Aron Einar: Stál í stál í leikjum þessara liða Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 12:30 Aron Einar Gunnarsson. vísir/bára Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, býst við miklum baráttuleik í kvöld þegar strákarnir mæta Albönum í undankeppni EM 2020. Leikir liðanna síðustu ár hafa verið það og svo var einnig í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum sem Ísland vann 1-0. Íslenska liðið er í baráttu um tvö efstu sætin í riðlinum en þau gefa bæði sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. „Það er stutt á milli í þessu og við vitum hvað þetta er tæpt. Það eru þrjú lið sem eru með tólf stig og það er ekki mikið pláss fyrir það að misstíga sig. Við þurfum að halda áfram okkar leik. Við erum með ágætis mómentum og þurfum að halda því áfram,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Albanska liðið tapaði 4-1 á móti Frökkum í París um helgina en það eru betri úrslit en hjá íslenska landsliðinu sem tapaði 4-0 á sama stað fyrr á þessu ári. Það var síðasta og eina tap íslenska liðsins í riðlinum. „Sjálfstraustið hjá Albönum er lágt eftir leikinn á móti Frökkum en við vitum það að þeir koma dýrvitlausir í þennan leik á morgun og vilja ná fram hefndum. Þetta verður bara spurning hvernig við mætum þeim og við þurfum að byrja af krafti,“ sagði Aron Einar. Hann er að fara að spila sinn fjórða landsleik á móti Albaníu í kvöld. „Það hefur verið stál í stál í leikjum þessara liða. Maður man eftir þessum leikjum því það er mikill kraftur í mönnum og mikið um návígi og æsing. Það verður slíkt hið sama á morgun (í kvöld). Við verðum að vera klárir í stimpingar og tæklingar og kraft frá þeim,“ sagði Aron Einar en býr íslenska liðið að því að hafa unnið þægilegan sigur á Moldóvu um helgina. „Hann var ekki auðveldur en hann var vel skipulagður og vel spilaður af okkar hálfu. Mér fannst við slaka aðeins á í lokin og vorum kannski byrjaðir að einbeita okkur að þessum leik sem er gott og blessað. Kannski spöruðum við einhverja smá orku. Það var fínt að ná þremur stigum á heimavelli,“ sagði Aron Einar. „Við fórum vel yfir leikinn í gær og byrjuðum að funda um Albaníu í dag (í gær). Við höfum farið vel yfir þá og erum klárir í baráttu á morgun (í kvöld),“ sagði Aron Einar.Klippa: Aron Einar: Stál í stál EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, býst við miklum baráttuleik í kvöld þegar strákarnir mæta Albönum í undankeppni EM 2020. Leikir liðanna síðustu ár hafa verið það og svo var einnig í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum sem Ísland vann 1-0. Íslenska liðið er í baráttu um tvö efstu sætin í riðlinum en þau gefa bæði sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. „Það er stutt á milli í þessu og við vitum hvað þetta er tæpt. Það eru þrjú lið sem eru með tólf stig og það er ekki mikið pláss fyrir það að misstíga sig. Við þurfum að halda áfram okkar leik. Við erum með ágætis mómentum og þurfum að halda því áfram,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Albanska liðið tapaði 4-1 á móti Frökkum í París um helgina en það eru betri úrslit en hjá íslenska landsliðinu sem tapaði 4-0 á sama stað fyrr á þessu ári. Það var síðasta og eina tap íslenska liðsins í riðlinum. „Sjálfstraustið hjá Albönum er lágt eftir leikinn á móti Frökkum en við vitum það að þeir koma dýrvitlausir í þennan leik á morgun og vilja ná fram hefndum. Þetta verður bara spurning hvernig við mætum þeim og við þurfum að byrja af krafti,“ sagði Aron Einar. Hann er að fara að spila sinn fjórða landsleik á móti Albaníu í kvöld. „Það hefur verið stál í stál í leikjum þessara liða. Maður man eftir þessum leikjum því það er mikill kraftur í mönnum og mikið um návígi og æsing. Það verður slíkt hið sama á morgun (í kvöld). Við verðum að vera klárir í stimpingar og tæklingar og kraft frá þeim,“ sagði Aron Einar en býr íslenska liðið að því að hafa unnið þægilegan sigur á Moldóvu um helgina. „Hann var ekki auðveldur en hann var vel skipulagður og vel spilaður af okkar hálfu. Mér fannst við slaka aðeins á í lokin og vorum kannski byrjaðir að einbeita okkur að þessum leik sem er gott og blessað. Kannski spöruðum við einhverja smá orku. Það var fínt að ná þremur stigum á heimavelli,“ sagði Aron Einar. „Við fórum vel yfir leikinn í gær og byrjuðum að funda um Albaníu í dag (í gær). Við höfum farið vel yfir þá og erum klárir í baráttu á morgun (í kvöld),“ sagði Aron Einar.Klippa: Aron Einar: Stál í stál
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira