Íslenskir hvítflibbakrimmar sleppa við þungar refsingar Björn Þorfinnsson skrifar 14. september 2019 10:00 Innheimta sekta dómstóla hefur verið í miklum ólestri um árabil. Nú í sumar lagði starfshópur fram tillögur til úrbóta í nýrri skýrslu. Þær byggja á sambærilegum eldri tillögum sem aldrei hafa komist í framkvæmd. Flestir sem dæmdir eru til greiðslu sekta hjá dómstólum kjósa að afplána fangelsisdóm frekar en að borga margar milljónir til ríkisins. Hæstu sektirnar eru vegna hvítflibbaglæpa, til dæmis vegna margs konar skattalagabrota. Hinir dæmdu fá þó fæstir að kynnast lífinu á bak við lás og slá. Fangelsiskerfið er svo gott sem sprungið og því engin pláss fyrir afplánun vegna sekta. Sektarrefsingar eru oftast fullnustaðar með ólaunaðri samfélagsþjónustu ef þær eru fullnustaðar yfir höfuð. Það er ekki svo að einstaklingur sem er dæmdur til sektar upp á 100 milljónir króna þurfi að vinna launalaust til lengri tíma fyrir samfélagið. Hámark samfélagsþjónustu í dag er 480 klukkustundir og því er hinn stórskuldugi hvítflibbakrimmi laus allra mála eftir rúma tvo mánuði miðað við hefðbundinn átta tíma vinnudag. Tímakaupið er því gott. Þá hefur andvirði rúmra tveggja milljarða af sektum verið afskrifað á undanförnum árum. Óhætt er því að draga þá ályktun að hvítflibbaglæpamenn sleppi vel. Þetta er í einfölduðu máli sú sviðsmynd sem er dregin upp í skýrslu starfshóps um innheimtuhlutfall sekta og sakarkostnaðar. Hópurinn skilaði skýrslunni inn í sumar og bíður hún nú afgreiðslu í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er þó ekki fyrsta skýrslan um slæmt ástand í málaflokknum. Slík skýrsla var líka unnin árið 2009 og tvær eftirfylgniskýrslur fylgdu í kjölfarið árið 2012 og 2015. Niðurstaðan var alltaf sú sama. Ástandið er óboðlegt en vilji til úrlausna virðist afar lítill. Ef kafað er dýpra í skýrsluna skýrist af hverju innheimta sekta gengur svo illa. Yfirvöld hafa engin tæki til innheimtu sem virka. Í stuttu máli geta yfirvöld aðeins gert fjárnám í eignum hins dæmda og skráð hann á vanskilaskrá ef slíkt fjárnám reynist árangurslaust. Vandamálið er hins vegar að meirihluti þeirra sem eru dæmdir til greiðslu sekta eru eignalausir og því hvatinn til þess að greiða háar sektir lítill sem enginn. Ef svo ólíklega vill til að viðkomandi eigi eignir þá eru þær yfirleitt yfirveðsettar. Starfshópurinn leggur til margs konar lausnir. Það sem gefur þó ekki tilefni til bjartsýni er að þær eru flestar ekki nýjar af nálinni. Lausnirnar felast í launaafdrátti, heimild til skuldajöfnunar við inneignir á opinberum gjöldum, heimild til kyrrsetningar eigna, að fyrningartími sekta verði lengdur og að ekki megi fullnusta sektir yfir 10 milljónir króna með samfélagsþjónustu. Þá er lagt til að hámark klukkustunda í samfélagsþjónustu verði tvöfaldaður og verði 960 klukkustundir. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er skýrsla starfshópsins komin í farveg innan ráðuneytisins. Það mun koma í hlut nýskipaðs dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, að tryggja að hún dagi ekki uppi eins og þær fyrri. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stjórnsýsla Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Flestir sem dæmdir eru til greiðslu sekta hjá dómstólum kjósa að afplána fangelsisdóm frekar en að borga margar milljónir til ríkisins. Hæstu sektirnar eru vegna hvítflibbaglæpa, til dæmis vegna margs konar skattalagabrota. Hinir dæmdu fá þó fæstir að kynnast lífinu á bak við lás og slá. Fangelsiskerfið er svo gott sem sprungið og því engin pláss fyrir afplánun vegna sekta. Sektarrefsingar eru oftast fullnustaðar með ólaunaðri samfélagsþjónustu ef þær eru fullnustaðar yfir höfuð. Það er ekki svo að einstaklingur sem er dæmdur til sektar upp á 100 milljónir króna þurfi að vinna launalaust til lengri tíma fyrir samfélagið. Hámark samfélagsþjónustu í dag er 480 klukkustundir og því er hinn stórskuldugi hvítflibbakrimmi laus allra mála eftir rúma tvo mánuði miðað við hefðbundinn átta tíma vinnudag. Tímakaupið er því gott. Þá hefur andvirði rúmra tveggja milljarða af sektum verið afskrifað á undanförnum árum. Óhætt er því að draga þá ályktun að hvítflibbaglæpamenn sleppi vel. Þetta er í einfölduðu máli sú sviðsmynd sem er dregin upp í skýrslu starfshóps um innheimtuhlutfall sekta og sakarkostnaðar. Hópurinn skilaði skýrslunni inn í sumar og bíður hún nú afgreiðslu í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er þó ekki fyrsta skýrslan um slæmt ástand í málaflokknum. Slík skýrsla var líka unnin árið 2009 og tvær eftirfylgniskýrslur fylgdu í kjölfarið árið 2012 og 2015. Niðurstaðan var alltaf sú sama. Ástandið er óboðlegt en vilji til úrlausna virðist afar lítill. Ef kafað er dýpra í skýrsluna skýrist af hverju innheimta sekta gengur svo illa. Yfirvöld hafa engin tæki til innheimtu sem virka. Í stuttu máli geta yfirvöld aðeins gert fjárnám í eignum hins dæmda og skráð hann á vanskilaskrá ef slíkt fjárnám reynist árangurslaust. Vandamálið er hins vegar að meirihluti þeirra sem eru dæmdir til greiðslu sekta eru eignalausir og því hvatinn til þess að greiða háar sektir lítill sem enginn. Ef svo ólíklega vill til að viðkomandi eigi eignir þá eru þær yfirleitt yfirveðsettar. Starfshópurinn leggur til margs konar lausnir. Það sem gefur þó ekki tilefni til bjartsýni er að þær eru flestar ekki nýjar af nálinni. Lausnirnar felast í launaafdrátti, heimild til skuldajöfnunar við inneignir á opinberum gjöldum, heimild til kyrrsetningar eigna, að fyrningartími sekta verði lengdur og að ekki megi fullnusta sektir yfir 10 milljónir króna með samfélagsþjónustu. Þá er lagt til að hámark klukkustunda í samfélagsþjónustu verði tvöfaldaður og verði 960 klukkustundir. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er skýrsla starfshópsins komin í farveg innan ráðuneytisins. Það mun koma í hlut nýskipaðs dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, að tryggja að hún dagi ekki uppi eins og þær fyrri.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stjórnsýsla Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira