Kortlagði undarlega tíma Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 18. september 2019 08:15 Það er hægt að nálgast tónlist Marteins á öllum helstu streymisveitunum og á vínylplötu. Fréttablaðið/Valli Í dag kemur úr plata heimspekingsins, tónlistar- og útvarpsmannsins Marteins Sindra Jónssonar, Atlas. Hún hefur verið í meira en hálfan áratug í smíðum. Marteinn fór að leita í annars konar tónsmíði en hann hafði vanist áður þegar hann rakst á nokkurs konar andlegan vegg þegar hann var í námi í Þýskalandi. Útkoman var svo nýja platan, en henni fylgir Marteinn eftir með útgáfutónleikum í Iðnó í kvöld.Hálfan áratug í smíðum „Platan hefur verið mjög lengi í smíðum. Gerð hennar hófst þegar ég rakst á nokkurs konar andlegan vegg, platan sprettur í raun upp úr því. Ég var í námi úti í Berlín þar sem ég var að læra heimspeki,“ segir Marteinn Sindri. Á sama tíma starfaði hann á klíník þar sem hann vann með sjúklingum með langvinna sjúkdóma. „Ég starfaði á sálfræðideildinni, og það hafði mjög mikil áhrif á mig. Þetta var fólk sem var með flókna samþætta líkamlega og andlega sjúkdóma.“ Marteinn stóð sjálfur á ákveðnum krossgötum í eigin lífi, hann var ekki viss hvað tæki við eftir námið og upplifði einhvers konar flóttaleið í tónsmíðunum. „Ég sat dögunum saman í litla herberginu mínu með lítinn kassagítar og samdi lög og söng,“ segir Marteinn en hann er píanóleikari að upplagi og því má segja að það hafi verið hliðarspor fyrir hann að grípa í gítar og byrja að syngja við lögin.Lagasmíðar helltust yfir hann „Það var einhvern haustdag í Berlín að það breytist allt í einu hvernig ég syng eigin lög. Ég var byrjaður allt í einu að syngja mína eigin músík sem ég hafði aldrei gert áður. Megnið af lögunum er samið á þessum tíma.“ Hann líkir upplifuninni við lagasmíðarnar, að þær hafi nánast hellst yfir hann eins og brotsjór. „Ég tók mér tímabundið leyfi frá námi. Það kom rosalega mikið af efni til mín og ég samdi mikinn fjölda laga. Bæði á íslensku og ensku. Ári síðar leið mér eins og að ég væri kominn með það efni sem ég þyrfti að koma frá mér,“ segir Marteinn, en hann hefur í gegnum tíðina verið í hljómsveitum og kórum, en segist ekki fyrr en á þessum tímapunkti hafa þorað að taka skrefið og koma fram einn með eigið efni. „Það var stór áfangi fyrir mig þá um haustið að spila og koma fram einn. Frekar snemma í ferlinu fer ég að vinna með Daníel Friðrik sem var sjálfur í námi í Berlín að læra djass á gítar á sama tíma og ég var úti. Hann fer að pæla í þessu með mér og upp frá því vex góð vinátta líka, en við vorum kunningjar fyrir.“Túlkunarfrelsi hlustandans „Við förum því í ferlið smám saman, að taka eitthvað mjög persónulegt sem fæðist og vex í mjög skrýtnum aðstæðum. Þar sem maður var mikið einn og veit ekki alveg hvert maður er að fara eða stefna. Svo byrjum við að byggja utan á þessi einföldu lög sem voru samin bara á lítinn kassagítar.“ Hann segir þá hafa byrjað að byggja utan á verkið og það tekið breytast. Afraksturinn er Atlas, sem er vísun í kortagerðina og að vera smá týndur. „Kortið er vísun í hvernig fólk finnur sér einhverja leið út eðaflóttaleið frá raunveruleikanum stundum. Textarnir eru margir óræðir, draumkenndir og ljóðrænir þannig að hlustandinn hefur skáldaleyfi og túlkunarfrelsi á þeim.“ Vínylútgáfa Atlasar kemur út í dag og verður til sölu á útgáfutónleikunum í kvöld í Iðnó. