Uppnám í Garðabæ eftir að börn grýttu önd til dauða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 00:08 Hanna birtir myndina af öndinni og biður Garðbæinga að ræða við börnin sín. Dýraspítalinn Garðabæ Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir að rétt fyrir lokun spítalans í dag hafi verið komið með fugl sem hafði verið grýttur nánast til dauða. Hanna greinir frá þessu í Facebook-hópi Garðbæinga. Hún brýnir fyrir foreldrum að ræða við börn sín og hvetur til þess að umræða verði tekin upp í skólum landsins eftir tíðindi af hrekkjum í sveitarfélaginu þar sem gjarðir séu losaðar af hjólum. Hanna segir að starfsfólk dýraspítalans hafði ekki haft neina aðra kosti í stöðunni en að aflífa fuglinn, eða stytta dauðastríðið eins og hún kemst að orði í skilaboðum til granna sinna í Garðabæ. Um hafi verið að ræða önd sem var vængbrotin og með sár eftir meðferðina.„Kona hafði stoppað börn af við verknaðinn við Sjálandsskóla,“ segir Hanna. Hjólahrekkir„Svo heyrir maður af því að verið sé að losa gjarðir á hjólum með það í huga að hrekkja og slasa og maður veltir því fyrir sér hvort að ekki þurfi að hafa verulegar áhyggjur af hugarfari einhverja barna í bænum.“ Vísar Hanna til frásagnar foreldra í Garðabæ, sem birst hafa bæði í fjölmiðlum og fyrrnefndum Facebook-hópi bæjarins, þar sem dekk hafa fallið skyndilega undan reiðhjólum og grunur á að þau hafi verið losuð.„Sterk tenging er milli ofbeldis gagnvart dýrum og þróun yfir í ofbeldi gagnvart fólki. Takið börnin tal, held að skólarnir ættu að taka upp umræðu um samkennd í skólum líkt og Danir eru að gera í skólum þarlendis.“ Nauðsynlegt að grípa inn íÓhætt er að segja að margir lýsi yfir áhyggjum af ástandinu en aðrir eru hreinlega orðlausir.„Þetta er óskaplegt að heyra. Það er erfitt að útskýra eða afsaka svona framferði sem kjánaskap eða óvitaskap,“ segir fjölmiðlakonan og Garðbæingurinn Ragnheiður Elín Clausen.Hrönn Stefánsdóttir, hjúkunarfræðingur á neyðarmóttöku, er sömuleiðis áhyggjufull.„Vá það þarf að grípa þarna inní. Mikil tenging þarna á milli.... er ekki hægt að finna út hver þau eru/voru til að það sé hægt að hjálpa þeim.“ Börn og uppeldi Dýr Garðabær Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir að rétt fyrir lokun spítalans í dag hafi verið komið með fugl sem hafði verið grýttur nánast til dauða. Hanna greinir frá þessu í Facebook-hópi Garðbæinga. Hún brýnir fyrir foreldrum að ræða við börn sín og hvetur til þess að umræða verði tekin upp í skólum landsins eftir tíðindi af hrekkjum í sveitarfélaginu þar sem gjarðir séu losaðar af hjólum. Hanna segir að starfsfólk dýraspítalans hafði ekki haft neina aðra kosti í stöðunni en að aflífa fuglinn, eða stytta dauðastríðið eins og hún kemst að orði í skilaboðum til granna sinna í Garðabæ. Um hafi verið að ræða önd sem var vængbrotin og með sár eftir meðferðina.„Kona hafði stoppað börn af við verknaðinn við Sjálandsskóla,“ segir Hanna. Hjólahrekkir„Svo heyrir maður af því að verið sé að losa gjarðir á hjólum með það í huga að hrekkja og slasa og maður veltir því fyrir sér hvort að ekki þurfi að hafa verulegar áhyggjur af hugarfari einhverja barna í bænum.“ Vísar Hanna til frásagnar foreldra í Garðabæ, sem birst hafa bæði í fjölmiðlum og fyrrnefndum Facebook-hópi bæjarins, þar sem dekk hafa fallið skyndilega undan reiðhjólum og grunur á að þau hafi verið losuð.„Sterk tenging er milli ofbeldis gagnvart dýrum og þróun yfir í ofbeldi gagnvart fólki. Takið börnin tal, held að skólarnir ættu að taka upp umræðu um samkennd í skólum líkt og Danir eru að gera í skólum þarlendis.“ Nauðsynlegt að grípa inn íÓhætt er að segja að margir lýsi yfir áhyggjum af ástandinu en aðrir eru hreinlega orðlausir.„Þetta er óskaplegt að heyra. Það er erfitt að útskýra eða afsaka svona framferði sem kjánaskap eða óvitaskap,“ segir fjölmiðlakonan og Garðbæingurinn Ragnheiður Elín Clausen.Hrönn Stefánsdóttir, hjúkunarfræðingur á neyðarmóttöku, er sömuleiðis áhyggjufull.„Vá það þarf að grípa þarna inní. Mikil tenging þarna á milli.... er ekki hægt að finna út hver þau eru/voru til að það sé hægt að hjálpa þeim.“
Börn og uppeldi Dýr Garðabær Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira