Tók myndirnar sem sönnunargögn fyrir lögregluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2019 12:52 Myndirnar sem Nora tók af ferðamanninum við Skógafoss á mánudag. Mynd/Nora McMahon Bandarískur ferðamaður, sem tók myndir af fáklæddum ferðamanni í háskaleik við Skógafoss á mánudagskvöld, segist hafa tekið myndirnar ef ske kynni að hún þyrfti að reiða þær fram sem sönnunargögn fyrir lögreglu. Lögregla segir að ekki sé hægt að aðhafast neitt í málinu, þó að hegðun ferðamannsins sé vissulega fráleit. Nora McMahon er þessa dagana á ferðalagi um Ísland ásamt eiginmanni sínum. Hún birti myndir sínar af ferðamanninum, þar sem hann sést ber að ofan á stuttbuxum við brún Skógafoss, í Facebook-hópnum Iceland Q&A í gær. Myndum Noru var síðar deilt áfram í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Hátterni ferðamannsins vakti töluverða hneykslan í báðum hópum.Færsla Noru McMahon vakti mikla athygli og umtal í Facebook-hópnum Iceland QandA.Skjáskot/FacebookSnögg að grípa í myndavélina Nora segir í samskiptum við Vísi að þau hjónin hafi stoppað við Skógafoss í fyrradag og gengið sem leið lá upp tröppurnar meðfram fossinum til að komast á útsýnispallinn sem er þar fyrir ofan. Það var þá sem þau komu auga á ofurhugann, sem Nora telur að hafi verið að reyna að ná áhrifamikilli Instagram-mynd. „[…] og þegar ég leit niður sá ég þennan unga mann ganga út í fossinn. Ég var fljót að taka myndirnar vegna þess að ég hef heyrt af svo mörgum ungum ferðamönnum sem koma hingað og vanvirða náttúrulegu fegurðina og höftin sem hefur verið komið á,“ segir Nora. „Og ég hugsaði að ef þessi gaur kæmist lífs af biðu e.t.v. lögregluþjónar eftir honum við tröppurnar, og þá hefði ég í það minnsta sönnunargögn fyrir þá.“ „Hvað í veröldinni er þessi gaur að gera?“ Þá lýsir Nora því að á útsýnispallinum hafi verið fjölskylda sem einnig fylgdist með áhættuatriði mannsins. Hún segir að tilfinningar móðurinnar hafi endurspeglað sínar eigin – báðar hafi þær verið hræddar og pirraðar á atvikinu. „Almenna viðhorfið virtist vera: „Hvað í veröldinni er þessi gaur að gera?“ Ég þurfti að snúa mér undan fossinum vegna þess að ég var logandi hrædd um að ég þyrfti að fylgjast með honum hrapa og deyja.“ Maðurinn hafi þó á endanum komist klakklaust til baka upp á árbakkann. Þar hafi maðurinn hitt fyrir tvo vini sína sem munduðu myndavélar og þeir svo hlaupið niður tröppurnar meðfram Skógafossi. „Ég hef heyrt af því hversu margir „áhrifavaldar“ koma til landsins og finnast þeir eiga tilkall til þess sem hér er en ég hafði ekki hugmynd um það hversu klikkað þetta er. Mér finnst magnað að Íslendingar þurfi að umbera hegðun af þessu tagi og mér þykir fyrir því hversu mörg ykkar glíma nú við afleiðingarnar,“ segir Nora.Sjá einnig: BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Fréttastofa hefur ekki fengið staðfest deili á ferðamanninum í fossinum. Þá er ekki vitað hvort hann teljist áhrifavaldur, eða hvort hann hafi farið út í fossinn í erindagjörðum tengdum slíkum störfum. Þó er ljóst að Ísland er vinsæll áfangastaður áhrifavalda. Vaxandi vinsældir landsins á samfélagsmiðlum hafa raunar ítrekað ratað í heimsmiðlana. Síðast í júní fjallaði breska ríkisútvarpið BBC um megna óánægju Íslendinga með ágang áhrifavalda á náttúru landsins. Í því samhengi var sérstaklega fjallað um heimsókn rússnesku Instagram-stjörnunnar Alexander Tikhomirov, sem í júní gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Málið vakti mikla reiði hér á landi en Tikhomirov var gert að greiða 450 þúsund króna sekt vegna utnavegaakstursins.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/EgillVerður ekki lögreglumál þó að hegðunin sé fráleit Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að málið hafi ekki komið inn á borð lögreglu í umdæminu. Þá telur hann ólíklegt að lögregla gæti yfir höfuð aðhafst nokkuð í málinu. Vissulega séu almenn tilmæli til fólks á staðnum að halda sig á merktum göngustígum en ekkert stöðvi þó vegfarendur í því að fara út fyrir alfaraleið. „Það er engin lagarammi sem stöðvar þig í því, svo lengi sem þú veldur ekki tjóni. Þetta verður ekki lögreglumál þótt þetta sé auðvitað fráleit hegðun.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fáklæddur ferðamaður í háskaleik við Skógafoss Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. 