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00, miðar eru seldir við innganginn og á tix.is. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Í dag kemur úr plata heimspekingsins, tónlistar- og útvarpsmannsins Marteins Sindra Jónssonar, Atlas. Hún hefur verið í meira en hálfan áratug í smíðum. Marteinn fór að leita í annars konar tónsmíði en hann hafði vanist áður þegar hann rakst á nokkurs konar andlegan vegg þegar hann var í námi í Þýskalandi. Útkoman var svo nýja platan, en henni fylgir Marteinn eftir með útgáfutónleikum í Iðnó í kvöld.Hálfan áratug í smíðum „Platan hefur verið mjög lengi í smíðum. Gerð hennar hófst þegar ég rakst á nokkurs konar andlegan vegg, platan sprettur í raun upp úr því. Ég var í námi úti í Berlín þar sem ég var að læra heimspeki,“ segir Marteinn Sindri. Á sama tíma starfaði hann á klíník þar sem hann vann með sjúklingum með langvinna sjúkdóma. „Ég starfaði á sálfræðideildinni, og það hafði mjög mikil áhrif á mig. Þetta var fólk sem var með flókna samþætta líkamlega og andlega sjúkdóma.“ Marteinn stóð sjálfur á ákveðnum krossgötum í eigin lífi, hann var ekki viss hvað tæki við eftir námið og upplifði einhvers konar flóttaleið í tónsmíðunum. „Ég sat dögunum saman í litla herberginu mínu með lítinn kassagítar og samdi lög og söng,“ segir Marteinn en hann er píanóleikari að upplagi og því má segja að það hafi verið hliðarspor fyrir hann að grípa í gítar og byrja að syngja við lögin.Lagasmíðar helltust yfir hann „Það var einhvern haustdag í Berlín að það breytist allt í einu hvernig ég syng eigin lög. Ég var byrjaður allt í einu að syngja mína eigin músík sem ég hafði aldrei gert áður. Megnið af lögunum er samið á þessum tíma.“ Hann líkir upplifuninni við lagasmíðarnar, að þær hafi nánast hellst yfir hann eins og brotsjór. „Ég tók mér tímabundið leyfi frá námi. Það kom rosalega mikið af efni til mín og ég samdi mikinn fjölda laga. Bæði á íslensku og ensku. Ári síðar leið mér eins og að ég væri kominn með það efni sem ég þyrfti að koma frá mér,“ segir Marteinn, en hann hefur í gegnum tíðina verið í hljómsveitum og kórum, en segist ekki fyrr en á þessum tímapunkti hafa þorað að taka skrefið og koma fram einn með eigið efni. „Það var stór áfangi fyrir mig þá um haustið að spila og koma fram einn. Frekar snemma í ferlinu fer ég að vinna með Daníel Friðrik sem var sjálfur í námi í Berlín að læra djass á gítar á sama tíma og ég var úti. Hann fer að pæla í þessu með mér og upp frá því vex góð vinátta líka, en við vorum kunningjar fyrir.“Túlkunarfrelsi hlustandans „Við förum því í ferlið smám saman, að taka eitthvað mjög persónulegt sem fæðist og vex í mjög skrýtnum aðstæðum. Þar sem maður var mikið einn og veit ekki alveg hvert maður er að fara eða stefna. Svo byrjum við að byggja utan á þessi einföldu lög sem voru samin bara á lítinn kassagítar.“ Hann segir þá hafa byrjað að byggja utan á verkið og það tekið breytast. Afraksturinn er Atlas, sem er vísun í kortagerðina og að vera smá týndur. „Kortið er vísun í hvernig fólk finnur sér einhverja leið út eðaflóttaleið frá raunveruleikanum stundum. Textarnir eru margir óræðir, draumkenndir og ljóðrænir þannig að hlustandinn hefur skáldaleyfi og túlkunarfrelsi á þeim.“ Vínylútgáfa Atlasar kemur út í dag og verður til sölu á útgáfutónleikunum í kvöld í Iðnó. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00, miðar eru seldir við innganginn og á tix.is.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira