„Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2019 20:03 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mynd úr safni. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Benti hann á að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt mikla áherslu á loftslagsmál í ræðu sinni og sakaði hann Katrínu um að nálgast loftslagsmál á rangan hátt og mikið væri af rangfærslum í umræðunni um loftslagsmál að hans mati. Þannig sagði Sigmundur að ekki væri hægt að halda því fram að fellibyljum hafi fjölgað. Það eina sem hafi breyst sé að meiri byggð sé nú en áður á þeim svæðum þar sem fellibyljir séu tíðir. „Ekki notast við sýndarpólitík og moka ofan í skurði,“ sagði Sigmundur. Sagði hann að honum þætti sem sótt væri hart að íslenskum landbúnaði með aðgerðum í loftslagsmálum. Í því samhengi varaði hann einnig við því að draga úr hömlum á innflutning á fersku kjöti. Þá gagnrýndi hann, að öfugt við það sem lofað hafi verið, virðist að mati Sigmundar sem ríkisstjórnin hyggist flækja skattkerfið fremur en að einfalda það. Þá beindi Sigmundur spjótum sínum bæði að Framsóknarflokknum sem sé að hans mati hlutlaus þátttakandi í ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið ýmislegt yfir sig ganga sem ekki samræmist stefnu flokksins. Þannig sé Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að reyna að innleiða „marxískt heilbrigðiskerfi“ sem leitt hafi af sér tvöfalt heilbrigðiskerfi, allt á vakt Sjálfstæðisflokksins. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Benti hann á að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt mikla áherslu á loftslagsmál í ræðu sinni og sakaði hann Katrínu um að nálgast loftslagsmál á rangan hátt og mikið væri af rangfærslum í umræðunni um loftslagsmál að hans mati. Þannig sagði Sigmundur að ekki væri hægt að halda því fram að fellibyljum hafi fjölgað. Það eina sem hafi breyst sé að meiri byggð sé nú en áður á þeim svæðum þar sem fellibyljir séu tíðir. „Ekki notast við sýndarpólitík og moka ofan í skurði,“ sagði Sigmundur. Sagði hann að honum þætti sem sótt væri hart að íslenskum landbúnaði með aðgerðum í loftslagsmálum. Í því samhengi varaði hann einnig við því að draga úr hömlum á innflutning á fersku kjöti. Þá gagnrýndi hann, að öfugt við það sem lofað hafi verið, virðist að mati Sigmundar sem ríkisstjórnin hyggist flækja skattkerfið fremur en að einfalda það. Þá beindi Sigmundur spjótum sínum bæði að Framsóknarflokknum sem sé að hans mati hlutlaus þátttakandi í ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið ýmislegt yfir sig ganga sem ekki samræmist stefnu flokksins. Þannig sé Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að reyna að innleiða „marxískt heilbrigðiskerfi“ sem leitt hafi af sér tvöfalt heilbrigðiskerfi, allt á vakt Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira