Unglingar bregðast öðruvísi við missi en fullorðnir gera Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. september 2019 08:15 Þegar sorg bætist við hormónabreytingar kynþroskaskeiðs getur það lagst þungt á unglinga. Nordicphotos/Getty Sumarið 2014 missti Heiður Ósk Þorgeirsdóttir, þá 25 ára, móður sína eftir stutta baráttu hennar við krabbamein. Yngsti bróðir hennar, sem var 14 ára, brást við missinum með þögn. Hann grét ekki og vildi ekki tala um fráfallið. „Ég sat með pabba og við reyndum að finna leiðir til að hjálpa honum að takast á við þetta. Við vissum ekkert hvernig við ættum að bera okkur að. Hann hefur alltaf verið hlédrægur en þarna lokaðist hann alveg og okkur fannst hann ekki átta sig á þessu. Seinna komumst við að því að hann hefði grátið og tjáð sig við þáverandi kærustu sína, en hann sýndi okkur það aldrei,“ segir Heiður. Þetta varð svo kveikjan að rannsókn hennar á sorgarferli unglinga við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Mig langaði til að skilja hans ferli, hvernig ég gæti verið betur til staðar og jafnframt að skilja mitt eigið sorgarferli.“ Í rannsóknarvinnunni komst Heiður að því að tiltölulega lítið hefur verið skrifað um sorgarferli unglinga, sem er þó töluvert frábrugðið barna og fullorðinna. Heiður segir að unglingar velti dauðanum meira fyrir sér en aðrir. „Unglingar velta fyrir sér þessum stóru spurningum. Hver er ég? Hvað er dauðinn? Og hver er ástæðan fyrir honum? Börn hafa ekki skilning á dauðanum og fullorðnir vita að hann er endanlegur,“ segir hún. „Unglingar hafa skilning á dauðanum en hann er ekki jafn góður og fullorðinna.“ Aldurinn sem Heiður afmarkaði sig við var 12 til 16 ára. Hún segir töluverðan mun á hvernig kynin bregðast við. „Stelpurnar taka frekar á sig ábyrgð. Segjum að ef móðir fellur frá þá taka þær á sig umönnunarhlutverk gagnvart eftirlifandi föður. Drengirnir eru hlédrægari.“ Áhrifin af sorg eru mikil og þegar hormónabreytingar kynþroskaskeiðsins bætast við getur þeim fylgt þunglyndi, þreyta, reiði, kvíði, streita og jafnvel áhættusöm hegðun. Þetta sé þó einstaklingsbundið og ekki sé alltaf hægt að sjá einkennin. Heiður segir mikilvægt að allir, fjölskylda, vinir, skóli, íþróttafélög og fleiri, komi að því að styðja unglinga í sorgarferli og sýna þeim skilning. Hún segir að skólarnir séu misvel undirbúnir til að bregðast við. Nefnir hún áfallaáætlanir skóla í þessu samhengi. „Áfallaáætlanir eru gagnlegar en það þarf að fylgja þeim. Því miður eru þær þó ekki til í öllum skólum. Svo eru dæmi um að þær séu ekki uppfærðar eða ekki stuðst við þær. Allt starfsfólk skólanna þarf að vera upplýst um stöðuna og geta brugðist við, ekki aðeins kennarar.“ Heiður vonar að rannsókn hennar verði til gagns og að bæði starfsfólk skóla og aðrir geti stuðst við hana. Hún vinnur nú að framhaldsverkefni, byggðu á þessari rannsókn, þar sem hún skoðar upplifun fólks af skólagöngu eftir foreldramissi. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sumarið 2014 missti Heiður Ósk Þorgeirsdóttir, þá 25 ára, móður sína eftir stutta baráttu hennar við krabbamein. Yngsti bróðir hennar, sem var 14 ára, brást við missinum með þögn. Hann grét ekki og vildi ekki tala um fráfallið. „Ég sat með pabba og við reyndum að finna leiðir til að hjálpa honum að takast á við þetta. Við vissum ekkert hvernig við ættum að bera okkur að. Hann hefur alltaf verið hlédrægur en þarna lokaðist hann alveg og okkur fannst hann ekki átta sig á þessu. Seinna komumst við að því að hann hefði grátið og tjáð sig við þáverandi kærustu sína, en hann sýndi okkur það aldrei,“ segir Heiður. Þetta varð svo kveikjan að rannsókn hennar á sorgarferli unglinga við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Mig langaði til að skilja hans ferli, hvernig ég gæti verið betur til staðar og jafnframt að skilja mitt eigið sorgarferli.“ Í rannsóknarvinnunni komst Heiður að því að tiltölulega lítið hefur verið skrifað um sorgarferli unglinga, sem er þó töluvert frábrugðið barna og fullorðinna. Heiður segir að unglingar velti dauðanum meira fyrir sér en aðrir. „Unglingar velta fyrir sér þessum stóru spurningum. Hver er ég? Hvað er dauðinn? Og hver er ástæðan fyrir honum? Börn hafa ekki skilning á dauðanum og fullorðnir vita að hann er endanlegur,“ segir hún. „Unglingar hafa skilning á dauðanum en hann er ekki jafn góður og fullorðinna.“ Aldurinn sem Heiður afmarkaði sig við var 12 til 16 ára. Hún segir töluverðan mun á hvernig kynin bregðast við. „Stelpurnar taka frekar á sig ábyrgð. Segjum að ef móðir fellur frá þá taka þær á sig umönnunarhlutverk gagnvart eftirlifandi föður. Drengirnir eru hlédrægari.“ Áhrifin af sorg eru mikil og þegar hormónabreytingar kynþroskaskeiðsins bætast við getur þeim fylgt þunglyndi, þreyta, reiði, kvíði, streita og jafnvel áhættusöm hegðun. Þetta sé þó einstaklingsbundið og ekki sé alltaf hægt að sjá einkennin. Heiður segir mikilvægt að allir, fjölskylda, vinir, skóli, íþróttafélög og fleiri, komi að því að styðja unglinga í sorgarferli og sýna þeim skilning. Hún segir að skólarnir séu misvel undirbúnir til að bregðast við. Nefnir hún áfallaáætlanir skóla í þessu samhengi. „Áfallaáætlanir eru gagnlegar en það þarf að fylgja þeim. Því miður eru þær þó ekki til í öllum skólum. Svo eru dæmi um að þær séu ekki uppfærðar eða ekki stuðst við þær. Allt starfsfólk skólanna þarf að vera upplýst um stöðuna og geta brugðist við, ekki aðeins kennarar.“ Heiður vonar að rannsókn hennar verði til gagns og að bæði starfsfólk skóla og aðrir geti stuðst við hana. Hún vinnur nú að framhaldsverkefni, byggðu á þessari rannsókn, þar sem hún skoðar upplifun fólks af skólagöngu eftir foreldramissi.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira