Norðmaðurinn komst í hóp með Van Basten, Raúl og Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 13:00 Erling Braut Håland fagnar einu marka sinna í gærkvöldi. Getty/Michael Molzar Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Red Bull Salzburg á belgíska félaginu Genk en þetta var fyrsti leikur Norðmannsins í Meistaradeildinni. Håland opnaði markareikning sinn eftir aðeins 102 sekúndur og var kominn með þrennuna fyrir hálfleik.19y 58d - Erling Haaland, aged 19 years and 58 days, is the third youngest player to score a Champions League hat-trick, behind Raúl (18y 113d in 1995) and Wayne Rooney (18y 340d in 2004). Welcome. pic.twitter.com/24DNlzXdza — OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2019Håland varð með þessu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Raúl González og Wayne Rooney. Wayne Rooney skoraði þrennuna í fyrsta Meistaradeildarleik sínum en Raúl í þeim þriðja. Raúl González var aftur á móti sá yngsti af þeim og sá eini sem náði því fyrir nítján ára afmælið. Það hafa nokkrir aðrir kunnir kappar náð að skora þrennu í fyrsta Meistaradeildarleik sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Marco Van Basten náði því reyndar ekki fyrr en hann var 28 ára gamall þar sem Meistaradeildin byrjaði ekki fyrr en tímabilið 1992-93.Hat-trick in his Champions League debut: 1992 Van Basten (28 years old) 1997 Asprilla (27) 2002 Ayegbeni (19) 2004 Rooney (18) 2005 Iaquinta (25) 2009 Graphite (30) 2014 Brahimi (24) 2019 HÅLAND (19) — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 17, 2019Erling Haland setti líka met með því að skora öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleiknum en það hefur táningur aldrei gert áður í sögu Meistaradeildarinnar. Það er ljóst á þessu að Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins, er þarna búinn að fá framtíðarframherja norska landsliðsins en hann valdi einmitt Håland í síðasta verkefni norska landsliðsins. Håland skoraði ekki í fyrstu tveimur landsleikjum sínum en hann er svo heitur þessa dagana að hann bætir væntanlega úr því í októberleikjunum.Erling Haland (19y-58d) of FC Salzburg is the youngest player to score a UEFA Champions League hat trick in the 1st half of a match. pic.twitter.com/qFjRKMuILr — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019 Los más jóvenes en marcar un hat-trick en el primer tiempo de un partido de Champions League (ojo con el podio): HÅLAND (19 años y 58 días) Shevchenko (21 años y 37 días) Messi (22 años y 286 días) [] único que lo logró en su debut en el torneo. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 17, 2019Þrennan í gær þýðir að Erling Braut Håland er búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum RB Salzburg á tímabilinu en hann er með Håland komst líka í fréttirnar í sumar þegar hann skoraði níu mörk í sama leiknum í úrslitakeppni HM 20 ára liða í Póllandi en hann var þá með 9 af 12 mörkum Norðmanna í sigri á Hondúras. Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Red Bull Salzburg á belgíska félaginu Genk en þetta var fyrsti leikur Norðmannsins í Meistaradeildinni. Håland opnaði markareikning sinn eftir aðeins 102 sekúndur og var kominn með þrennuna fyrir hálfleik.19y 58d - Erling Haaland, aged 19 years and 58 days, is the third youngest player to score a Champions League hat-trick, behind Raúl (18y 113d in 1995) and Wayne Rooney (18y 340d in 2004). Welcome. pic.twitter.com/24DNlzXdza — OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2019Håland varð með þessu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Raúl González og Wayne Rooney. Wayne Rooney skoraði þrennuna í fyrsta Meistaradeildarleik sínum en Raúl í þeim þriðja. Raúl González var aftur á móti sá yngsti af þeim og sá eini sem náði því fyrir nítján ára afmælið. Það hafa nokkrir aðrir kunnir kappar náð að skora þrennu í fyrsta Meistaradeildarleik sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Marco Van Basten náði því reyndar ekki fyrr en hann var 28 ára gamall þar sem Meistaradeildin byrjaði ekki fyrr en tímabilið 1992-93.Hat-trick in his Champions League debut: 1992 Van Basten (28 years old) 1997 Asprilla (27) 2002 Ayegbeni (19) 2004 Rooney (18) 2005 Iaquinta (25) 2009 Graphite (30) 2014 Brahimi (24) 2019 HÅLAND (19) — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 17, 2019Erling Haland setti líka met með því að skora öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleiknum en það hefur táningur aldrei gert áður í sögu Meistaradeildarinnar. Það er ljóst á þessu að Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins, er þarna búinn að fá framtíðarframherja norska landsliðsins en hann valdi einmitt Håland í síðasta verkefni norska landsliðsins. Håland skoraði ekki í fyrstu tveimur landsleikjum sínum en hann er svo heitur þessa dagana að hann bætir væntanlega úr því í októberleikjunum.Erling Haland (19y-58d) of FC Salzburg is the youngest player to score a UEFA Champions League hat trick in the 1st half of a match. pic.twitter.com/qFjRKMuILr — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019 Los más jóvenes en marcar un hat-trick en el primer tiempo de un partido de Champions League (ojo con el podio): HÅLAND (19 años y 58 días) Shevchenko (21 años y 37 días) Messi (22 años y 286 días) [] único que lo logró en su debut en el torneo. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 17, 2019Þrennan í gær þýðir að Erling Braut Håland er búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum RB Salzburg á tímabilinu en hann er með Håland komst líka í fréttirnar í sumar þegar hann skoraði níu mörk í sama leiknum í úrslitakeppni HM 20 ára liða í Póllandi en hann var þá með 9 af 12 mörkum Norðmanna í sigri á Hondúras.
Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó