Fyrsta skrefið í rétta átt hjá Víkingi Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2019 07:30 Sölvi fagnaði bikarmeistaratitli í fimmta sinn á ferlinum um helgina en nú með uppeldisfélagi sínu, átján árum eftir að hann steig fyrstu skref sín með meistaraflokki Víkings. Fréttablaðið/Valli „Þessi er í efsta sæti, sá langstærsti á ferlinum, það er engin spurning. Enginn af hinum titlunum kemst í nálægð við þennan, að ná að vinna titilinn fyrir framan fjölskylduna og fólkið í hverfinu,“ segir Sölvi Geir Ottesen brosandi í samtali við Fréttablaðið, aðspurður út í tilfinninguna að vinna bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu, Víkingi Reykjavík, um helgina. Sölva féll sá heiður í skaut að lyfta bikarnum í leikslok eftir verðskuldaðan 1-0 sigur Víkings á FH. Þetta er fimmti bikarmeistaratitill Sölva á ferlinum en hann varð tvívegis bikarmeistari með Djurgården, bikarmeistari með FC Kaupmannahöfn í Danmörku og með Jiangsu Sainty í Kína. Með þessu tókst Víkingi að brjóta þykkan ís og vinna sinn fyrsta titil í knattspyrnu í 28 ár eða frá því að Víkingar urðu Íslandsmeistarar árið 1991. Sölvi er einn þriggja leikmanna sem komu við sögu í gær sem voru fæddir þegar Víkingur vann síðast titil en hinir eru Þórður Ingason og Halldór Smári Sigurðsson. Enginn leikmaður liðsins var fæddur þegar Víkingur vann fyrri bikarmeistaratitil sinn árið 1971, ekki heldur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari félagsins. „Ég og Halldór Smári munum lítið eftir Íslandsmeistaratitlinum árið 1991, Kári man eitthvað eftir þessu en það var löngu kominn tími á þetta. Maður er í þessu til að vinna titla en ekki bara til að vera með. Fyrir leikmennina í hópnum sem hafa ekki unnið titla á ferlinum er þetta frábær reynsla, að fá að upplifa það að taka við titli.“ Sölvi var einn þriggja leikmanna yfir þrítugt í liði Víkings og hrósaði yngri leikmönnum liðsins. „Þetta eru frábærir strákar í þessu liði og eiga framtíðina fyrir sér. Þeir eru búnir að taka út heilmikinn þroska frá því í byrjun móts og taka skref upp á við. Núna er það undir okkur komið að byggja ofan á þetta og halda áfram í staðinn fyrir að láta líða langan tíma á milli titla. Núna er markmiðið sett á að enda tímabilið af krafti og bæta stigamet félagsins í efstu deild, það verður gulrótin okkar það sem eftir lifir tímabilsins. Svo verður hópurinn styrktur og við stefnum hærra,“ segir fyrirliðinn og tekur undir að titlar séu lím sem haldi leikmannahópum saman. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, tekur í sama streng. „Þetta er fyrsta skrefið af vonandi mörgum hjá félaginu, þessir strákar eiga framtíðina fyrir sér. Það hættulegasta í stöðunni er að menn verði saddir og sofni á verðinum. Á næsta ári þurfa allir að gera betur og þá getum við kannski gert atlögu að þeim stóra. Þetta eru flottir strákar og með réttri kænsku eru allir möguleikar opnir fyrir þetta félag. Við ætlum að koma í veg fyrir að jafn langt líði næst á milli titla hjá félaginu.“ Í aðdraganda leiksins var nafn Kára Árnasonar helst í umræðunni eftir að miðvörðurinn meiddist í landsleik Íslands í síðustu viku. Aðspurður út í hlutdeild Kára í titlinum fer Sölvi fögrum orðum um félaga sinn. „Hann á stóran þátt í því að koma okkur í þennan leik og í hálfleik hjálpaði hann til, talaði við menn og lét vel í sér heyra. Hann lagði sitt af mörkum í þessum titli,“ segir Sölvi og heldur áfram: „Það var ekki hægt að gera neitt í þessum meiðslum, þau komu upp og þá kom næsti maður inn. Auðvitað var það fúlt fyrir Kára en hann fékk að fara á HM og EM svo að það er ekki hægt að vorkenna honum