10. september 2019 11:43 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Bandarískur ferðamaður, sem tók myndir af fáklæddum ferðamanni í háskaleik við Skógafoss á mánudagskvöld, segist hafa tekið myndirnar ef ske kynni að hún þyrfti að reiða þær fram sem sönnunargögn fyrir lögreglu. Lögregla segir að ekki sé hægt að aðhafast neitt í málinu, þó að hegðun ferðamannsins sé vissulega fráleit. Nora McMahon er þessa dagana á ferðalagi um Ísland ásamt eiginmanni sínum. Hún birti myndir sínar af ferðamanninum, þar sem hann sést ber að ofan á stuttbuxum við brún Skógafoss, í Facebook-hópnum Iceland Q&A í gær. Myndum Noru var síðar deilt áfram í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Hátterni ferðamannsins vakti töluverða hneykslan í báðum hópum.Færsla Noru McMahon vakti mikla athygli og umtal í Facebook-hópnum Iceland QandA.Skjáskot/FacebookSnögg að grípa í myndavélina Nora segir í samskiptum við Vísi að þau hjónin hafi stoppað við Skógafoss í fyrradag og gengið sem leið lá upp tröppurnar meðfram fossinum til að komast á útsýnispallinn sem er þar fyrir ofan. Það var þá sem þau komu auga á ofurhugann, sem Nora telur að hafi verið að reyna að ná áhrifamikilli Instagram-mynd. „[…] og þegar ég leit niður sá ég þennan unga mann ganga út í fossinn. Ég var fljót að taka myndirnar vegna þess að ég hef heyrt af svo mörgum ungum ferðamönnum sem koma hingað og vanvirða náttúrulegu fegurðina og höftin sem hefur verið komið á,“ segir Nora. „Og ég hugsaði að ef þessi gaur kæmist lífs af biðu e.t.v. lögregluþjónar eftir honum við tröppurnar, og þá hefði ég í það minnsta sönnunargögn fyrir þá.“ „Hvað í veröldinni er þessi gaur að gera?“ Þá lýsir Nora því að á útsýnispallinum hafi verið fjölskylda sem einnig fylgdist með áhættuatriði mannsins. Hún segir að tilfinningar móðurinnar hafi endurspeglað sínar eigin – báðar hafi þær verið hræddar og pirraðar á atvikinu. „Almenna viðhorfið virtist vera: „Hvað í veröldinni er þessi gaur að gera?“ Ég þurfti að snúa mér undan fossinum vegna þess að ég var logandi hrædd um að ég þyrfti að fylgjast með honum hrapa og deyja.“ Maðurinn hafi þó á endanum komist klakklaust til baka upp á árbakkann. Þar hafi maðurinn hitt fyrir tvo vini sína sem munduðu myndavélar og þeir svo hlaupið niður tröppurnar meðfram Skógafossi. „Ég hef heyrt af því hversu margir „áhrifavaldar“ koma til landsins og finnast þeir eiga tilkall til þess sem hér er en ég hafði ekki hugmynd um það hversu klikkað þetta er. Mér finnst magnað að Íslendingar þurfi að umbera hegðun af þessu tagi og mér þykir fyrir því hversu mörg ykkar glíma nú við afleiðingarnar,“ segir Nora.Sjá einnig: BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Fréttastofa hefur ekki fengið staðfest deili á ferðamanninum í fossinum. Þá er ekki vitað hvort hann teljist áhrifavaldur, eða hvort hann hafi farið út í fossinn í erindagjörðum tengdum slíkum störfum. Þó er ljóst að Ísland er vinsæll áfangastaður áhrifavalda. Vaxandi vinsældir landsins á samfélagsmiðlum hafa raunar ítrekað ratað í heimsmiðlana. Síðast í júní fjallaði breska ríkisútvarpið BBC um megna óánægju Íslendinga með ágang áhrifavalda á náttúru landsins. Í því samhengi var sérstaklega fjallað um heimsókn rússnesku Instagram-stjörnunnar Alexander Tikhomirov, sem í júní gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Málið vakti mikla reiði hér á landi en Tikhomirov var gert að greiða 450 þúsund króna sekt vegna utnavegaakstursins.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/EgillVerður ekki lögreglumál þó að hegðunin sé fráleit Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að málið hafi ekki komið inn á borð lögreglu í umdæminu. Þá telur hann ólíklegt að lögregla gæti yfir höfuð aðhafst nokkuð í málinu. Vissulega séu almenn tilmæli til fólks á staðnum að halda sig á merktum göngustígum en ekkert stöðvi þó vegfarendur í því að fara út fyrir alfaraleið. „Það er engin lagarammi sem stöðvar þig í því, svo lengi sem þú veldur ekki tjóni. Þetta verður ekki lögreglumál þótt þetta sé auðvitað fráleit hegðun.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fáklæddur ferðamaður í háskaleik við Skógafoss Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. 10. september 2019 11:43 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Fáklæddur ferðamaður í háskaleik við Skógafoss Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. 10. september 2019 11:43