„Ég er enginn dansari og er lítið úti að skemmta mér út af íþróttalífinu og því fæ ég fá tækifæri til að dansa.“
Hún segist aðallega vera spennt fyrir því að vera fara gera eitthvað allt annað en hún er vön.
„Það er það sem er svo skemmtilegt við þetta, að vera út fyrir þægindarammann fræga,“ segir Vilborg sem hefur verið pöruð við dansarann Javi Fernández Valiño.
„Ég er svo ótrúlega ánægð með hann. Hann er svo skemmtilegur og lifandi karakter. Við erum ekki farin að æfa neitt þar sem við erum svolítið mikið til skiptis í útlöndum. Maður þarf því að læra hratt og örugglega þegar að því kemur.“
Markmiðið númer 1, 2 og 3 hjá Vilborgu verður að hafa gaman en hún ætlar sér samt að reyna að ná langt.
„Maður er að fara læra fullt af nýjum hlutum og samhæfing og taktur hefur ekki verið mikill styrkleiki hjá mér. Þannig að ég sé mörg tækifæri fyrir bætingu. Ég er kannski mest stressuð fyrir því að ég kann akkúrat ekkert. Ég hef engan grunn og er að fara læra alveg frá byrjun,“ segir Vilborg sem er strax farin að horfa á YouTube-myndbönd til að undirbúa sig.