of mikið,“ segir Sölvi léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mjólkurbikarinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Þessi er í efsta sæti, sá langstærsti á ferlinum, það er engin spurning. Enginn af hinum titlunum kemst í nálægð við þennan, að ná að vinna titilinn fyrir framan fjölskylduna og fólkið í hverfinu,“ segir Sölvi Geir Ottesen brosandi í samtali við Fréttablaðið, aðspurður út í tilfinninguna að vinna bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu, Víkingi Reykjavík, um helgina. Sölva féll sá heiður í skaut að lyfta bikarnum í leikslok eftir verðskuldaðan 1-0 sigur Víkings á FH. Þetta er fimmti bikarmeistaratitill Sölva á ferlinum en hann varð tvívegis bikarmeistari með Djurgården, bikarmeistari með FC Kaupmannahöfn í Danmörku og með Jiangsu Sainty í Kína. Með þessu tókst Víkingi að brjóta þykkan ís og vinna sinn fyrsta titil í knattspyrnu í 28 ár eða frá því að Víkingar urðu Íslandsmeistarar árið 1991. Sölvi er einn þriggja leikmanna sem komu við sögu í gær sem voru fæddir þegar Víkingur vann síðast titil en hinir eru Þórður Ingason og Halldór Smári Sigurðsson. Enginn leikmaður liðsins var fæddur þegar Víkingur vann fyrri bikarmeistaratitil sinn árið 1971, ekki heldur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari félagsins. „Ég og Halldór Smári munum lítið eftir Íslandsmeistaratitlinum árið 1991, Kári man eitthvað eftir þessu en það var löngu kominn tími á þetta. Maður er í þessu til að vinna titla en ekki bara til að vera með. Fyrir leikmennina í hópnum sem hafa ekki unnið titla á ferlinum er þetta frábær reynsla, að fá að upplifa það að taka við titli.“ Sölvi var einn þriggja leikmanna yfir þrítugt í liði Víkings og hrósaði yngri leikmönnum liðsins. „Þetta eru frábærir strákar í þessu liði og eiga framtíðina fyrir sér. Þeir eru búnir að taka út heilmikinn þroska frá því í byrjun móts og taka skref upp á við. Núna er það undir okkur komið að byggja ofan á þetta og halda áfram í staðinn fyrir að láta líða langan tíma á milli titla. Núna er markmiðið sett á að enda tímabilið af krafti og bæta stigamet félagsins í efstu deild, það verður gulrótin okkar það sem eftir lifir tímabilsins. Svo verður hópurinn styrktur og við stefnum hærra,“ segir fyrirliðinn og tekur undir að titlar séu lím sem haldi leikmannahópum saman. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, tekur í sama streng. „Þetta er fyrsta skrefið af vonandi mörgum hjá félaginu, þessir strákar eiga framtíðina fyrir sér. Það hættulegasta í stöðunni er að menn verði saddir og sofni á verðinum. Á næsta ári þurfa allir að gera betur og þá getum við kannski gert atlögu að þeim stóra. Þetta eru flottir strákar og með réttri kænsku eru allir möguleikar opnir fyrir þetta félag. Við ætlum að koma í veg fyrir að jafn langt líði næst á milli titla hjá félaginu.“ Í aðdraganda leiksins var nafn Kára Árnasonar helst í umræðunni eftir að miðvörðurinn meiddist í landsleik Íslands í síðustu viku. Aðspurður út í hlutdeild Kára í titlinum fer Sölvi fögrum orðum um félaga sinn. „Hann á stóran þátt í því að koma okkur í þennan leik og í hálfleik hjálpaði hann til, talaði við menn og lét vel í sér heyra. Hann lagði sitt af mörkum í þessum titli,“ segir Sölvi og heldur áfram: „Það var ekki hægt að gera neitt í þessum meiðslum, þau komu upp og þá kom næsti maður inn. Auðvitað var það fúlt fyrir Kára en hann fékk að fara á HM og EM svo að það er ekki hægt að vorkenna honum of mikið,“ segir Sölvi léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mjólkurbikarinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira