endurskipuleggja og raða saman einingum sem eiga að vinna saman, þá náum við meira virði út úr þjónustunni. Það mun til lengri tíma skila rekstrarábata en auðvitað dugar þetta ekki eitt og sér. Við erum líka að fara í umtalsverðar hagræðingaraðgerðir af ýmsu tagi.“ Önnur ástæða breytinganna sé sú staðreynd að eftir fimm ár verði nýir meðferðar- og rannsóknarkjarnar teknir í notkun. „Húsnæði nýja spítalans er hannað í kringum besta mögulega verklag í klínískum fræðum, sem er ekki endilega á þann veg sem við vinnum núna. Við þurfum að hugsa hvernig við verðum í nýjum spítala og skipuleggja okkur í samræmi við það.“ Mikið álag á bráðamóttöku spítalans hefur verið til umfjöllunar að undanförnu og starfsfólk lýst áhyggjum sínum af ástandinu. Páll segir að með þeim breytingum sem verið sé að gera verði bráðaþjónusta sérkjarni undir sama sviði og framkvæmdastjóra og þær deildir sem taka við flestum sjúklingum af bráðadeild. Páll segir bráðamóttökuna frábæra einingu til að sinna sínum verkefnum. Vandinn sé sá að hún þurfi að sinna öðrum verkefnum sem sé að vera legudeild fyrir sjúklinga sem komast ekki inn á spítalann. „Þannig að allar breytingar sem bæta skilvirkni hjá okkur, hvar sem vera kann á spítalanum, munu þar með hafa áhrif á ástandið á bráðamóttökunni. En það þarf fleira til og raunar sértækar aðgerðir og við erum að skoða hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem uppi er á bráðamóttökunni í Fossvogi.“ Kjarasamningar stærstu heilbrigðisstéttanna eru lausir og miðar viðræðum hægt. Páll segir þessa biðstöðu áhyggjuefni. Tilraunaverkefni til að laða að hjúkrunarfræðinga sem fólst í bættum kjörum og starfsaðstæðum hafi virkað en því þurfi að hætta vegna þess að það sé ófjármagnað. „Þetta er að okkar mati mikilvægt innlegg í samningaviðræðurnar en er ekki eitthvað sem við getum áfram borið ábyrgð á. Við verðum að fá bætur fyrir þau laun sem við greiðum.“ Tvennt hafi einkum verið að sliga spítalann umfram annað, erfiðleikar við mönnun í hjúkrun og ónógar launabætur af hálfu ríkisins. „Þetta eru hvort tveggja hlutir sem eru utan okkar stjórnar en við erum líka að taka til í okkar ranni og reyna að hagræða og vera með aðhald í öllu sem ekki lýtur beint að þjónustu við sjúklinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. „Skipurit og skipulag spítala þarf alltaf að endurspegla þá þjónustu sem verið er að veita. Þjónustan hefur breyst mikið á síðustu fimm til tíu árum og það er því eðlilegt að breyta skipuritinu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, um nýtt skipurit spítalans sem kynnt var í gær. Skipulagsbreytingarnar munu taka gildi 1. október næstkomandi en þær voru staðfestar af heilbrigðisráðherra síðastliðinn mánudag. Með breytingunum verður starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. Páll segir þessar breytingar vissulega gerðar í skugga en alls ekki vegna rekstrarvanda. Hagræðingaraðgerðir séu á dagskrá og strax muni til dæmis sjást áhrif með því að dregið verði úr launakostnaði yfirstjórnar. „Aðalmálið er samt að með því að endurskipuleggja og raða saman einingum sem eiga að vinna saman, þá náum við meira virði út úr þjónustunni. Það mun til lengri tíma skila rekstrarábata en auðvitað dugar þetta ekki eitt og sér. Við erum líka að fara í umtalsverðar hagræðingaraðgerðir af ýmsu tagi.“ Önnur ástæða breytinganna sé sú staðreynd að eftir fimm ár verði nýir meðferðar- og rannsóknarkjarnar teknir í notkun. „Húsnæði nýja spítalans er hannað í kringum besta mögulega verklag í klínískum fræðum, sem er ekki endilega á þann veg sem við vinnum núna. Við þurfum að hugsa hvernig við verðum í nýjum spítala og skipuleggja okkur í samræmi við það.“ Mikið álag á bráðamóttöku spítalans hefur verið til umfjöllunar að undanförnu og starfsfólk lýst áhyggjum sínum af ástandinu. Páll segir að með þeim breytingum sem verið sé að gera verði bráðaþjónusta sérkjarni undir sama sviði og framkvæmdastjóra og þær deildir sem taka við flestum sjúklingum af bráðadeild. Páll segir bráðamóttökuna frábæra einingu til að sinna sínum verkefnum. Vandinn sé sá að hún þurfi að sinna öðrum verkefnum sem sé að vera legudeild fyrir sjúklinga sem komast ekki inn á spítalann. „Þannig að allar breytingar sem bæta skilvirkni hjá okkur, hvar sem vera kann á spítalanum, munu þar með hafa áhrif á ástandið á bráðamóttökunni. En það þarf fleira til og raunar sértækar aðgerðir og við erum að skoða hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem uppi er á bráðamóttökunni í Fossvogi.“ Kjarasamningar stærstu heilbrigðisstéttanna eru lausir og miðar viðræðum hægt. Páll segir þessa biðstöðu áhyggjuefni. Tilraunaverkefni til að laða að hjúkrunarfræðinga sem fólst í bættum kjörum og starfsaðstæðum hafi virkað en því þurfi að hætta vegna þess að það sé ófjármagnað. „Þetta er að okkar mati mikilvægt innlegg í samningaviðræðurnar en er ekki eitthvað sem við getum áfram borið ábyrgð á. Við verðum að fá bætur fyrir þau laun sem við greiðum.“ Tvennt hafi einkum verið að sliga spítalann umfram annað, erfiðleikar við mönnun í hjúkrun og ónógar launabætur af hálfu ríkisins. „Þetta eru hvort tveggja hlutir sem eru utan okkar stjórnar en við erum líka að taka til í okkar ranni og reyna að hagræða og vera með aðhald í öllu sem ekki lýtur beint að þjónustu við sjúklinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45