Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2019 12:59 Bjarni Benediktsson keypti sér bjór um helgina. Verðið var 370 prósent yfir smásöluverði. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. Verðið kom fjármálaráðherra á óvart en stór bjór, hálfur lítri af Tuborg Classic, kostaði Bjarna 1400 krónur. „Menn segja skatta skýra hátt áfengisverð. Því verður ekki mótmælt að áfengisgjöld eru há á Íslandi. Maður spyr sig samt sem áður hvort hér komi ekki fleira til,“ segir Bjarni. Hann vekur athygli á málinu í tilefni gagnrýni Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, í Viðskiptablaðinu í dag. Þar gagnrýnir Ólafur 2,5 prósent hækkun áfengisgjalds sem kynnt var í fjárlögum á dögunum. Á vefsíðu FA er bent á að áfengisverð á Íslandi sé 168% hærra en meðaltalið í Evrópusambandinu, eða hátt í þrefalt meðalverðið. Til samanburðar séu óáfengir drykkir 34% dýrari á Íslandi en að meðaltali í ESB. „Á Nordica hótelinu keypti ég hálfslíters Tuborg Classic um helgina. Hann kostar í ÁTVR, með smásöluálagningunni, 379 kr. samkvæmt vefsíðunni. Sami bjór af krana kostaði 1.400 kr. á hótelinu. Það er 370% yfir smásöluverði ÁTVR. Konan sem afgreiddi mig samsinnti um að þetta væri hátt verð, en taldi það þó ekki það hæsta í borginni.“ Blaðamaður gerði lauslega könnun á verði á stórum bjór, svipuðum þeim sem Bjarni pantaði um helgina. Stór Víking Classic kostar 1290 krónur á Sæta svíninu, Tuborg Classic kostar 1200 krónur á American Bar og 1250 krónur á Danska barnum. „Það er ástæða til að fylgjast vel með verðþróun í landinu, m.a. vegna mikilvægis þess fyrir ferðaþjónustuna að geta boðið samkeppnishæf verð. Allir þættir verða að vera teknir með í þeirri umræðu, ekki eingöngu opinber gjöld, en þau rýrna að raungildi þessi misserin (áfengisgjald fylgir ekki verðlagi),“ segir Bjarna og á honum að skilja að honum þyki álagning víða meiri en góðu hófi gegnir. Áfengi og tóbak Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. Verðið kom fjármálaráðherra á óvart en stór bjór, hálfur lítri af Tuborg Classic, kostaði Bjarna 1400 krónur. „Menn segja skatta skýra hátt áfengisverð. Því verður ekki mótmælt að áfengisgjöld eru há á Íslandi. Maður spyr sig samt sem áður hvort hér komi ekki fleira til,“ segir Bjarni. Hann vekur athygli á málinu í tilefni gagnrýni Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, í Viðskiptablaðinu í dag. Þar gagnrýnir Ólafur 2,5 prósent hækkun áfengisgjalds sem kynnt var í fjárlögum á dögunum. Á vefsíðu FA er bent á að áfengisverð á Íslandi sé 168% hærra en meðaltalið í Evrópusambandinu, eða hátt í þrefalt meðalverðið. Til samanburðar séu óáfengir drykkir 34% dýrari á Íslandi en að meðaltali í ESB. „Á Nordica hótelinu keypti ég hálfslíters Tuborg Classic um helgina. Hann kostar í ÁTVR, með smásöluálagningunni, 379 kr. samkvæmt vefsíðunni. Sami bjór af krana kostaði 1.400 kr. á hótelinu. Það er 370% yfir smásöluverði ÁTVR. Konan sem afgreiddi mig samsinnti um að þetta væri hátt verð, en taldi það þó ekki það hæsta í borginni.“ Blaðamaður gerði lauslega könnun á verði á stórum bjór, svipuðum þeim sem Bjarni pantaði um helgina. Stór Víking Classic kostar 1290 krónur á Sæta svíninu, Tuborg Classic kostar 1200 krónur á American Bar og 1250 krónur á Danska barnum. „Það er ástæða til að fylgjast vel með verðþróun í landinu, m.a. vegna mikilvægis þess fyrir ferðaþjónustuna að geta boðið samkeppnishæf verð. Allir þættir verða að vera teknir með í þeirri umræðu, ekki eingöngu opinber gjöld, en þau rýrna að raungildi þessi misserin (áfengisgjald fylgir ekki verðlagi),“ segir Bjarna og á honum að skilja að honum þyki álagning víða meiri en góðu hófi gegnir.
Áfengi og tóbak Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira