Skoða Gautaborgarmódelið við útfærslu veggjalda Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 12:13 Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Er hún til fimmtán ára og er búið að heita 120 milljörðum í vegaframkvæmdir sem annars hefðu tekið 50 ár í framkvæmd ef sama takti hefði verið haldið líkt og verið hefur síðustu tíu ár. Samgönguáætlunin kveður á um borgarlínu, breikkun stofnbrauta, göngustíga og hjólastíga. Er markmiðið að íbúar geti valið fjölbreytta kosti í samgöngum. Þannig megi draga úr töfum og mengun sem geri ríkinu kleift að ná loftslagsmarkmiðum. Ríkið leggur til 45 milljarða, sveitarfélög 15 en sérstök fjármögnun á að standa straum af 60 milljörðum sem vantar, þar á meðal veggjöld. Útfærslan á veggjöldunum liggur ekki fyrir en Sigurður Ingi sagði ýmis módel til skoðunar. Þar á meðal Gautaborgarmódelið sem hefur verið við líði í um fimm ár. Seinkun í umferðinni hefur minnkað þar um helming og umferðin dregist saman um tólf prósent. Sé það gjaldamódel yfirfært á Ísland þá yrði notast við myndavélhlið og gjaldið um 50 til 200 krónur. Sem þýðir að þeir sem geta ekki ferðast nema í mestu umferðinni á morgnanna og síðdegis gætu þurft að borga 8 - 9 þúsund á mánuði. „En síðan er auðvitað í þessu Gautaborgarmódelið, þá er ókeypis á kvöldin, nóttunni, helgum og frídögum og auðvitað lægra gjald þegar umferðin er minni,“ sagði Sigurður Ingi en lagði áherslu á að veggjöldin væru enn óútfærð. Sigurður ítrekaði að með þessu væri verið að skipta um gjaldakerfi með tilkomu rafbíla, ekki væri ætlunin að innheimta einnig eldsneytis- og bifreiðagjöld með sama hætti, þau yrðu lækkuð á móti. „Það er ekki tilgangur að auka álögur á bifreiðaeigendur með því að skipta um kerfi. Það er verið að tryggja tekjur og þá yrði módelið á höfuðborgarsvæðinu hluti af þessu módeli yfir allt Ísland.“Heyra má viðtalið við Sigurð Inga í heild hér fyrir neðan: Samgöngur Vegtollar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Er hún til fimmtán ára og er búið að heita 120 milljörðum í vegaframkvæmdir sem annars hefðu tekið 50 ár í framkvæmd ef sama takti hefði verið haldið líkt og verið hefur síðustu tíu ár. Samgönguáætlunin kveður á um borgarlínu, breikkun stofnbrauta, göngustíga og hjólastíga. Er markmiðið að íbúar geti valið fjölbreytta kosti í samgöngum. Þannig megi draga úr töfum og mengun sem geri ríkinu kleift að ná loftslagsmarkmiðum. Ríkið leggur til 45 milljarða, sveitarfélög 15 en sérstök fjármögnun á að standa straum af 60 milljörðum sem vantar, þar á meðal veggjöld. Útfærslan á veggjöldunum liggur ekki fyrir en Sigurður Ingi sagði ýmis módel til skoðunar. Þar á meðal Gautaborgarmódelið sem hefur verið við líði í um fimm ár. Seinkun í umferðinni hefur minnkað þar um helming og umferðin dregist saman um tólf prósent. Sé það gjaldamódel yfirfært á Ísland þá yrði notast við myndavélhlið og gjaldið um 50 til 200 krónur. Sem þýðir að þeir sem geta ekki ferðast nema í mestu umferðinni á morgnanna og síðdegis gætu þurft að borga 8 - 9 þúsund á mánuði. „En síðan er auðvitað í þessu Gautaborgarmódelið, þá er ókeypis á kvöldin, nóttunni, helgum og frídögum og auðvitað lægra gjald þegar umferðin er minni,“ sagði Sigurður Ingi en lagði áherslu á að veggjöldin væru enn óútfærð. Sigurður ítrekaði að með þessu væri verið að skipta um gjaldakerfi með tilkomu rafbíla, ekki væri ætlunin að innheimta einnig eldsneytis- og bifreiðagjöld með sama hætti, þau yrðu lækkuð á móti. „Það er ekki tilgangur að auka álögur á bifreiðaeigendur með því að skipta um kerfi. Það er verið að tryggja tekjur og þá yrði módelið á höfuðborgarsvæðinu hluti af þessu módeli yfir allt Ísland.“Heyra má viðtalið við Sigurð Inga í heild hér fyrir neðan:
Samgöngur Vegtollar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira