Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. september 2019 06:30 Málsókn Jóhanns var kynnt í apríl á síðasta ári. Fréttablaðið/Eyþór Lögmaður Jóhanns Helgasonar gagnrýnir harkalega tónlistarfræðing sem samdi greinargerð fyrir vörn tónlistarfyrirtækjanna Universal og Warner í lagastuldarmáli Jóhanns vegna lagsins Söknuðar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 8. júlí hafnaði Lawrene Ferrara, tónlistarprófessor sem samdi greinargerð fyrir hönd fyrirtækjanna sem Jóhann Helgason hefur stefnt, líkindum milli Söknuðar og You Raise Me Up, eftir Rolf Lövland. „Það eru engin slík líkindi milli laganna sem gefa til kynna að You Raise Me Up sé stæling á Söknuði,“ sagði í greinargerð fyrir hönd Warner Music og Universal Music. „Sérfræðingur hinna stefndu fórnaði trúverðugleika sínum með því að halda fram að lögin líkist ekki og með því að nota gallaða aðferðafræði,“ segir hins vegar í greinargerð lögmanns Jóhanns, Michaels Machat, sem lögð var fram á föstudag við dómstól í Los Angeles. Á föstudag var einnig lögð fram greinargerð doktor Judith Finell, tónlistarfræðings og sérfræðings fyrir hönd lögmanns Jóhanns Helgasonar. Segir þar að líkindin milli Söknuðar og You Raise Me Up séu mikil. Þau séu meiri milli þessara tveggja laga innbyrðis heldur en milli þeirra hvors um sig og eldri tónsmíða sem Ferrara nefnir. Líkt og Ferrara hefur Finell komið sem sérfræðingur að fjölmörgum dómsmálum. Hún var meðal annars sérfræðivitni fyrir fjölskyldu Marvins Gaye í tímamótamáli þar sem dæmt var að lagið Blurred Lines væri stuldur á laginu Got to Give It Up eftir Gaye.Michael Machat, lögmaður Jóhanns Helgasonar.„Dr. Finell segir að tilvist Londonderry Air þýði á engan hátt að You Raise Me Up hafi verið samið sjálfstætt,“ vitnar Machat í niðurstöðu Finells. Þar er vísað til röksemda Ferrara um að bæði Söknuður og You Raise Me Up byggi á írska þjóðlaginu Danny Boy – öðru nafni Londonderry Air. Í greinargerð sinni segir Finell að Ferrara noti annars vegar gríðarlega þrönga skilgreiningu í samanburði á Söknuði og You Raise Me Up en beiti hins vegar miklu víðari skilgreiningu í samanburði á lögunum tveimur við eldri verk. „Þessi mótsögn leiðir lesandann og ályktanirnar að rangri og óáreiðanlegri niðurstöðu,“ segir hún. Lögmenn Universal og Warner hafa krafist frávísunar málsins. Michael Machat segir að þar sem þeir beri hvorki brigður á höfundarrétt Jóhanns að Söknuði né dragi í efa að Rolf Lövland hafi haft aðgang að íslenska laginu snúist málið um líkindi milli laganna. „Sérfræðiskýrsla stefndu er byggð á gallaðri aðferðafræði og skilgreiningum sem beitt er á mismunandi veg. Í henni tekst ekki að afsanna hin augljósu líkindi milli Söknuðar og You Raise Me Up,“ segir Machat. Því beri að hafna kröfunni um frávísun. „Ferrara beitir vafasömum röksemdum vegna þess að honum er borgað fyrir það,“ segir í greinargerð lögmanns Jóhanns. Og um mikla peninga er að tefla því samkvæmt frétt á vefsíðu Universal frá 2016 er You Raise Me Up eitt tekjuhæsta lag allra tíma. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum. 8. júlí 2019 07:30 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Að sögn Jóhanns Helgasonar kemur honum ekkert á óvart í rökum lögmanna tónlistarfyrirtækja sem eru meðal þeirra sem tónlistarmaðurinn hefur stefnt vegna meints stuldar á laginu Söknuði. 