Forsætisnefnd Alþingis verði ekki lengur milliliður siðanefndar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. september 2019 12:30 Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. visir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti þingmönnum við þingsetningu í gær að hann auk Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefðu unnið að endurskoðun og tillögum að breytingum á siðareglunum alþingismanna. Það hefði reynst nauðsynlegt að fenginni reynslu. Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. Helga Vala segir að henni sé ekki kunnugt um það hvort forsætisnefnd hafi gert breytingar á drögum sem þau lögðu til. Aðspurð hvað felist í tillögunum svarar Helga Vala því til að forsætisnefnd hætti sem ventill á hvaða mál fari fyrir siðanefnd. „Það er kannski helst að nefna þær breytingar að forsætisnefnd fari út úr ferlinu þannig að forsætisnefnd verði ekki áfram þessi ventill sem var skrifaður inn í siðareglurnar á sínum tíma og var í rauninni breyting frá því sem lagt var til í upphafi. Það var varað við því að hafa það þannig, það voru umsagnar aðilar sem vöruðu við því að forsætisnefnd væri svona með puttana í þessu en það var engu að síður niðurstaðan þá en nú sjáum við að þetta var óheppilegt,“ segir Helga Vala. Með breytingunum sé verið að auka sjálfstæði og vægi siðanefndarinnar þannig að forsætisnefnd og hinir kjörnu fulltrúar hafi hvorki neitt um það að segja hvort mál fari fyrir siðanefnd né um það sem kemur þaðan. Fyrirkomulagið eins og það er í dag er með þeim hætti að álit siðanefndar er í raun ráðgefandi fyrir forsætisnefnd. „Það er okkar tillaga að því verði breytt þannig að siðanefnd verði þessi úrskurðaraðili.“ Ýmsir stjórnmálamenn hafa þá gagnrýnt að engin viðurlög séu við brotum á siðareglum. Í Evrópuþinginu er sá háttur hafður á að fólk missir rétt til að gegna trúnaðarstörfum í þinginu hafi það gerst brotlegt við siðareglur. Helga Vala er óviss með sína afstöðu. „Ég hef persónulega sveiflast mjög mikið þar og er ekkert alveg viss hvað mér á að finnast um það. Mér vísara fólk segir að það eigi ekki að vea viðurlög við siðareglum og þá er ég að vísa í siðfræðinga og þá sem hafa svona verið að vinna mikið með þetta. Ég óskaði eftir því að þessar reglur færu til umsagnar hjá Lýðræðis og mannréttindarnefnd ÖSE sem hefur verið að aðstoða þjóðþingin við að setja siðareglur og fylgja þeim eftir og ég hlakka mikið til að sjá hvað sú nefnd segir við þessum tillögum,“ segir Helga Vala. Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti þingmönnum við þingsetningu í gær að hann auk Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefðu unnið að endurskoðun og tillögum að breytingum á siðareglunum alþingismanna. Það hefði reynst nauðsynlegt að fenginni reynslu. Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. Helga Vala segir að henni sé ekki kunnugt um það hvort forsætisnefnd hafi gert breytingar á drögum sem þau lögðu til. Aðspurð hvað felist í tillögunum svarar Helga Vala því til að forsætisnefnd hætti sem ventill á hvaða mál fari fyrir siðanefnd. „Það er kannski helst að nefna þær breytingar að forsætisnefnd fari út úr ferlinu þannig að forsætisnefnd verði ekki áfram þessi ventill sem var skrifaður inn í siðareglurnar á sínum tíma og var í rauninni breyting frá því sem lagt var til í upphafi. Það var varað við því að hafa það þannig, það voru umsagnar aðilar sem vöruðu við því að forsætisnefnd væri svona með puttana í þessu en það var engu að síður niðurstaðan þá en nú sjáum við að þetta var óheppilegt,“ segir Helga Vala. Með breytingunum sé verið að auka sjálfstæði og vægi siðanefndarinnar þannig að forsætisnefnd og hinir kjörnu fulltrúar hafi hvorki neitt um það að segja hvort mál fari fyrir siðanefnd né um það sem kemur þaðan. Fyrirkomulagið eins og það er í dag er með þeim hætti að álit siðanefndar er í raun ráðgefandi fyrir forsætisnefnd. „Það er okkar tillaga að því verði breytt þannig að siðanefnd verði þessi úrskurðaraðili.“ Ýmsir stjórnmálamenn hafa þá gagnrýnt að engin viðurlög séu við brotum á siðareglum. Í Evrópuþinginu er sá háttur hafður á að fólk missir rétt til að gegna trúnaðarstörfum í þinginu hafi það gerst brotlegt við siðareglur. Helga Vala er óviss með sína afstöðu. „Ég hef persónulega sveiflast mjög mikið þar og er ekkert alveg viss hvað mér á að finnast um það. Mér vísara fólk segir að það eigi ekki að vea viðurlög við siðareglum og þá er ég að vísa í siðfræðinga og þá sem hafa svona verið að vinna mikið með þetta. Ég óskaði eftir því að þessar reglur færu til umsagnar hjá Lýðræðis og mannréttindarnefnd ÖSE sem hefur verið að aðstoða þjóðþingin við að setja siðareglur og fylgja þeim eftir og ég hlakka mikið til að sjá hvað sú nefnd segir við þessum tillögum,“ segir Helga Vala.
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira