Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 14:57 Hergenreder í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina þegar hann lá inni á sjúkrahúsinu. Nú lýsir hann reynslunni í samtali við CNN eftir útskrift af spítalanum. SKjáskot/NBC Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. Hergenreder lýsir því að lungu hans hafi verið í svipuðu ástandi og „lungu sjötugs manns“ þegar hann var lagður inn á sjúkrahús. 450 tilfelli af sjúkdómnum hafa greinst í Bandaríkjunum undanfarin misseri og dregið að minnsta kosti fimm til dauða.Sjá einnig: Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Hergenreder var lagður inn á sjúkrahús seint í síðasta mánuði vegna sjúkdómsins. Hann kveðst hafa stundað rafreykingar, bæði með nikótíni og kannabisefnum, í um eitt og hálft ár áður en hann veiktist. Hergenreder lýsir reynslu sinni í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN. Hann segist hafa byrjað að finna fyrir hálfgerðum flensueinkennum og þá var honum einnig afar þungt um andardrátt. Eftir nokkra daga af miklum óstjórnlegum skjálftaköstum og uppköstum var hann fluttur á spítalann, þar sem læknar tjáðu honum að hann væri kominn með „lungu sjötugs manns“. „Það var óhugnanlegt að hugsa um það. Þetta litla tæki hafði þessi áhrif á lungun í mér,“ segir Hergenreder. Þá segist hann ekki viss um að hann verði nokkurn tímann alveg heill heilsu eftir veikindin. „Ég æfði glímu áður en þetta gerðist og það kann að vera að ég geti aldrei glímt aftur vegna þess að það er íþrótt sem krefst mikils af líkamanum og lungu mín höndla ef til vill ekki áreynsluna.“Donald Trump sagði í samtali við fjölmiðla í gær að notkun rafretta væri orðið mikið vandamál. Foreldrar eigi að vera meðvitaðir um það.AP/Evan VucciTöluvert hefur verið fjallað um lungnasjúkdóminn sem Hergenreder greindist með undanfarin misseri. Sjúkdómurinn hefur greinst í um 450 rafreykingamönnum í Bandaríkjunum og dregið að minnsta kosti fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Í gær tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti því yfir að ríkisstjórn hans ætli að leggja til bann við öllum bragðvökvum í rafrettur. Embætti landlæknis sendi frá sér tilkynningu vegna málsins á mánudag en þar segir að embættið fylgist með faraldri sjúkdómsins. Ekkert gefi til kynna að um smitsjúkdóm sé að ræða heldur séu lungnaveikindin rakin til „váhrifa af efnafræðilegum toga“. „Allir þeir sem hafa veikst hafa notað rafrettur. Enn er ekki vitað hvort að veikindin tengjast tilteknum rafrettum eða efnum sem notuð eru í þær. Hins vegar eru vísbendingar um að stór hluti þeirra sem veikst hafa hafi notað rafrettu-vökva sem innihélt vímuefnið THC (tetrahydrocannabinol) eða CBD (cannabidiol) en svo virðist sem að veikindin séu ekki einungis bundin við það,“ segir í tilkynningu Landlæknisembættisins. Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. 11. september 2019 18:22 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. Hergenreder lýsir því að lungu hans hafi verið í svipuðu ástandi og „lungu sjötugs manns“ þegar hann var lagður inn á sjúkrahús. 450 tilfelli af sjúkdómnum hafa greinst í Bandaríkjunum undanfarin misseri og dregið að minnsta kosti fimm til dauða.Sjá einnig: Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Hergenreder var lagður inn á sjúkrahús seint í síðasta mánuði vegna sjúkdómsins. Hann kveðst hafa stundað rafreykingar, bæði með nikótíni og kannabisefnum, í um eitt og hálft ár áður en hann veiktist. Hergenreder lýsir reynslu sinni í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN. Hann segist hafa byrjað að finna fyrir hálfgerðum flensueinkennum og þá var honum einnig afar þungt um andardrátt. Eftir nokkra daga af miklum óstjórnlegum skjálftaköstum og uppköstum var hann fluttur á spítalann, þar sem læknar tjáðu honum að hann væri kominn með „lungu sjötugs manns“. „Það var óhugnanlegt að hugsa um það. Þetta litla tæki hafði þessi áhrif á lungun í mér,“ segir Hergenreder. Þá segist hann ekki viss um að hann verði nokkurn tímann alveg heill heilsu eftir veikindin. „Ég æfði glímu áður en þetta gerðist og það kann að vera að ég geti aldrei glímt aftur vegna þess að það er íþrótt sem krefst mikils af líkamanum og lungu mín höndla ef til vill ekki áreynsluna.“Donald Trump sagði í samtali við fjölmiðla í gær að notkun rafretta væri orðið mikið vandamál. Foreldrar eigi að vera meðvitaðir um það.AP/Evan VucciTöluvert hefur verið fjallað um lungnasjúkdóminn sem Hergenreder greindist með undanfarin misseri. Sjúkdómurinn hefur greinst í um 450 rafreykingamönnum í Bandaríkjunum og dregið að minnsta kosti fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Í gær tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti því yfir að ríkisstjórn hans ætli að leggja til bann við öllum bragðvökvum í rafrettur. Embætti landlæknis sendi frá sér tilkynningu vegna málsins á mánudag en þar segir að embættið fylgist með faraldri sjúkdómsins. Ekkert gefi til kynna að um smitsjúkdóm sé að ræða heldur séu lungnaveikindin rakin til „váhrifa af efnafræðilegum toga“. „Allir þeir sem hafa veikst hafa notað rafrettur. Enn er ekki vitað hvort að veikindin tengjast tilteknum rafrettum eða efnum sem notuð eru í þær. Hins vegar eru vísbendingar um að stór hluti þeirra sem veikst hafa hafi notað rafrettu-vökva sem innihélt vímuefnið THC (tetrahydrocannabinol) eða CBD (cannabidiol) en svo virðist sem að veikindin séu ekki einungis bundin við það,“ segir í tilkynningu Landlæknisembættisins.
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. 11. september 2019 18:22 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02
Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. 11. september 2019 18:22
Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07