Ólafur: Risastór ákvörðun sem gerir það að verkum að við áttum mjög erfitt uppdráttar að sækja þetta jöfnunarmark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2019 19:44 Ólafur var ekki par sáttur með rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk. Vísir/Vilhelm „Það er við hæfi að óska knattspyrnufélaginu Víkingi og leikmönnum til hamingju með bikarmeistaratitilinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, beint eftir leik. Hann hélt svo áfram. „Hvað fer úrskeiðis í sjálfu sér er risastór ákvörðun sem er tekin af fjórða dómara leiksins sem hefur áhrif á leikinn. Þetta var jafn leikur, tilviljun að hann fer í hendina í vítaspyrnunni, bæði lið að spila prýðilega við erfiðar aðstæður.“ „Það er risastór ákvörðun sem gerir það að verkum að við áttum mjög erfitt uppdráttar að sækja jöfnunarmark,“ sagði Ólafur og átti þar við rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk fyrir að stíga, að því virtist óvart, á bringuna á Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að þeir börðust um boltann. Ólafur var spurður frekar út í rauða spjaldið. „Þetta var alveg glórulaus ákvörðun. Það er svo fjarri því að þetta sé ásetningur að stíga ofan á hann eins og við upplifðum það hérna. Þetta er í annað eða þriðja skipti í sumar þar sem fjórði dómari ákveður allt í einu að horfa á leikinn og taka ákvörðun.“ „En svo eru auðvitað hlutir í leiknum og annað sem hefðu eflaust getað verið betri þegar þú tapar en þetta var svona leikur þar sem ákveðnar tilviljanir réðu og erfiðar aðstæður,“ sagði Ólafur einnig um leikinn. „4-4-2 tígull, frískir leikmenn, solid vörn. Vorum ánægðir með að koma inn í hálfleikinn eins og staðan var eftir að hafa verið með vindinn í fangið og töluðum um að setja pressu á þá í seinni hálfleik. En því miður var það slegið úr höndunum á okkur,“ sagði Ólafur aðspurður út í hvort eitthvað hefði komið FH-ingum á óvart í uppleggi Víkinga. „Já við munum vinna þá alla,“ var svo svar Ólafs við síðustu spurningu dagsins þegar hann var spurður hvort tapið í dag myndi hafa einhver áhrif á síðustu leiki FH í deildinni. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 „Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. 14. september 2019 08:00 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Það er við hæfi að óska knattspyrnufélaginu Víkingi og leikmönnum til hamingju með bikarmeistaratitilinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, beint eftir leik. Hann hélt svo áfram. „Hvað fer úrskeiðis í sjálfu sér er risastór ákvörðun sem er tekin af fjórða dómara leiksins sem hefur áhrif á leikinn. Þetta var jafn leikur, tilviljun að hann fer í hendina í vítaspyrnunni, bæði lið að spila prýðilega við erfiðar aðstæður.“ „Það er risastór ákvörðun sem gerir það að verkum að við áttum mjög erfitt uppdráttar að sækja jöfnunarmark,“ sagði Ólafur og átti þar við rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk fyrir að stíga, að því virtist óvart, á bringuna á Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að þeir börðust um boltann. Ólafur var spurður frekar út í rauða spjaldið. „Þetta var alveg glórulaus ákvörðun. Það er svo fjarri því að þetta sé ásetningur að stíga ofan á hann eins og við upplifðum það hérna. Þetta er í annað eða þriðja skipti í sumar þar sem fjórði dómari ákveður allt í einu að horfa á leikinn og taka ákvörðun.“ „En svo eru auðvitað hlutir í leiknum og annað sem hefðu eflaust getað verið betri þegar þú tapar en þetta var svona leikur þar sem ákveðnar tilviljanir réðu og erfiðar aðstæður,“ sagði Ólafur einnig um leikinn. „4-4-2 tígull, frískir leikmenn, solid vörn. Vorum ánægðir með að koma inn í hálfleikinn eins og staðan var eftir að hafa verið með vindinn í fangið og töluðum um að setja pressu á þá í seinni hálfleik. En því miður var það slegið úr höndunum á okkur,“ sagði Ólafur aðspurður út í hvort eitthvað hefði komið FH-ingum á óvart í uppleggi Víkinga. „Já við munum vinna þá alla,“ var svo svar Ólafs við síðustu spurningu dagsins þegar hann var spurður hvort tapið í dag myndi hafa einhver áhrif á síðustu leiki FH í deildinni.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 „Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. 14. september 2019 08:00 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10
Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30
„Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. 14. september 2019 08:00