Fáklæddur ferðamaður í háskaleik við Skógafoss Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 11:43 Færsla Noru McMahon hefur vakið mikla athygli og umtal í Facebook-hópnum Iceland Q&A. Myndirnar af manninum sjást í skjáskoti af færslunni. Skjáskot/Facebook Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. Myndir náðust af manninum þar sem hann stendur fáklæddur við brún fossins. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis sem varð vitni að atvikinu í gær segir að lítið hefði mátt út af bregða til að illa færi fyrir ferðamanninum. Nora McMahon birti fyrst myndir af atvikinu í Facebook-hópnum Iceland Q&A í gær. „Hvað sem þú gerir, þegar þú heimsækir Ísland, ekki vera þessi hálfviti,“ skrifar Nora við myndina. Myndum Noru var síðar deilt áfram í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Hátterni ferðamannsins vakti töluverða hneykslan í báðum hópum.Hér að neðan má sjá umræddar myndir á Instagram-reikningi McMahon. View this post on InstagramNext level assholery-I thought I was going to watch an idiot Instagram “influencer” die. We’re raising generations of narcissists who will do anything for a “like”. A post shared by Nora McMahon (@snora88) on Sep 9, 2019 at 12:51pm PDT Örlygur Örlygsson, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Travice, var staddur við Skógafoss um sjöleytið í gær þegar ferðamaðurinn greip til uppátækisins. Örlygur segir í samtali við Vísi að honum hafi brugðið við að sjá manninn, sem var staddur við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Fólkið virðist hafa komið að fossinum á bílaleigubíl og þá telur Örlygur að þau hafi öll verið bandarísk. „Hann stóð bara á brúninni. Ef það hefði verið smásteinn á brúninni þá hefði hann farið niður,“ segir Örlygur, sem vatt sér þvínæst upp að manninum og spurði hann út í háttalagið. Ætlunin hafi greinilega verið að ná spennandi myndum úr Íslandsferðalaginu. „Hann sagði að þetta skipti ekki máli því að lífið er allt áhætta. Ég gat ekkert sagt, var bara mjög hissa á þessu.“ Örlygur segir að maðurinn hafi komist klakklaust niður á jafnsléttu, þar sem hann hafi einnig farið á bak við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Lögreglan á Suðurlandi hafði ekki heyrt af atvikinu þegar fréttastofa hafði samband í dag. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. Myndir náðust af manninum þar sem hann stendur fáklæddur við brún fossins. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis sem varð vitni að atvikinu í gær segir að lítið hefði mátt út af bregða til að illa færi fyrir ferðamanninum. Nora McMahon birti fyrst myndir af atvikinu í Facebook-hópnum Iceland Q&A í gær. „Hvað sem þú gerir, þegar þú heimsækir Ísland, ekki vera þessi hálfviti,“ skrifar Nora við myndina. Myndum Noru var síðar deilt áfram í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Hátterni ferðamannsins vakti töluverða hneykslan í báðum hópum.Hér að neðan má sjá umræddar myndir á Instagram-reikningi McMahon. View this post on InstagramNext level assholery-I thought I was going to watch an idiot Instagram “influencer” die. We’re raising generations of narcissists who will do anything for a “like”. A post shared by Nora McMahon (@snora88) on Sep 9, 2019 at 12:51pm PDT Örlygur Örlygsson, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Travice, var staddur við Skógafoss um sjöleytið í gær þegar ferðamaðurinn greip til uppátækisins. Örlygur segir í samtali við Vísi að honum hafi brugðið við að sjá manninn, sem var staddur við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Fólkið virðist hafa komið að fossinum á bílaleigubíl og þá telur Örlygur að þau hafi öll verið bandarísk. „Hann stóð bara á brúninni. Ef það hefði verið smásteinn á brúninni þá hefði hann farið niður,“ segir Örlygur, sem vatt sér þvínæst upp að manninum og spurði hann út í háttalagið. Ætlunin hafi greinilega verið að ná spennandi myndum úr Íslandsferðalaginu. „Hann sagði að þetta skipti ekki máli því að lífið er allt áhætta. Ég gat ekkert sagt, var bara mjög hissa á þessu.“ Örlygur segir að maðurinn hafi komist klakklaust niður á jafnsléttu, þar sem hann hafi einnig farið á bak við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Lögreglan á Suðurlandi hafði ekki heyrt af atvikinu þegar fréttastofa hafði samband í dag.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira