Pantaði áttatíu hvíta kúlupenna frá Japan Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. september 2019 09:00 Nokkur verkanna eru unnin í stúdíóinu sem listamaðurinn Narfi rak með félögum sínum úti á Granda í Reykjavík. Þau eru unnin með kaffi og bleki. Klukkan fimm í dag opnar listamaðurinn og grafíski hönnuðurinn Narfi sýningu í Núllinu, sem er gallerí við Bankastræti. Í rýminu var á árum áður almenningssalerni. Narfi segir að sýningin sé nokkurs konar samtíningur af verkum hans, en áður stóð til að hann væri með gjörning í rýminu ásamt félaga sínum þessa helgi. „En svo þurfti hann að fara fyrir dóm vegna vangoldinna skólagjalda. Ég varð því bara að redda þessu sjálfur og vildi í þeirri viðleitni minni koma í veg fyrir að allt færi sömu leið og hjá félaga mínum. Þannig að verkin eru flest til sölu,“ segir hann. Narfi kallar sýninguna Eitthvað úr ísskápnum, sem er vísun í samtíningsyfirbragðið sem hún hefur. „Þetta er smá eins og þegar maður tekur eitthvað af handahófi úr ísskápnum og hendir í ommelettu. Það er fín leið til að lýsa sýningunni.“ Úr því að sýningin samanstendur af hinum og þessum verkum er ekki eitt eiginlegt þema á henni.„Þetta eru málverk, teikningar og prentverk,“ segir Narfi, en hann útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands 2013. „Það verða nokkur verk á sýningunni sem mér þykir alveg einstaklega vænt um, en ég gerði þau þegar ég var með stúdíó úti á Granda ásamt félögum mínum. Það var mjög áhugaverður og skemmtilegur tími. Verkin eru gerð með kaffi og bleki.“ Narfi heillast af óhefðbundnum aðferðum í listsköpun sinni. Í apríl hélt hann einkasýningu á verkum sem voru gerð með því að festa kúlupenna á borvél. „Nú er ég að leita að sýningarplássi fyrir framhaldið á þeirri sýningu. Hún verður nokkurs konar andstæða, því ég var að panta áttatíu hvíta kúlupenna frá Japan. Svo mun ég festa þá á borvélar og gera verk á svartan pappa. Það verður þó meira nákvæmar teikningar en á síðustu sýningu.“ Sýningin Eitthvað úr ísskápnum verður opnuð klukkan 17.00 í Núllinu galleríi í Bankastræti 0 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Klukkan fimm í dag opnar listamaðurinn og grafíski hönnuðurinn Narfi sýningu í Núllinu, sem er gallerí við Bankastræti. Í rýminu var á árum áður almenningssalerni. Narfi segir að sýningin sé nokkurs konar samtíningur af verkum hans, en áður stóð til að hann væri með gjörning í rýminu ásamt félaga sínum þessa helgi. „En svo þurfti hann að fara fyrir dóm vegna vangoldinna skólagjalda. Ég varð því bara að redda þessu sjálfur og vildi í þeirri viðleitni minni koma í veg fyrir að allt færi sömu leið og hjá félaga mínum. Þannig að verkin eru flest til sölu,“ segir hann. Narfi kallar sýninguna Eitthvað úr ísskápnum, sem er vísun í samtíningsyfirbragðið sem hún hefur. „Þetta er smá eins og þegar maður tekur eitthvað af handahófi úr ísskápnum og hendir í ommelettu. Það er fín leið til að lýsa sýningunni.“ Úr því að sýningin samanstendur af hinum og þessum verkum er ekki eitt eiginlegt þema á henni.„Þetta eru málverk, teikningar og prentverk,“ segir Narfi, en hann útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands 2013. „Það verða nokkur verk á sýningunni sem mér þykir alveg einstaklega vænt um, en ég gerði þau þegar ég var með stúdíó úti á Granda ásamt félögum mínum. Það var mjög áhugaverður og skemmtilegur tími. Verkin eru gerð með kaffi og bleki.“ Narfi heillast af óhefðbundnum aðferðum í listsköpun sinni. Í apríl hélt hann einkasýningu á verkum sem voru gerð með því að festa kúlupenna á borvél. „Nú er ég að leita að sýningarplássi fyrir framhaldið á þeirri sýningu. Hún verður nokkurs konar andstæða, því ég var að panta áttatíu hvíta kúlupenna frá Japan. Svo mun ég festa þá á borvélar og gera verk á svartan pappa. Það verður þó meira nákvæmar teikningar en á síðustu sýningu.“ Sýningin Eitthvað úr ísskápnum verður opnuð klukkan 17.00 í Núllinu galleríi í Bankastræti 0 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira