Skagamenn geta fellt annað liðið í sumar og skrifað með því söguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2019 15:00 Skagamenn fögnuðu vel í byrjun sumars en sigrarnir hafa verið fáir síðustu þrjá mánuðina. vísir/daníel þór Skagamenn eiga í kvöld möguleika á því að skrifa sögu efstu deildar karla í knattspyrnu með því að vera fyrsta félagið til að fella tvö lið á sama tímabilinu. ÍA tekur á móti Grindavík klukkan 17.00 á Norðurálsvellinum á Akranesi en leikurinn er hluti af 20. umferð Pepsi Max deildar karla. Eyjamenn féllu í Inkasso deildina 24. ágúst síðastliðinn eftir 2-1 tap fyrir ÍA upp á Akranesi. Nú geta sömu örlög beðið Grindvíkinga í kvöld. Skagamenn senda nefnilega Grindvíkinga niður í Inkasso-deildina með sigri. Grindvíkingar væru þá sjö stigum frá öruggu sæti en aðeins sex stig eftir í pottinum. Engu liði hefur tekist að fella tvö félög úr efstu deild á sama sumri síðan að tvö lið féllu fyrst úr deildinni haustið 1977. Sigurinn örlagaríki á ÍBV liðinu fyrir þremur vikum er reyndar eini sigur Skagamanna í síðustu þrettán leikjum liðsins í Pepsi Max deildinni eða síðan í lok maímánaðar. Skagamenn unnu fimm af fyrstu sex leikjum sínum í sumar og 64 prósent stiga liðsins í sumar komu fyrir 1. júní. Það er þessi frábæra byrjun sem hefur þýtt að nýliðarnir hafa aldrei dregist niður í fallbaráttuna þrátt fyrir skelfilegt gengi síðustu þrjá mánuði. Eyjamenn komust sjálfir næst því að ná þessu sumarið 1993. Fylkir féll þá eftir tap á móti ÍBV í lokaumferðinni en í umferðinni á undan höfðu Víkingar fallið eftir óhagstæð úrslit í öðrum leikjum áður en þeir mættu ÍBV. ÍBV vann þann leik reyndar 9-2. Falli Grindvíkingar í kvöld verður það í fyrsta sinn í heilan áratug þar sem fallbaráttan er ráðin fyrir tvær síðustu umferðirnar. Þróttur og Fjölnir féllu úr deildinni fyrir tvær síðustu umferðirnar sumarið 2009. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
Skagamenn eiga í kvöld möguleika á því að skrifa sögu efstu deildar karla í knattspyrnu með því að vera fyrsta félagið til að fella tvö lið á sama tímabilinu. ÍA tekur á móti Grindavík klukkan 17.00 á Norðurálsvellinum á Akranesi en leikurinn er hluti af 20. umferð Pepsi Max deildar karla. Eyjamenn féllu í Inkasso deildina 24. ágúst síðastliðinn eftir 2-1 tap fyrir ÍA upp á Akranesi. Nú geta sömu örlög beðið Grindvíkinga í kvöld. Skagamenn senda nefnilega Grindvíkinga niður í Inkasso-deildina með sigri. Grindvíkingar væru þá sjö stigum frá öruggu sæti en aðeins sex stig eftir í pottinum. Engu liði hefur tekist að fella tvö félög úr efstu deild á sama sumri síðan að tvö lið féllu fyrst úr deildinni haustið 1977. Sigurinn örlagaríki á ÍBV liðinu fyrir þremur vikum er reyndar eini sigur Skagamanna í síðustu þrettán leikjum liðsins í Pepsi Max deildinni eða síðan í lok maímánaðar. Skagamenn unnu fimm af fyrstu sex leikjum sínum í sumar og 64 prósent stiga liðsins í sumar komu fyrir 1. júní. Það er þessi frábæra byrjun sem hefur þýtt að nýliðarnir hafa aldrei dregist niður í fallbaráttuna þrátt fyrir skelfilegt gengi síðustu þrjá mánuði. Eyjamenn komust sjálfir næst því að ná þessu sumarið 1993. Fylkir féll þá eftir tap á móti ÍBV í lokaumferðinni en í umferðinni á undan höfðu Víkingar fallið eftir óhagstæð úrslit í öðrum leikjum áður en þeir mættu ÍBV. ÍBV vann þann leik reyndar 9-2. Falli Grindvíkingar í kvöld verður það í fyrsta sinn í heilan áratug þar sem fallbaráttan er ráðin fyrir tvær síðustu umferðirnar. Þróttur og Fjölnir féllu úr deildinni fyrir tvær síðustu umferðirnar sumarið 2009.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira