Frakkland og Tyrkland, keppinautar Íslands um efstu tvö sætin í H-riðli undankeppni EM 2020, unnu bæði leiki sína í kvöld.
Heimsmeistarar Frakka unnu 3-0 sigur á Andorramönnum á Saint-Denis.
Kingsley Coman, Clement Lenglet og Wissam Ben Yedder skoruðu mörk Frakka. Antoine Griezmann klúðraði vítaspyrnu líkt og í sigrinum á Albaníu á laugardaginn.
Frakkland er með 15 stig í 2. sæti riðilsins. Tyrkland, sem vann 0-4 sigur á Moldóvu, er á toppnum, eru einnig með 15 stig.
Cenk Tosun skoraði tvö mörk fyrir Tyrki og Deniz Turuc og Yusuf Yazici sitt markið hvor.
