70 ára afmælishátíð Skógaskóla og Skógasafns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2019 19:30 Þórður Tómasson, fyrrverandi safnvörður í Skógasafni. Hann býr í Skógum er er 98 ára gamall, eldhress og ber aldurinn einstaklega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var mikið um dýrðir á Skógum undir Eyjafjöllum í dag þegar 70 ára afmælishátíð Skógasafns og Skógaskóla fór fram. Safnið er eitt það stærsta á landinu enda telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Það var flaggað á Skógum í dag enda hátíðisdagur og margt fólk komið saman til að halda upp á 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns. Hátíðarræðuna flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skógasafn er meðal elstu byggðasafna landsins og alltaf mjög vinsælt safn enda komu þangað um 52 þúsund gestir á síðasta ári. „Safnið hefur skapað sér ákveðna sérstöðu, við erum að taka á móti hópnum hérna í leiðsögum á öllum helstu tungumálum og gestir hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með það. Safnið hefur skapað sér mjög gott orðspor, ekki bara hér á landi, heldur erlendis líka,“ segir Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns. En hvernig sér hann safnið eftir enn önnur 70 ár? „Ég hugsa að við verðum hérna næstu 70 árin enn þá stærri og takandi á móti fleiri gestum,“ segir Andri.Sólin skein á gesti í Skógum í dag þegar ávörp voru flutt í tilefni af 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns.Magnús HlynurÍ tilefni af 70 ára afmælinu opnaði Sigurður Ingi nýja sýningu um sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu. Fornbílaklúbburinn var einnig með nokkra bíla fyrir utan safnið til sýnis. Um 52 þúsund gestir heimsóttu safnið í Skógum á síðasta ári.Magnús HlynurEf það er einhver, sem á heiðurinn af safninu í Skógum og starfsemi þess í gegnum árin þá er það Þórður Tómasson, fyrsti starfsmaður safnsins og safnvörður til fjölda ára. Þórður býr í Skógum og er orðinn 98 ára gamall. „Ef ég væri hér ekki þá væri ekkert safn í Skógum, það er staðreynd,“ segir Þórður og bætir við. „Mitt starf snerist eingöngu um gamla bændasamfélagið, þessa gömlu þjóðmenningu, sem var að hverfa um miðja tuttugustu öld. Mitt hlutverk var að bjarga minjum.“ Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Skógasafns var einn af þeim, sem flutti ávarp á afmælishátíð dagsins í Skógum.Magnús Hlynur Menning Rangárþing eystra Tímamót Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Það var mikið um dýrðir á Skógum undir Eyjafjöllum í dag þegar 70 ára afmælishátíð Skógasafns og Skógaskóla fór fram. Safnið er eitt það stærsta á landinu enda telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Það var flaggað á Skógum í dag enda hátíðisdagur og margt fólk komið saman til að halda upp á 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns. Hátíðarræðuna flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skógasafn er meðal elstu byggðasafna landsins og alltaf mjög vinsælt safn enda komu þangað um 52 þúsund gestir á síðasta ári. „Safnið hefur skapað sér ákveðna sérstöðu, við erum að taka á móti hópnum hérna í leiðsögum á öllum helstu tungumálum og gestir hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með það. Safnið hefur skapað sér mjög gott orðspor, ekki bara hér á landi, heldur erlendis líka,“ segir Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns. En hvernig sér hann safnið eftir enn önnur 70 ár? „Ég hugsa að við verðum hérna næstu 70 árin enn þá stærri og takandi á móti fleiri gestum,“ segir Andri.Sólin skein á gesti í Skógum í dag þegar ávörp voru flutt í tilefni af 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns.Magnús HlynurÍ tilefni af 70 ára afmælinu opnaði Sigurður Ingi nýja sýningu um sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu. Fornbílaklúbburinn var einnig með nokkra bíla fyrir utan safnið til sýnis. Um 52 þúsund gestir heimsóttu safnið í Skógum á síðasta ári.Magnús HlynurEf það er einhver, sem á heiðurinn af safninu í Skógum og starfsemi þess í gegnum árin þá er það Þórður Tómasson, fyrsti starfsmaður safnsins og safnvörður til fjölda ára. Þórður býr í Skógum og er orðinn 98 ára gamall. „Ef ég væri hér ekki þá væri ekkert safn í Skógum, það er staðreynd,“ segir Þórður og bætir við. „Mitt starf snerist eingöngu um gamla bændasamfélagið, þessa gömlu þjóðmenningu, sem var að hverfa um miðja tuttugustu öld. Mitt hlutverk var að bjarga minjum.“ Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Skógasafns var einn af þeim, sem flutti ávarp á afmælishátíð dagsins í Skógum.Magnús Hlynur
Menning Rangárþing eystra Tímamót Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira