Þú gætir átt heima í nýju póstnúmeri um mánaðamótin Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 11:46 Horft í átt að Vatnsmýri þar sem nýja póstnúmerið verður að finna. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur hefur ákveðið að gera breytingar á póstnúmerum, jafnt á Höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Flestar eru minniháttar, tilfæringar á landfræðilegum mörkum, en þeirra stærst er upptaka póstnúmersins 102 í Vatnsmýri Reykjavíkur. Þannig mun sá hluti póstnúmersins 101 sem er sunnan Hringbrautar breytast í póstnúmerið 102. Í útskýringu Íslandspósts segir að sú breyting sé tekin að frumkvæði Reykjavíkurborgar, ekki síst í ljósi þess að mikil uppbygging fer nú fram á þessu svæði. Þrátt fyrir upptöku nýja póstnúmersins er áréttað að mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Breytingarnar, sem eru útlistaðar betur hér að neðan, taka gildi um næstu mánaðamót. Haft er eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins, í útskýringu Íslandspóst að talið hafi verið mikilvægt að bregðast við fyrrnefndri beiðni borgarinnar. „Einhverrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á þessu svæði vegna breytingarinnar en ég vil taka það fram að breytingar á póstnúmerum hafa almennt ekki áhrif á viðskiptavini þegar kemur að dreifingu pakka og bréfa,“ áréttar Hörður.Óttast áhrif á íbúðaverð Ætla má að hann vísi m.a. til óánægju íbúa í Skerjafirði, sem hafa sett sig upp á móti upptöku póstnúmersins 102. Þeirra á meðal er borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir og íbúasamtök Skerjafjarðar, Prýðisfélagið Skjöldur. Þannig fullyrti félagið að yfirgnæfandi fjöldi Skerfirðinga vildi halda póstnúmeri 101. Var vísað til þess að mikið væri undir fyrir íbúa að halda í póstnúmer 101 upp á húsnæðisverð. Þá væri breytingin algjörlega ótímabær þar sem flugvöllurinn væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sem fyrr segir verða jafnframt gerðar nokkrar breytingar á póstnúmerum á landsbyggðinni. Helsti tilgangur þeirra er sagður að „afmarka sveitarfélög með sérstökum póstnúmerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu.“ Nánar má fræðast um landfræðileg mörk póstnúmera með því að smella hér, en að neðan má sjá breytingarnar sem eiga sér stað þann 1. október næstkomandi.VarVerðurPóstáritunSvæðiLýsing/svæði/Annað311342StykkishólmurEyja og MiklaholtshreppurVerður þjónustað frá Stykkishólmi710710SeyðisfjörðurSeyðisfjörðurMinniháttar lagfæring108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring (Veðurstofa)108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105103ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105108ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring110113ReykjavíkReykjavíkPNR 113 mun fylgja Suðurlandsvegi161110ReykjavíkReykjavíkDreifbýli fyrir ofan Norðlingarholt (Bugðu)203206KópavogurKópavogurDreifbýli sem tilheyrir Kópavogi (Hellisheiði)466465BíldudalurBíldudalurMinniháttar lagfæring101102ReykjavíkReykjavíkVatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102801801SelfossSelfossÁrborg verði með 801 áfram801803SelfossSelfossFlóahreppur801804SelfossSelfossSkeiða og Gnúpverjahreppur801805SelfossSelfossGrímsnes og Grafningshreppur801806SelfossSelfossBláskógabyggð601601AkureyriAkureyriAkureyri fyrir ofan Naustahverfi601604AkureyriAkureyriHörgársveit601605AkureyriAkureyriEyjafjarðarsveit601606AkureyriAkureyriSvalbarðshreppur601607AkureyriAkureyriÞingeyjasveit (hluti) Íslandspóstur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Íslandspóstur hefur ákveðið að gera breytingar á póstnúmerum, jafnt á Höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Flestar eru minniháttar, tilfæringar á landfræðilegum mörkum, en þeirra stærst er upptaka póstnúmersins 102 í Vatnsmýri Reykjavíkur. Þannig mun sá hluti póstnúmersins 101 sem er sunnan Hringbrautar breytast í póstnúmerið 102. Í útskýringu Íslandspósts segir að sú breyting sé tekin að frumkvæði Reykjavíkurborgar, ekki síst í ljósi þess að mikil uppbygging fer nú fram á þessu svæði. Þrátt fyrir upptöku nýja póstnúmersins er áréttað að mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Breytingarnar, sem eru útlistaðar betur hér að neðan, taka gildi um næstu mánaðamót. Haft er eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins, í útskýringu Íslandspóst að talið hafi verið mikilvægt að bregðast við fyrrnefndri beiðni borgarinnar. „Einhverrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á þessu svæði vegna breytingarinnar en ég vil taka það fram að breytingar á póstnúmerum hafa almennt ekki áhrif á viðskiptavini þegar kemur að dreifingu pakka og bréfa,“ áréttar Hörður.Óttast áhrif á íbúðaverð Ætla má að hann vísi m.a. til óánægju íbúa í Skerjafirði, sem hafa sett sig upp á móti upptöku póstnúmersins 102. Þeirra á meðal er borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir og íbúasamtök Skerjafjarðar, Prýðisfélagið Skjöldur. Þannig fullyrti félagið að yfirgnæfandi fjöldi Skerfirðinga vildi halda póstnúmeri 101. Var vísað til þess að mikið væri undir fyrir íbúa að halda í póstnúmer 101 upp á húsnæðisverð. Þá væri breytingin algjörlega ótímabær þar sem flugvöllurinn væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sem fyrr segir verða jafnframt gerðar nokkrar breytingar á póstnúmerum á landsbyggðinni. Helsti tilgangur þeirra er sagður að „afmarka sveitarfélög með sérstökum póstnúmerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu.“ Nánar má fræðast um landfræðileg mörk póstnúmera með því að smella hér, en að neðan má sjá breytingarnar sem eiga sér stað þann 1. október næstkomandi.VarVerðurPóstáritunSvæðiLýsing/svæði/Annað311342StykkishólmurEyja og MiklaholtshreppurVerður þjónustað frá Stykkishólmi710710SeyðisfjörðurSeyðisfjörðurMinniháttar lagfæring108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring (Veðurstofa)108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105103ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105108ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring110113ReykjavíkReykjavíkPNR 113 mun fylgja Suðurlandsvegi161110ReykjavíkReykjavíkDreifbýli fyrir ofan Norðlingarholt (Bugðu)203206KópavogurKópavogurDreifbýli sem tilheyrir Kópavogi (Hellisheiði)466465BíldudalurBíldudalurMinniháttar lagfæring101102ReykjavíkReykjavíkVatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102801801SelfossSelfossÁrborg verði með 801 áfram801803SelfossSelfossFlóahreppur801804SelfossSelfossSkeiða og Gnúpverjahreppur801805SelfossSelfossGrímsnes og Grafningshreppur801806SelfossSelfossBláskógabyggð601601AkureyriAkureyriAkureyri fyrir ofan Naustahverfi601604AkureyriAkureyriHörgársveit601605AkureyriAkureyriEyjafjarðarsveit601606AkureyriAkureyriSvalbarðshreppur601607AkureyriAkureyriÞingeyjasveit (hluti)
Íslandspóstur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56