4. maí 2019 08:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Lögmaður Jóhanns Helgasonar gagnrýnir harkalega tónlistarfræðing sem samdi greinargerð fyrir vörn tónlistarfyrirtækjanna Universal og Warner í lagastuldarmáli Jóhanns vegna lagsins Söknuðar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 8. júlí hafnaði Lawrene Ferrara, tónlistarprófessor sem samdi greinargerð fyrir hönd fyrirtækjanna sem Jóhann Helgason hefur stefnt, líkindum milli Söknuðar og You Raise Me Up, eftir Rolf Lövland. „Það eru engin slík líkindi milli laganna sem gefa til kynna að You Raise Me Up sé stæling á Söknuði,“ sagði í greinargerð fyrir hönd Warner Music og Universal Music. „Sérfræðingur hinna stefndu fórnaði trúverðugleika sínum með því að halda fram að lögin líkist ekki og með því að nota gallaða aðferðafræði,“ segir hins vegar í greinargerð lögmanns Jóhanns, Michaels Machat, sem lögð var fram á föstudag við dómstól í Los Angeles. Á föstudag var einnig lögð fram greinargerð doktor Judith Finell, tónlistarfræðings og sérfræðings fyrir hönd lögmanns Jóhanns Helgasonar. Segir þar að líkindin milli Söknuðar og You Raise Me Up séu mikil. Þau séu meiri milli þessara tveggja laga innbyrðis heldur en milli þeirra hvors um sig og eldri tónsmíða sem Ferrara nefnir. Líkt og Ferrara hefur Finell komið sem sérfræðingur að fjölmörgum dómsmálum. Hún var meðal annars sérfræðivitni fyrir fjölskyldu Marvins Gaye í tímamótamáli þar sem dæmt var að lagið Blurred Lines væri stuldur á laginu Got to Give It Up eftir Gaye.Michael Machat, lögmaður Jóhanns Helgasonar.„Dr. Finell segir að tilvist Londonderry Air þýði á engan hátt að You Raise Me Up hafi verið samið sjálfstætt,“ vitnar Machat í niðurstöðu Finells. Þar er vísað til röksemda Ferrara um að bæði Söknuður og You Raise Me Up byggi á írska þjóðlaginu Danny Boy – öðru nafni Londonderry Air. Í greinargerð sinni segir Finell að Ferrara noti annars vegar gríðarlega þrönga skilgreiningu í samanburði á Söknuði og You Raise Me Up en beiti hins vegar miklu víðari skilgreiningu í samanburði á lögunum tveimur við eldri verk. „Þessi mótsögn leiðir lesandann og ályktanirnar að rangri og óáreiðanlegri niðurstöðu,“ segir hún. Lögmenn Universal og Warner hafa krafist frávísunar málsins. Michael Machat segir að þar sem þeir beri hvorki brigður á höfundarrétt Jóhanns að Söknuði né dragi í efa að Rolf Lövland hafi haft aðgang að íslenska laginu snúist málið um líkindi milli laganna. „Sérfræðiskýrsla stefndu er byggð á gallaðri aðferðafræði og skilgreiningum sem beitt er á mismunandi veg. Í henni tekst ekki að afsanna hin augljósu líkindi milli Söknuðar og You Raise Me Up,“ segir Machat. Því beri að hafna kröfunni um frávísun. „Ferrara beitir vafasömum röksemdum vegna þess að honum er borgað fyrir það,“ segir í greinargerð lögmanns Jóhanns. Og um mikla peninga er að tefla því samkvæmt frétt á vefsíðu Universal frá 2016 er You Raise Me Up eitt tekjuhæsta lag allra tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum. 8. júlí 2019 07:30 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Að sögn Jóhanns Helgasonar kemur honum ekkert á óvart í rökum lögmanna tónlistarfyrirtækja sem eru meðal þeirra sem tónlistarmaðurinn hefur stefnt vegna meints stuldar á laginu Söknuði. 4. maí 2019 08:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03
Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum. 8. júlí 2019 07:30
Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00
Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Að sögn Jóhanns Helgasonar kemur honum ekkert á óvart í rökum lögmanna tónlistarfyrirtækja sem eru meðal þeirra sem tónlistarmaðurinn hefur stefnt vegna meints stuldar á laginu Söknuði. 4. maí 2019 08:00