Annar handtekinn í tengslum við morðið á Karolin Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 16:29 Karolin Hakim var skotin til bana í Malmö þann 26. ágúst síðastliðinn. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í dag, grunaður um aðild að morðinu á Karolin Hakim. Maðurinn var yfirheyrður nú sídegis en hann neitar sök. Morðið á Hakim hefur vakið mikla athygli, en hún var skotin til bana í hverfinu Ribergsborg í Malmö í lok ágúst. Maður gekk upp að henni, þar sem hún hélt á ungbarni sínu, og skaut hana í höfuðið. Haft er eftir saksóknaranum Pär Andersson á vef sænska ríkisútvarpsins að skipulagning ódæðisins hafi tekið sex daga. Lögregluyfirvöld telja að barnsfaðir Karolin hafi verið skotmark árásarinnar, en hann hefur áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Maðurinn sem handtekinn var í dag er 23 ára gamall og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Að sögn saksóknara er talið líklegt að maðurinn muni reyna að koma sönnunargögnum undan sem geti torveldað rannsókn málsins. Hann er sem fyrr segir grunaður um aðild að morðinu, sem og gróft vopnalagabrot á tímabilinu 21. til 26. ágúst - daginn sem Karolin Hakim var skotin til bana.Sjá einnig: Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Sænska ríkisútvarpið segir manninn búsettan í Malmö og hafa tíu sinnum komist í kast við lögin, oftast fyrir umferðarlagabrot en einnig fyrir líkamsárás og brot á skilorði. Aukinheldur á hann að hafa verið starfsmaður skóla í Malmö undanfarin ár, auk þess sem hann á að hafa leikið knattspyrnu með einu af liðum borgarinnar. Nítján ára karlmanni var sleppt úr haldi í upphafi mánaðarins, en hann hafði verið handtekinn í tengslum við morðið á Karolin. Hann var handtekinn því hann er skráður eigandi bílsins sem morðinginn notaði til að flýja af vettvangi. Bíllinn fannst nokkru frá morðstaðnum þar sem búið var að kveikja í honum. Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Konan var læknir og nýbökuð móðir. 27. ágúst 2019 14:39 Morðið í Malmö: Nítján ára manninum sleppt úr gæsluvarðhaldi Nítján ára manni hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í Malmö. 5. september 2019 10:24 Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin síðasta mánudag 1. september 2019 18:15 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í dag, grunaður um aðild að morðinu á Karolin Hakim. Maðurinn var yfirheyrður nú sídegis en hann neitar sök. Morðið á Hakim hefur vakið mikla athygli, en hún var skotin til bana í hverfinu Ribergsborg í Malmö í lok ágúst. Maður gekk upp að henni, þar sem hún hélt á ungbarni sínu, og skaut hana í höfuðið. Haft er eftir saksóknaranum Pär Andersson á vef sænska ríkisútvarpsins að skipulagning ódæðisins hafi tekið sex daga. Lögregluyfirvöld telja að barnsfaðir Karolin hafi verið skotmark árásarinnar, en hann hefur áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Maðurinn sem handtekinn var í dag er 23 ára gamall og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Að sögn saksóknara er talið líklegt að maðurinn muni reyna að koma sönnunargögnum undan sem geti torveldað rannsókn málsins. Hann er sem fyrr segir grunaður um aðild að morðinu, sem og gróft vopnalagabrot á tímabilinu 21. til 26. ágúst - daginn sem Karolin Hakim var skotin til bana.Sjá einnig: Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Sænska ríkisútvarpið segir manninn búsettan í Malmö og hafa tíu sinnum komist í kast við lögin, oftast fyrir umferðarlagabrot en einnig fyrir líkamsárás og brot á skilorði. Aukinheldur á hann að hafa verið starfsmaður skóla í Malmö undanfarin ár, auk þess sem hann á að hafa leikið knattspyrnu með einu af liðum borgarinnar. Nítján ára karlmanni var sleppt úr haldi í upphafi mánaðarins, en hann hafði verið handtekinn í tengslum við morðið á Karolin. Hann var handtekinn því hann er skráður eigandi bílsins sem morðinginn notaði til að flýja af vettvangi. Bíllinn fannst nokkru frá morðstaðnum þar sem búið var að kveikja í honum.
Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Konan var læknir og nýbökuð móðir. 27. ágúst 2019 14:39 Morðið í Malmö: Nítján ára manninum sleppt úr gæsluvarðhaldi Nítján ára manni hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í Malmö. 5. september 2019 10:24 Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin síðasta mánudag 1. september 2019 18:15 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Konan var læknir og nýbökuð móðir. 27. ágúst 2019 14:39
Morðið í Malmö: Nítján ára manninum sleppt úr gæsluvarðhaldi Nítján ára manni hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í Malmö. 5. september 2019 10:24
Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin síðasta mánudag 1. september 2019 18:15