Ekkert gerist við urðun á sorpi: Forstjóri gramsar í gömlu rusli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2019 19:45 Þrjátíu ára gömul símaskrá, þrjátíu ára gamlar buxur, umbúðir undan áleggi og fleira og fleira fundust í þrjátíu ára gömlum ruslahaug þegar Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins fór ofan í hann til að gramsa í gömlu rusli. Hann vill leggja niður alla urðunarstaði landsins enda segir hann að urðun geri ekki neitt fyrir sorpið. „Þetta er úr Kaupfélagi Árnesinga, símanúmerið er 983366, ég veit ekki hvenær þetta var urðað. Hér er einhver góður úrgangur, þetta er búið að vera hér í þrjátíu ár, Ný mjólk, við getum séð innihaldið, það hefur lítið breyst á þessum þrjátíu árum, það gerist ekki neitt allan þennan tíma,“ segir Jón þegar hann fór yfir hluta af því rusli, sem var urðað fyrir þrjátíu árum á gömlum ruslahaugum í Hrísmýri á Selfossi en þar var sorp urðað til ársins 1990. Sorpið lítur nánast alveg eins út í dag og það var sett þarna niður fyrir fyrir öllum þessum árum. Jón fann t.d. buxur, sem voru nánast eins og nýjar. Hann segir að svona urðunarstaðir séu út um allt land og nú sé enn verið að urða mikið magn af sorpi á fimmtán stöðum á landinu. „Við verðum að sýna dug og hætta þessu,“ segir Jón. Mikið af allskonar plasti kom upp úr holunni, allt sem var urðað fyrir þrjátíu árum eða lengra síðan.Magnús HlynurEn af hverju er þetta svona?„Það halda allir að þetta sé ódýrasta leiðin, grafa holu, setja vandamálið ofan í og grafa vandamálið niðri en það kemur alltaf upp að lokum.“ Öll vinna Jóns Þóris og starfsfólks hans hjá Íslenska Gámafélaginu gengur í dag út á að flokka sorp, það sem er ekki hægt að flokka er flutt erlendis í brennslu. „Við teljum að það sé besti kosturinn í dag. Það getur vel verið að það sé hægt að búa til brennslu á Íslandi, þá er það bara frábært en við þurfum að gera þetta núna, ekki eftir tíu ár.“ Gömul símaskrá leyndist í holunni hjá Jóni, ótrúlega heilleg og hægt að lesa nöfnin og símanúmerin. Eimskip var til dæmis með símanúmerið 61800 og 61200 var símanúmerið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga.Skilti með upplýsingum hjá Íslenska Gámafélaginu í Hrísmýri á SelfossiMagnús HlynurEn hvað getum við gert til að koma sorpmálum landsins í eins gott stand og mögulegt er? „Við þurfum að fá styrka aðstoð frá yfirvöldum, sem sagt skýrar reglur hvernig eigi að gera hlutina, síðan verður við að fylgja þeim eftir og öll að taka þátt í þeirri vakningu sem er komin, að framkvæma hlutina, sem við erum að tala um,“ segir forstjóri Íslenska Gámafélagsins. Árborg Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Þrjátíu ára gömul símaskrá, þrjátíu ára gamlar buxur, umbúðir undan áleggi og fleira og fleira fundust í þrjátíu ára gömlum ruslahaug þegar Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins fór ofan í hann til að gramsa í gömlu rusli. Hann vill leggja niður alla urðunarstaði landsins enda segir hann að urðun geri ekki neitt fyrir sorpið. „Þetta er úr Kaupfélagi Árnesinga, símanúmerið er 983366, ég veit ekki hvenær þetta var urðað. Hér er einhver góður úrgangur, þetta er búið að vera hér í þrjátíu ár, Ný mjólk, við getum séð innihaldið, það hefur lítið breyst á þessum þrjátíu árum, það gerist ekki neitt allan þennan tíma,“ segir Jón þegar hann fór yfir hluta af því rusli, sem var urðað fyrir þrjátíu árum á gömlum ruslahaugum í Hrísmýri á Selfossi en þar var sorp urðað til ársins 1990. Sorpið lítur nánast alveg eins út í dag og það var sett þarna niður fyrir fyrir öllum þessum árum. Jón fann t.d. buxur, sem voru nánast eins og nýjar. Hann segir að svona urðunarstaðir séu út um allt land og nú sé enn verið að urða mikið magn af sorpi á fimmtán stöðum á landinu. „Við verðum að sýna dug og hætta þessu,“ segir Jón. Mikið af allskonar plasti kom upp úr holunni, allt sem var urðað fyrir þrjátíu árum eða lengra síðan.Magnús HlynurEn af hverju er þetta svona?„Það halda allir að þetta sé ódýrasta leiðin, grafa holu, setja vandamálið ofan í og grafa vandamálið niðri en það kemur alltaf upp að lokum.“ Öll vinna Jóns Þóris og starfsfólks hans hjá Íslenska Gámafélaginu gengur í dag út á að flokka sorp, það sem er ekki hægt að flokka er flutt erlendis í brennslu. „Við teljum að það sé besti kosturinn í dag. Það getur vel verið að það sé hægt að búa til brennslu á Íslandi, þá er það bara frábært en við þurfum að gera þetta núna, ekki eftir tíu ár.“ Gömul símaskrá leyndist í holunni hjá Jóni, ótrúlega heilleg og hægt að lesa nöfnin og símanúmerin. Eimskip var til dæmis með símanúmerið 61800 og 61200 var símanúmerið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga.Skilti með upplýsingum hjá Íslenska Gámafélaginu í Hrísmýri á SelfossiMagnús HlynurEn hvað getum við gert til að koma sorpmálum landsins í eins gott stand og mögulegt er? „Við þurfum að fá styrka aðstoð frá yfirvöldum, sem sagt skýrar reglur hvernig eigi að gera hlutina, síðan verður við að fylgja þeim eftir og öll að taka þátt í þeirri vakningu sem er komin, að framkvæma hlutina, sem við erum að tala um,“ segir forstjóri Íslenska Gámafélagsins.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira