Fótbolti

Segir Real Madrid skipta stuðningsmennina meira máli en Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eden Hazard
Eden Hazard vísir/getty
Nýjustu ummælin sem Eden Hazard lét falla hafa líklega ekki gert mikið fyrir vinsældir hans hjá stuðningsmönnum Chelsea.

Hazard fór frá Lundúnafélaginu til Madrídar í sumar eftir að hafa verið í sjö ár hjá Chelsea.

„Hér eru stuðningsmennirnir virkilega stuðningsmenn,“ er haft eftir Hazard í frétt ESPN.

„Á Englandi þá eru ekki svo margir stuðningsmenn. Fólk þar hefur mikinn áhuga á fótbolta, en það er ekki eins ofstækisfult.“

„Þegar við töpuðum með Chelsea þá var fólk vonsvikið en þetta varð aldrei nein hörmung.“

„Að tala við stuðningsmenn hér, þeir ætlast til þess að þú vinnir Meistaradeildina,“ sagði Belginn.

Hazard spilaði sinn fyrsta leik fyrir Real Madrid um helgina og mun hann líklega koma við sögu í leik Real gegn PSG í Meistaradeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×