Fótbolti

Messi með í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Síðasti Meistaradeildarleikur Lionel Messi var á móti Liverpool á Anfield í undanúrslitunum síðasta vor.
Síðasti Meistaradeildarleikur Lionel Messi var á móti Liverpool á Anfield í undanúrslitunum síðasta vor. Getty/TF-Images/
Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld og í gær bárust gleðifréttir frá Barcelona borga. Lionel Messi er leikfær og í hópnum í fyrsta leik.

Lionel Messi hefur ekki spilað síðan á Copa America í júlí en hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli.

Messi missti vegna þeirra af fjórum fyrstu deildarleikjum Barcelona á tímabilinu og liðið hefur aðeins unnið tvo þeirra.

Læknalið Barcelona skoðaði Messi eftir æfingu liðsins í gær og gaf grænt ljós að hann yrði með á móti Borussia Dortmund í kvöld.





Leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma og verður í beinni á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan 18.50 en í dag verða einnig eftirtaldir leikir í beinni: Inter - Slavia Prag (16.45, S2 Sport 2), Napoli - Liverpool (18.50, S2 Sport 2), Chelsea - Valencia (18.50, S2 Sport 4) og Ajax - Lille (18.50, S2 Sport 5).

Lionel Messi varð markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar í fyrra með 12 mörk í 10 leikjum en þetta var í fimmta skiptið sem hann skorað yfir tíu mörk á Meistaradeildartímabili. Hann er alls með 112 mörk í 135 Meistaradeildarleikjum.

Í fjarveru Messi hefur ný stjarna risið upp hjá Barcelona en það er hinn sextán ára gamli Ansu Fati sem er með tvö mörk og eina stoðsendingu á fyrstu 116 mínútum sínum í spænsku deildinni.

Það tók Ansu Fati aðeins 111 sekúndur að skora í sínum fyrsta deildarleik á Nývangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×