Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2019 12:15 Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum fyrir viku þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra. fréttablaðið/ernir Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. Á meðal þess sem á að koma til kasta þingsins í vetur er frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aukið frelsi á leigubílamarkaði, frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um frumvarp til laga um leigubíla felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubíla hér á landi. Er markmið frumvarpsins að auka frelsi á leigubílamarkaði og tryggja örugga og góða þjónustu. Þá er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi það markmið að stofna þjóðgarð á miðhálendinu þar sem fjallað er um fyrrnefnt frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Frá því í janúar 2018 hefur þverpólitísk þingmannanefnd verið að störfum vegna stofnunar miðhálendisþjóðgarðs og er í skipunarbréfi hennar meðal annars gert ráð fyrir að unnið verði frumvarp um þjóðgarðinn.Einn maður í fleiri en einu sýslumannsembætti Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um skipta búsetu barna felur í sér breytingar á barnalögum sem og breytingar á fjölmörgum öðrum lögum. Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði heimild foreldra til þess að semja um skipta búsetu barns. Annað frumvarp á lista dómsmálaráðherra er frumvarp um skiptingu embættisverka milli sýslumanna. Með því frumvarpi er lagt til að einn maður geti gegnt fleiri en einu sýslumannsembætti til allt að fimm ára í senn. Þá leggur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, aftur fram frumvarp um neyslurými þar sem neytendum vímuefna verður veitt aðstaða þar þeir geta notað efnin á öruggan hátt. Markmiðið með neyslurými er að koma í veg fyrir aukinn skaða, veikindi og jafnvel dauða þeirra sem nota vímuefni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs fyrir viku síðan. Þá mun hann endurflytja frumvarp til laga um stofnun þjóðarsjóðs og leggja fram þingályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 en þingmálalisti Bjarna er sá lengsti af listum ráðherrana; telur alls fjörutíu mál.Vernd uppljóstrara og SÍN í stað LÍN Á meðal mála sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst leggja fram er frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem er liður í sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Þá hyggst Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggja fram frumvarp um vernd uppljóstrara og um bætta réttarstöðu þriðja aðila í upplýsingalögum en þriðji aðili er skilgreindur sem sá gæti haft hagsmuni af afhendingu upplýsinga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun svo meðal annars leggja fram frumvarp til laga um Styrktarsjóð íslenskra námsmanna og fyrsta mál á lista Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um greiðsluþjónustu. Með því frumvarpi er lagt til að óheimilt verði að innheimta gjöld og kostnað af neytendalánum sem eru umfram lögbundið hámark hlutfallstölu kostnaðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur síðan meðal annars til frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra varðandi sóttkví og einangrunarstöðvar.Allar nánari upplýsingar um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar má nálgast hér. Alþingi Framsóknarflokkurinn Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Þjóðgarðar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. Á meðal þess sem á að koma til kasta þingsins í vetur er frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aukið frelsi á leigubílamarkaði, frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um frumvarp til laga um leigubíla felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubíla hér á landi. Er markmið frumvarpsins að auka frelsi á leigubílamarkaði og tryggja örugga og góða þjónustu. Þá er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi það markmið að stofna þjóðgarð á miðhálendinu þar sem fjallað er um fyrrnefnt frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Frá því í janúar 2018 hefur þverpólitísk þingmannanefnd verið að störfum vegna stofnunar miðhálendisþjóðgarðs og er í skipunarbréfi hennar meðal annars gert ráð fyrir að unnið verði frumvarp um þjóðgarðinn.Einn maður í fleiri en einu sýslumannsembætti Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um skipta búsetu barna felur í sér breytingar á barnalögum sem og breytingar á fjölmörgum öðrum lögum. Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði heimild foreldra til þess að semja um skipta búsetu barns. Annað frumvarp á lista dómsmálaráðherra er frumvarp um skiptingu embættisverka milli sýslumanna. Með því frumvarpi er lagt til að einn maður geti gegnt fleiri en einu sýslumannsembætti til allt að fimm ára í senn. Þá leggur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, aftur fram frumvarp um neyslurými þar sem neytendum vímuefna verður veitt aðstaða þar þeir geta notað efnin á öruggan hátt. Markmiðið með neyslurými er að koma í veg fyrir aukinn skaða, veikindi og jafnvel dauða þeirra sem nota vímuefni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs fyrir viku síðan. Þá mun hann endurflytja frumvarp til laga um stofnun þjóðarsjóðs og leggja fram þingályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 en þingmálalisti Bjarna er sá lengsti af listum ráðherrana; telur alls fjörutíu mál.Vernd uppljóstrara og SÍN í stað LÍN Á meðal mála sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst leggja fram er frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem er liður í sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Þá hyggst Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggja fram frumvarp um vernd uppljóstrara og um bætta réttarstöðu þriðja aðila í upplýsingalögum en þriðji aðili er skilgreindur sem sá gæti haft hagsmuni af afhendingu upplýsinga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun svo meðal annars leggja fram frumvarp til laga um Styrktarsjóð íslenskra námsmanna og fyrsta mál á lista Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um greiðsluþjónustu. Með því frumvarpi er lagt til að óheimilt verði að innheimta gjöld og kostnað af neytendalánum sem eru umfram lögbundið hámark hlutfallstölu kostnaðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur síðan meðal annars til frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra varðandi sóttkví og einangrunarstöðvar.Allar nánari upplýsingar um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar má nálgast hér.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Þjóðgarðar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði